Leita í fréttum mbl.is

Að vera þar sem fólkið er

Mér finnst gott framtak hjá Biskupsstofu að setja upp síðu á fésbókinni. Sjálf hef ég verið á þessum afþreyingarstað frá því í júlí 2008 og haft gaman af. Þarna er ég búin að hitta gömul skólasystkin sem langt er síðan ég hitti síðast. Þarna fylgist maður með hvað vinir og ættingjar eru að bauka við. Ég veit að mörgum foreldrum finnst gott að fylgjast þarna með því sem börnin eru að fást við. Allt er þetta meira og minna saklaust og ekki verri afþreying en hver önnur.

Mér hefur fundist sérlega skemmtilegt að fylgjast með hvernig prófkjörsframbjóðendur flykkjast nú inn á fésbókina í aðdraganda prófkjörs. Og svo sjálfsagt hverfa þeir þaðan jafnskjótt og prófkjörinu lýkur. Sama gerðist með bloggið. Inn á það flykktust frambjóðendur til Alþingis í kosningunum 2007 en margir hurfu strax að afloknum kosningum. Sjálf byrjaði ég að blogga á þessum tíma, en hef haldið því stöðugt áfram, sjálfri mér til ómældrar ánægju og lesendum, vonandi, ekki til allt of mikils ama.Wink


mbl.is Biskupinn kominn á facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, þú ert ekki til ama. Alltaf yfirveguð og skynsöm og hógvær.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.3.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 391627

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband