Fimmtudagur, 5. mars 2009
Endurnýjun?
Kjósendur kalla eftir endurnýjun og uppstokkun á framboðslistum flokkanna. Það er ljóst að þátttakendur í forvali VG í Norðausturkjördæmi svara með engum hætti því kalli. Ég sé ekki betur en að hér hafi valist sömu frambjóðendur og síðast í þrjú efstu sætin. Ný kona er komin í fjórða sætið.
VG ætlar greinilega að svara kallinu um endurnýjun og uppstokkun í öðrum kjördæmum en NA.
![]() |
Steingrímur J. efstur í NA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Kostnaður við prófkjör
Það er nú ekki aðalmálið hvort við frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins getum sent einn eða fleiri tölvupósta á flokksbundna sjálfstæðismenn fyrir prófkjörið. Aðalmálið er það að Valhöll hefur lagt mikið kapp á það að gera frambjóðendum í prófkjöri kleift að kynna sig og áherslumál sín án þess að stofna til óheyrilegra fjárútláta.
Í Reykjavík eru samtals fimm kynningarfundir með frambjóðendum í prófkjöri, tveir á vegum hverfafélaganna, einn á vegum Hvatar, einn á vegum Heimdallar og einn á vegum flokksins. Þá gefur flokkurinn út kynningarblað þar sem hver og einn frambjóðandi fær eina síðu til að kynna sig og stefnumál sín. Í opnu blaðsins er stutt kynning á öllum frambjóðendum. Blaðið verður borið í hvert hús í Reykjavík, sennilega á föstudag. Þá hefur verið opnuð heimasíða www.profkjor.isþar sem hver og einn frambjóðandi á öllu landinu er með sitt heimasvæði. Jafnframt eru þar kynningarmyndbönd frá öllum frambjóðendunum (mitt vantar að vísu ennþá af ókunnum ástæðum) og tenglar á heimasíður, bloggsíður og fésbókarsíður frambjóðenda.
Öll þessi kynning er ómetanleg fyrir frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, ekki síst fyrir frambjóðanda eins og mig sem hef ákveðið að verja ekki fúlgum fjár vegna framboðs míns. Ég hef áður bloggað um það að mér finnst kostnaðarþak það sem sett hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum, 2,5 m.kr. vera alltof hátt. Auðvitað eru tilmæli um eyða miklu minna en þakið er engu að síður sett við þetta mark. Aðstæður í þjóðfélaginu eru slíkar að það er með engu móti hægt að réttlæta að frambjóðendur í prófkjörum séu að eyða slíkum fjármunum í baráttu fyrir því að ná sem öruggustu sæti á framboðslista flokks síns í komandi alþingiskosningum.
Þeir sem vilja kynnast mér og mínum áherslum betur geta skoðað heimasíðu mína www.dogg.is. Á bloggsíðuna www.doggpals.blog.is, sem þú ágæti lesandi ert nú staddur á, hef ég sett viðtöl við mig, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þá hef ég sett hér inn hlekki á ræður sem ég hélt á Alþingi þau tvö skipti sem ég settist á þing sem varamaður veturinn 2007-2008. Ég er með fésbókarsíðu sem þeir sem þar eru geta fylgst með. Auk þess eru fleiri hlekkir á heimasvæði mínu á www.profkjor.is. Auðvitað mun ég og stuðningsmenn mínir hringja í flokksbundna sjálfstæðismenn í Reykjavík til að minna á framboð mitt. En þetta, ásamt þeirri kynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og rakin er hér að framan, er sú kynning sem ég ætla að meginstefnu til að láta duga í þessu prófkjöri.
Það kemur svo í ljós eftir prófkjörið 13. og 14. mars nk. hvort þetta dugir til árangurs, en ég sækist eftir 2. - 4. sæti í prófkjörinu, eða hvort horfast þurfi í augu við að meira hefði þurft til að koma.
![]() |
Fá að senda einn tölvupóst frá Valhöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Skýra kosti
Það er auðvitað ekkert á móti því að einhverjir stjórnmálaflokkar ákveði fyrir kosningar að skuldbinda sig til að starfa eingöngu með einhverjum öðrum stjórnmálaflokki eftir kosningar. Hætt er hins vegar við að "stjórnarmyndunarviðræður" verði þá að fara fram fyrir kosningar því kjósendur verða að vita hvaða málum sú ríkisstjórn sem þeir þá í raun væru að kjósa yfir sig ætlaði að berjast fyrir.
Ef VG og Samfylkingin, sem nú eru saman í minnihlutastjórn, ætla þannig að binda sig við áframhaldandi stjórnarsamstarf eftir kosningar þá verða þessir flokkar skýrt að segja hvað þeir ætla að gera að kosningum loknum.
Það tók stjórnina sem nú situr mjög marga daga að semja um stjórnarsáttmála fyrir 80 daga ríkisstjórn. Hætt er við að mikil vinna og tími fari í að semja um stjórnarsáttmála til fjögurra ára. Ætli málið eigi ekki eftir að stranda á því að fyrirfram treysta þessir flokkar sér ekki til að sýna kjósendum á spilin hjá sér?
En það verða flokkarnir að gera, ætli þeir að bjóða fram undir þeim formerkjum sem þingmaðurinn leggur til. Annað er ekki hægt að bjóða kjósendum upp á.
![]() |
Samfylkingin gangi bundin til kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Yfirlýsing vegna athugasemdar fjárfestingabankans
Vegna athugasemdar fjárfestingabankans við fréttatilkynningu minni um framboð mitt í 2. - 4. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hef ég sent eftirfarandi yfirlýsingu til fjölmiðla:
Saga Capital fjárfestingabanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttatilkynningar frá mér um framboð mitt í 2.- 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er fullyrt að bankinn sé ekki og hafi aldrei verið til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Vegna þessa vil ég upplýsa eftirfarandi:
Hinn 10. febrúar sl. lagði ríkissaksóknari fyrir efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra að hefja rannsókn á sölu þriggja stjórnarmanna í SPRON með stofnfjárbréf með hliðsjón af 248. gr. almennra hegningarlaga. Þessi lagagrein fjallar um fjársvik.
Fjárfestingabankinn hafði milligöngu um sölu stofnfjárbréfa í eigu fyrirtækisins Sundagarða ehf., sem er í eigu eins þessara stjórnarmanna sem nú sætir rannsókn. Í ljósi þessarar rannsókn gefur auga leið að aðkoma fjárfestingabankans að þeirri sölu er undir rannsókn efnahagsbrotadeildar. Þá kærði ég og sonur minn forstjóra fjárfestingabankans nýlega til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir brot á 248. gr. almennra hegningarlaga eða hlutdeild í slíku broti, fyrir umboðssvik skv. 249. gr. almennra hegningarlaga og fyrir margvísleg brot á lögum um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003 og lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.
Aðdragandi málsins er sá að eftir að stjórn SPRON ákvað 17. júlí 2007 að leita samþykkis stofnfjáreigenda fyrir því að breyta SPRON í hlutafélag og skrá hlutabréfin á markaði seldu þrír stjórnarmenn stofnfjárbréf í SPRON. Þessi viðskipti voru ekki tilkynnt og þess gætt að leyna þeim fyrir stofnfjáreigendum. Einkahlutafélag í minni eigu keypti 20. júlí 2007 stofnfjárbréf af umræddum fjárfestingabanka, bréf sem síðar kom í ljós að fjárfestingabankinn hafði keypt nánast á sama augnabliki af Sundagörðum ehf, fyrirtæki í eigu stjórnarmanns í SPRON.
Þegar í ljós kom í byrjun nóvember 2007 að stjórnarmaður í SPRON í nánum tengslum við fjárfestingarbankann var upphaflegur seljandi stofnfjárbréfanna rifti félag mitt kaupunum og síðan hafa staðið málaferli milli félags míns og fjárfestingabankans.
Aðalmeðferð í málinu var 25. febrúar sl. í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í vitnisburði forstjóra fjárfestingabankans fyrir dómi kom fram að stjórnarmaðurinn í SPRON óskaði þess 18. júlí 2007, daginn eftir áðurnefndan stjórnarfund, að fjárfestingabankinn keypti af fyrirtæki sínu, Sundagörðum ehf., öll stofnfjárbréf í eigu fyrirtækisins í SPRON. Sagðist forstjórinn hafa ráðið stjórnarmanninum frá að selja öll stofnfjárbréf sín, en niðurstaðan varð sú að hann seldi fyrir um 2 milljarða króna. Þetta gerði hann hafandi aðgang að upplýsingum, m.a. um aðferðir og forsendur í verðmati Capacent, umfram það sem markaðurinn vissi. Hann lét nægja að afla heimildar regluvarðar SPRON en tilkynnti öðru leyti ekki um þessi viðskipti, sem voru staðfest á stjórnarfundi SPRON nokkrum dögum síðar. Í vitnisburði forstjórans kom fram að frá endanlegu samkomulagi við stjórnarmanninn í SPRON var ekki gengið fyrr en eftir að forstjórinn sjálfur hafði frumkvæði að því að bjóða félagi mínu umtalsvert magn stofnfjárbréfa til kaups og lána fyrir öllu sem keypt yrði. Eins og áður segir er umræddur stjórnarmaður í SPRON eigandi fyrirtækisins Sundagarðar ehf. sem var og er 2. stærsti eigandi fjárfestingabankans og situr maðurinn nú í stjórn fjárfestingarbankans.
Af þessu má vera ljóst að stjórnarmaður í fjárfestingabankanum og næst stærsti eigandi bankans sætir nú lögreglurannsókn að fyrirlagi ríkissaksóknara vegna gruns um fjársvik. Forstjóri fjárfestingarbankans hefur verið kærður til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna meintra brota á almennum hegningarlögum, lögum um verðbréfaviðskipti og lögum um fjármálafyrirtæki.
Dögg Pálsdóttir, 4. mars 2009
![]() |
Segja enga rannsókn í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Vika
er langur tími í pólitík segir einhvers staðar. Sjö vikur eða þar um bil eru til kosninga. Það er heil eilífð á mælikvarða stjórnmálanna.
Það er því algerlega ómögulegt að segja hvað gerist í Alþingiskosningunum 25. apríl nk. Tíminn einn leiðir það í ljós.
En það er skiljanlegt að vinstri menn geri sér von um mikla vinstri sveiflu og í ljósi þess sem á undan er gengið er ekki ólíklegt að einhver vinstri sveifla verði. Skoðanakannanir benda eindregið til þess en við mat á þeim verður þó að hafa í huga hve margir kjósenda neita að gefa upp hvað þeir hyggjast gera. Sjálfsagt eru þeir ekki einu sinni búnir að ákveða sig. Þeir bíða átekta eftir því að sjá hvernig framboðslistar stjórnmálaflokkanna verða skipaðir.
Í þau verkefni sem framundan eru þarf fólk með reynslu og þekkingu. Undir þeim formerkjum gef ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og leita eftir stuðningi í 2., 3. eða 4. sætið á listanum.
![]() |
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Æ, æ, æ
hvað þetta gengur hægt. Hvað veldur? Hafa konur ekkert skynsamlegt til málanna að leggja? Er það svo að það sé auðveldara að fá karlana í viðtöl en konurnar? Dettur fréttamönnunum alltaf fyrst í hug nöfn karlanna? Svar hef ég ekki á reiðum höndum og kannski er þetta sambland af þessu öllu saman.
Hvað er til ráða? Ekki dugir að tala um þetta. Það er búið að gera það svo árum skiptir. Umræðan virðist engu breyta.
Hér þarf athafnir í starf orða - og kannski að við konur þurfum að byrja hér hjá okkur sjálfum. Við þurfum að hafa það sem prinsip að segja ALDREI nei þegar við erum beðnar um að koma í viðtal í fjölmiðlum. Þetta prinsip setti ég mér fyrir mörgum árum. Við það hef ég staðið, nema einu sinni. Þá var ég beðin um að tjá mig um eitthvað lögfræðilegt álitaefni sem ég hafði nákvæmlega ekkert vit á, þekkti ekki og gat ekki lesið mér til um fyrir viðtalið. Og þá benti ég fréttamanninum á aðra konu sem gat tjáð sig um málið.
![]() |
78% viðmælenda ljósvakamiðla karlar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Að vera þar sem fólkið er
Mér finnst gott framtak hjá Biskupsstofu að setja upp síðu á fésbókinni. Sjálf hef ég verið á þessum afþreyingarstað frá því í júlí 2008 og haft gaman af. Þarna er ég búin að hitta gömul skólasystkin sem langt er síðan ég hitti síðast. Þarna fylgist maður með hvað vinir og ættingjar eru að bauka við. Ég veit að mörgum foreldrum finnst gott að fylgjast þarna með því sem börnin eru að fást við. Allt er þetta meira og minna saklaust og ekki verri afþreying en hver önnur.
Mér hefur fundist sérlega skemmtilegt að fylgjast með hvernig prófkjörsframbjóðendur flykkjast nú inn á fésbókina í aðdraganda prófkjörs. Og svo sjálfsagt hverfa þeir þaðan jafnskjótt og prófkjörinu lýkur. Sama gerðist með bloggið. Inn á það flykktust frambjóðendur til Alþingis í kosningunum 2007 en margir hurfu strax að afloknum kosningum. Sjálf byrjaði ég að blogga á þessum tíma, en hef haldið því stöðugt áfram, sjálfri mér til ómældrar ánægju og lesendum, vonandi, ekki til allt of mikils ama.
![]() |
Biskupinn kominn á facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Að biðjast afsökunar
Það er til stakrar fyrirmyndar að alþingismenn skuli nú hver af öðrum ganga fram fyrir skjöldu og biðja afsökunar á þætti þingsins og þingmanna í því sem úrskeiðis fór í aðdraganda bankahrunsins og þess sem á eftir fór.
Skemmtilegra hefði þó verið að þeir hefðu gert þetta fyrr, en ekki korteri fyrir prófkjör. Ég minnist einungis eins þingmanns og ráðherra sem tiltölulega fljótt ræddi opinskátt um það að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að líta í eigin barm varðandi ábyrgð á því sem gerst hefur. Það er varaformaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Flestir ef ekki allir aðrir þingmenn hafa fram til þessa lítið talið sig þurfa að tjá sig um þessi mál eða ábyrgð þingsins á því. Ég minnist þess ekki að einn einasti þingmaður eða ráðherra Samfylkingarinnar hafi talið sig bera neina ábyrgð, fyrr en fv. viðskiptaráðherra sagði af sér fimm mínútum áður en sú ríkisstjórn sprakk.
En batnandi mönnum er best að lifa.
![]() |
Sekt og sakleysi á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Augnablik ...
![]() |
Sigmundi Davíð boðin sáttahönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Stefnumót við frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Þingrof
Hvað þýðir þingrof? Getur þingið haldið áfram störfum eftir þingrof? Þetta er auðvitað spurningin sem hér er verið að velta fyrir sér.
Við stjórnarskrárbreytinguna 1991 voru allir frestir vegna þingrofs styttir. Breyting var einnig gerð til að tryggja að landið yrði aldrei þingmannslaust, þ.e. ákvæði var sett í 24. gr. stjórnarskrárinnar um að þingmenn haldi umboði sínu til kosninga.
Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu út af þessu og komst að því að að þessu var sérstaklega vikið þegar mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands árið 1991. Framsöguræðu Ólafs G. Einarssonar má í heild sinni lesa hér:
Samkvæmt frv. ber því þingrof að með þeim hætti að Alþingi er rofið þegar forseti Íslands, í reynd forsrh., tekur ákvörðun um slíkt og gerir það kunnugt með forsetabréfi, en síðan þarf að fresta þinginu til þingloka, þ.e. fram að kjördegi. Þinginu verður auðvitað ekki frestað fyrr en samþykki þess liggur fyrir, en í raun mun þó aldrei geta liðið langur tími frá því að þingrof er kunngert og þar til þingið lýkur störfum því frestir eru það stuttir fram að kosningum að þingmenn eru auðvitað knúnir til þess að ljúka þingstörfum mjög fljótlega eftir tilkynningu um þingrof.
Hér er auðvitað um mjög mikilsverða breytingu að ræða og ljóst að framvegis verða ekki slíkar stórdeilur um þingrof og verið hafa a.m.k. tvisvar, þ.e. 1931 og 1974, þegar Alþingi var rofið frá og með þeim degi þegar kunngert var um þingrofið. Við erum vissulega ekki að leggja neinn dóm á þá atburði er þá gerðust, síður en svo, en með þessu frv. er verið að leggja til að þó að Alþingi sé rofið, þá verði þingmenn ekki umsvifalaust sviptir umboði. Forsrh. hefur áfram þingrofsréttinn en hann getur ekki tekið umboðið af alþingismönnum og heldur ekki bundið enda á þingstörf fyrr en meiri hluti Alþingis veitir samþykki sitt til þess að þingstörfum verði hætt eftir þingrofs-ákvörðunina fram að kjördegi þegar nýtt umboð er veitt.
Með þessu móti erum við að reyna að tryggja að landið verði aldrei þingmannslaust og ævinlega sé unnt, ef knýjandi nauðsyn er til, að kveðja Alþingi saman til funda, jafnvel þótt áður hafi verið kunngert um þingrof, þingið lokið störfum og komið nálægt kosningum. (Leturbreyting DP.)
Í feitletraða texta framsöguræðunnar kemur skýrt fram að þingrofsrétturinn geti ekki tekið umboðið af alþingismönnum og heldur ekki bundið enda á þingstörf fyrr en meiri hluti Alþingis veitir samþykki sitt til þess að þingstörfum verði hætt eftir þingrofsákvörðunina. Það er því í höndum meirihluta Alþingis hvenær þingstörfum verður hætt.
Fyrir liggur að ríkisstjórnin er minnihlutastjórn sem situr í skjóli Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn sýnist því hafa það í hendi sér hvenær þingstörf hætta fyrir Alþingiskosningarnar 25. apríl 2009.
![]() |
Hægt að halda áfram þingstörfum eftir þingrof |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Vonandi ...
![]() |
Upplýst um skattaskjólin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi