Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Laugardagur, 23. janúar 2010
Stundum
Flugmenn samþykkja verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 23. janúar 2010
Haggis er ljúffengt :-)
Haggis og viský í aðalhlutverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Óttalega
Fátæka Ísland fyrst til Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Endurskoðunar þörf?
Óskýrar reglur um laun stórmeistara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Um hvað snýst þjóðaratkvæðagreiðslan?
Einstakir þingmenn Samfylkingarinnar sega þjóðaratkvæðagreiðsluna snúast um ríkisstjórnina eða forsetann. Annað hvort ríkisstjórnin eða forsetinn verði að víkja að henni lokinni. Nú slæst formaður Sjálfstæðisflokksins í þennan hóp og segir þjóðaratkvæðagreiðsluna snúast í víðu samhengi um líf ríkisstjórnarinnar. Er einhver ástæða til að nálgast málið með þessum hætti? Atkvæðagreiðslan snýst um framtíð Íslands, að gera okkur kleift að standa við hugsanlegar lagalegar skuldbindingar, með þeim hætti að við fáum undir skuldbindingunum risið.
Ríkisstjórnin, með réttu eða röngu, taldi sér ekki annað fært en að knýja Icesave frumvörpin í gegn, fyrst hið fyrra og svo hið síðara, eftir að fyrirvarar Alþingis í hinu fyrra fengu ekki náð fyrir augum viðsemjendanna. Ýmislegt bendir til að betur hefði mátt halda á þessu Icesave máli. Fá teikn eru þó á lofti um að stjórnarandstaðan, hefði hún verið á valdastólum, hefði haldið betur á því. Í því sambandi má m.a. benda á að þingsályktunin, sem samþykkt var 5. desember 2008, sem heimilaði stjórnvöldum að ganga til samninga við Breta og Hollendinga um Icesave, var stutt og laggóð, svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.
Ekki er mikið um fyrirmæli til samninganefndarinnar eða kröfur um hvernig skyldi semja eða ekki semja. Vissulega er vísað í að semja skuli á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafi komið sér saman um. Og hver voru þau? Í fylgiskjali með þingsályktunartillögunni segir eftirfarandi undir fyrirsögninni: Umsamin viðmið:
1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/ EBE. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.
Sú ríkisstjórn sem sat í desember 2008 og raunar sú stjórnarandstaða sem þá var á Alþingi sá ekki ástæðu til að nesta samninganefndina betur en að framan greinir og alls ekki með öllum þeim fyrirvörum sem sem síðan voru af hálfu Alþingis settir í frumvarpið sumarið 2009.
Þjóðin er orðin langleið á þeim sandkassaleik sem henni hefur verið boðið upp á í sölum Alþingis við umfjöllun Icesave frumvarpanna. Nú þarf stjórn og stjórnarandstaða að snúa bökum saman og finna lausn sem lýkur þessu máli.
Margt jákvætt hefur verið sagt í hinni erlendu pressu á síðustu dögum. Ýmsir hafa talað okkar máli erlendis og svo virðist sem skilningur á okkar sjónarmiðum sé að aukast. Þennan meðbyr þarf að nýta og það tekst best ef allir leggjast á eitt, stjórn og stjórnarandstaða. Það verður ekki gert með því að tala fyrir því að kosningarnar snúist um eitthvað annað en afstöðuna til Icesave laganna.Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 11. janúar 2010
Jákvætt
Það hlýtur að vera jákvætt að stjórn og stjórnarandstaða skuli loksins vera farin að tala saman um sameiginlega aðkomu að Icesave málinu, í þeirri stöðu sem það er komið í núna, eftir synjun forseta Íslands á frumvarpinu.
Það hafa komið upp nýir fletir á þessu máli, ekki síst eftir áhugaverð viðtöl í Silfri Egils í gær. Nú skiptir máli að stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman í þágu Íslands í þessu máli, nýti sér þann meðbyr sem okkar málstaður virðist njóta og fái hagstæðari lausn en þá sem fyrir liggur.
Mjög gott skref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Það er ekki vinalaus þjóð ...
Joly harðorð í garð Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Er ekki hægt ...
að ráða þessa ágætu blaðamenn sem skrifa af þessari skynsemi sem almannatengla fyrir Ísland? Allt sem þeir segja í þessum greinum er hárrétt. Og þetta er málflutningurinn sem ríkisstjórnin hefði átt að hamra á svo mánuðum skiptir. Nær væri að taka undir sjónarmið af þessu tagi fremur en að lemja á blessuðum forsetanum sem gerði ekki annað en það sem hann varð að gera í ljósi forsögunnar.
Synjun forseta Íslands hefur sem aldrei fyrr varpað kastljósi alheimsins á Ísland og okkar ömurlegu stöðu vegna Icesave málsins. Stöðu sem við erum kúguð til að undirgangast af gömlum þrælaþjóðum eins og Bretum og Hollendingum með dyggum stuðningi landa eins og Norðurlandanna, sem við hingað til höfum talið til okkar vinaþjóða. Viðbrögð alheimsins síðustu daga hafa sett fram fjölmörg sjónarmið sem eru Íslendingum mjög hagstæð, sjónarmið sem við sjálf hefðum átt að halda á lofti en höfum ekki borið gæfu til að gera.
Væri nú ekki ráð að ríkisstjórnin færi að safna saman og beita í okkar þágu þeim fjölmörgu, prýðilegu rökum sem talsverður fjöldi útlendinga hefur sett fram máli okkar til stuðnings í staðinn fyrir að viðhalda þjónkuninni við Breta og Hollendinga?
Þegar allt kemur til alls er hugsanlegt að synjun forseta Íslands hafi verið það besta sem fyrir okkur gat komið - en ríkisstjórnin verður að kunna að beita því tækifæri, í þágu Íslands.
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Bretar og Hollendingar eiga leik
Ef eitthvað vit væri í Bretum og Hollendingum þá myndu þeir tilkynna að þeir séu tilbúnir til að samþykkja fyrirvarana sem gerðir voru með Icesave-lögunum í ágúst 2009. Um þá fyrirvara var ágæt samstaða á Alþingi, þverpólitísk. En nei, þeir vildu meira. Þeir vildu láta kné fylgja kviði, kreista blóð úr steini og neituðu að sætta sig við fyrirvarana. Jafnvel þó fyrir liggi að þeir eru ekki alveg ábyrgðarlausir af því hvernig fór, þó meginábyrgðin sé auðvitað eigenda Landsbankans. Hollendingar og Bretar hafa komið illa fram við okkur, beitt AGS fyrir sig og meira að segja Norðurlöndin kusu að standa með ofurkröfum Breta og Hollendinga. Liggur þó fyrir að lagaleg óvissa er um það hvort regluverk EB varðandi innistæðutryggingar eigi í raun við þegar um kerfishrun er að ræða.
Þjóðinni ofbauð þegar í ljós kom undir hvaða pressu ríkisstjórnin var og hvernig þjóðir sem við höfum hingað til skilgreint sem vinaþjóðir, leyfðu sér að kúga okkur til hlýðni við það sem þeim þóknaðist, þrátt fyrir alla lagalega óvissu. Sjálfsagt átti ríkisstjórnin ekki annarra kosta völ en að gera allt sem hún gat til að koma nýju Icesave frumvarpi í gegn. Augljóst var að það gerði ríkisstjórnin ekki með glöðu geði, en gerði samt. Þessi þvermóðska Breta og Hollendinga og harða afstaða gegn okkur hefur í raun knúið fram þá stöðu sem nú er upp komin. Staða mála og forsagan gerði forseta Íslands ómögulegt annað en að synja lögunum staðfestingar.
Í þessari nýju stöðu eiga Bretar og Hollendingar augljóslega möguleika á því að endurskoða afstöðu sína til fyrirvarana sem Alþingi kom sér saman um í ágúst 2009. Þeir sýnast því eiga næsta leik.
Ráðherra getur ekki undirritað ríkisábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 2. janúar 2010
Ómaklegar alhæfingar
Ekki er það með öllu rétt hjá forseta Íslands að ekkert hæfnismat fari fram á umsækjendum um dómaraembætti. Þeir sem sækja um embætti héraðsdómara eru metnir af sérstakri nefnd. Þeir sem sækja um embætti hæstaréttardómara eru metnir af Hæstarétti. Það má vissulega ræða það hvort þetta hæfnismat eigi að vera með öðrum hætti en um hæfnismat er að ræða engu að síður.
Sjálfsagt hefur það komið fyrir hjá ráðherrum í öllum flokkum að skipa í embætti, hvort sem það eru dómaraembætti eða há embætti í stjórnsýslunni, einstaklinga með "rétt" flokksskírteini. Það er hins vegar fráleitt að halda því fram að í því felist sjálfkrafa að sá hinn sami sé jafnframt vanhæfur.
Sú umræða sem forseti Íslands bryddar hér upp á er nauðsynleg. En umræða af þessu tagi verður að vera yfirveguð, án upphrópana og án ómaklegra alhæfinga.
Ólafur Ragnar: Flokksskírteinið oft mikilvægara en hæfni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi