Leita í fréttum mbl.is

Yfirlýsing vegna athugasemdar fjárfestingabankans

Vegna athugasemdar fjárfestingabankans við fréttatilkynningu minni um framboð mitt í 2. - 4. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hef ég sent eftirfarandi yfirlýsingu til fjölmiðla:

Saga Capital fjárfestingabanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttatilkynningar frá mér um framboð mitt í 2.- 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er fullyrt að bankinn sé ekki og hafi aldrei verið til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Vegna þessa vil ég upplýsa eftirfarandi:

Hinn 10. febrúar sl. lagði ríkissaksóknari fyrir efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra að hefja rannsókn á sölu þriggja stjórnarmanna í SPRON með stofnfjárbréf með hliðsjón af 248. gr. almennra hegningarlaga. Þessi lagagrein fjallar um fjársvik.

Fjárfestingabankinn hafði milligöngu um sölu stofnfjárbréfa í eigu fyrirtækisins Sundagarða ehf., sem er í eigu eins þessara stjórnarmanna sem nú sætir rannsókn. Í ljósi þessarar rannsókn gefur auga leið að aðkoma fjárfestingabankans að þeirri sölu er undir rannsókn efnahagsbrotadeildar. Þá kærði ég og sonur minn forstjóra fjárfestingabankans nýlega til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir brot á 248. gr. almennra hegningarlaga eða hlutdeild í slíku broti, fyrir umboðssvik skv. 249. gr. almennra hegningarlaga og fyrir margvísleg brot á lögum um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003 og lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Aðdragandi málsins er sá að eftir að stjórn SPRON ákvað 17. júlí 2007 að leita samþykkis stofnfjáreigenda fyrir því að breyta SPRON í hlutafélag og skrá hlutabréfin á markaði seldu þrír stjórnarmenn stofnfjárbréf í SPRON. Þessi viðskipti voru ekki tilkynnt og þess gætt að leyna þeim fyrir stofnfjáreigendum. Einkahlutafélag í minni eigu keypti 20. júlí 2007 stofnfjárbréf af umræddum fjárfestingabanka, bréf sem síðar kom í ljós að fjárfestingabankinn hafði keypt nánast á sama augnabliki af Sundagörðum ehf, fyrirtæki í eigu stjórnarmanns í SPRON.

Þegar í ljós kom í byrjun nóvember 2007 að stjórnarmaður í SPRON í nánum tengslum við fjárfestingarbankann var upphaflegur seljandi stofnfjárbréfanna rifti félag mitt kaupunum og síðan hafa staðið málaferli milli félags míns og fjárfestingabankans.

Aðalmeðferð í málinu var 25. febrúar sl. í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í vitnisburði forstjóra fjárfestingabankans fyrir dómi kom fram að stjórnarmaðurinn í SPRON óskaði þess 18. júlí 2007, daginn eftir áðurnefndan stjórnarfund, að fjárfestingabankinn keypti af fyrirtæki sínu, Sundagörðum ehf., öll stofnfjárbréf í eigu fyrirtækisins í SPRON. Sagðist forstjórinn hafa ráðið stjórnarmanninum frá að selja öll stofnfjárbréf sín, en niðurstaðan varð sú að hann seldi fyrir um 2 milljarða króna. Þetta gerði hann hafandi aðgang að upplýsingum, m.a. um aðferðir og forsendur í verðmati Capacent, umfram það sem markaðurinn vissi. Hann lét nægja að afla heimildar regluvarðar SPRON en tilkynnti öðru leyti ekki um þessi viðskipti, sem voru staðfest á stjórnarfundi SPRON nokkrum dögum síðar. Í vitnisburði forstjórans kom fram að frá endanlegu samkomulagi við stjórnarmanninn í SPRON var ekki gengið fyrr en eftir að forstjórinn sjálfur hafði frumkvæði að því að bjóða félagi mínu umtalsvert magn stofnfjárbréfa til kaups og lána fyrir öllu sem keypt yrði. Eins og áður segir er umræddur stjórnarmaður í SPRON eigandi fyrirtækisins Sundagarðar ehf. sem var og er 2. stærsti eigandi fjárfestingabankans og situr maðurinn nú í stjórn fjárfestingarbankans.

Af þessu má vera ljóst að stjórnarmaður í fjárfestingabankanum og næst stærsti eigandi bankans sætir nú lögreglurannsókn að fyrirlagi ríkissaksóknara vegna gruns um fjársvik. Forstjóri fjárfestingarbankans hefur verið kærður til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna meintra brota á almennum hegningarlögum, lögum um verðbréfaviðskipti og lögum um fjármálafyrirtæki.

Dögg Pálsdóttir, 4. mars 2009

 


mbl.is Segja enga rannsókn í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 391629

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband