Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ábyrgðin?

Ofurtekjur bankamannanna voru m.a. réttlættar með því að þeir bæru svo óskaplega mikla ábyrgð. Í hverju hefur öll sú ábyrgð birst núna eftir hrunið? Ég bara spyr ...
mbl.is 17 bankamenn með meira en 5 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk ekki að tala saman?

Eigum við að trúa því að það hafi ekki verið fyrr en í gær sem það kom fram að töf á afgreiðslu Icesave á Alþingi tefði lánin frá Norðurlöndunum. Af hverju eru Norðurlöndin, sem hafa hingað til talist til okkar vinaþjóða, að leggjast á sveif með Bretum og Hollendingum gegn okkur. Eða eins og enskurinn segir: With friends like that, who needs enemies?

Ég er sjálfsagt ekki ein um að finnast að stjórnvöld séu ekki að segja almenningi í landinu alla söguna um tengsl Icesave við allt annað sem er að gerast.  Af hverju má ekki bara segja okkur að staða mála sé sú að ef við látum ekki kúga okkur í Icesave þá séum við alein í heiminum, vinalaus og bjargarlaus? Hvaða tilgangi þjónar það að leyna okkur þessu?


mbl.is Icesave tefur endurskoðun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misvísandi fréttir

Fjármálaráðherra segir ekkert vanta upp á að efnahagsáætlunin íslenska sé tilbúin. Það hefur hann sagt lengi. Talsmaður AGS sagði í kvöldfréttum útvarpsins að hún skildi ekki af hverju málefni Íslands hefðu verið sett á dagskrá fundarins nk. mánudag. Löngu væri ljóst að málið væri ekki tilbúið til umfjöllunar hjá stjórninni. Einhvern veginn hef ég tilhneigingu til að trúa fjármálaráðherra og að þessi seinkun hjá AGS sé einhver biðleikur meðan verið er að sjá hvernig Icesave málinu reiðir af á Alþingi. Það er vont að hafa málefni Íslands í höndum aðila eins og AGS sem maður hefur misst alla trú á og sem maður hefur sterkt á tilfinningunni að gangi erinda annarra þjóða, gegn okkur.
mbl.is Vonast eftir láni í lok ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmaður?

Sérkennilegt að titla manninn "auðmann" í þessari frétt. Tæpast titlar hann sig þannig sjálfur, eða hvað? 

Það hlýtur að vera einfalt mál að finna út hvor hefur rétt fyrir sér, "auðmaðurinn" eða Stöð 2. Ekki verður betur séð en að "auðmaðurinn" sé í yfirlýsingu sinni að kalla eftir því að þeir opinberu aðilar, sem hafa gögnin í höndunum, staðfest hans frásögn. Er þá ekki best að þeir geri það? Bankaleynd er tæpast hægt að bera lengur fyrir sig þegar opinberlega er búið að kalla sérstaklega eftir birtingu upplýsinganna.


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sýtum við það ...

Gordon Brown gerði okkur mikinn óleik í október sl. þegar hann skellti á okkur hryðjuverkalögum. Afleiðingarnar eru þekktar og hafa síst bætt þá stöðu sem Ísland er í. Því fyrr sem þessi maður hverfur úr embætti forsætisráðherra í Bretlandi, því betra. En hann virðist eiga í miklum erfiðleikum með að lesa það sem skrifað er á vegginn. Hann á það sameiginlegt með fjölmörgum öðrum stjórnmálamönnum.
mbl.is Vinsældir Browns minnka enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarar undan

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar stöðugt. Það er kannski ekki við öðru að búast. Fátt af því sem ríkisstjórnin er að gera um þessar mundir er til vinsælda fallið.

Ég hef áður bloggað um það að hið eina rétta í stöðunni nú er að mynda þjóðstjórn. Þau verkefni sem framundan eru kalla á breiða pólitíska samstöðu. Því fyrr sem horfst verður í augu við þá staðreynd því betra.


mbl.is Ríkisstjórnin með 43% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað annað?

Frestunin á Icesave og margvíslegar vísbendingar um að ekki sé meirihluti á Alþingi fyrir ríkisábyrgð á Icesave virðist AGS ekki þóknanleg. Ef AGS afgreiðir ekki okkar mál á mánudaginn nk. bendir allt til þess að AGS sé í raun rukkari fyrir Breta og Hollendinga vegna Icesave. Það er þá ekki í fyrsta sinn sem AGS er beitt gegn okkur í þágu þessara landa. Það hefur gerst fyrr í þessum ferli.
mbl.is Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað

gerir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra nú?
mbl.is ESB-umsókninni vísað áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengdur?

Frá öllum öðrum en ráðherra í ríkisstjórn væru þessi ummæli hugsanlega skiljanleg og jafnvel afsakanleg. En þar sem Jón Bjarnason er ráðherra þá benda ummælin til að hann sé algerlega ótengdur við það sem ríkisstjórnin, sem hann situr í, er að gera.
mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við

þessi ummæli Atla Gíslasonar alþingismanns er engu hægt að bæta öðru en því að segja: Hjartanlega sammála.
mbl.is Vill að AGS leggi spilin á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband