Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Slæm frétt
Ég velti fyrir mér hvort ástæða þess að okkur hefur farið aftur á síðustu fimm árum kunni að vera sú að við gefum okkur minni tíma en áður til að lesa með börnum og hlusta á þau lesa upphátt.
Þegar herra Sigurbjörn Einarsson biskup fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir stuttu þá kom hann inná þetta og undirstrikaði nauðsyn þess að nenna því að tala af viti við börn, leiðrétta ambögur, kenna þeim fallegt orðalag og falleg vers. Hans skilaboð voru skýr. Ég held að þessi frétt árétti þau skilaboð og mikilvægi þeirra.
Lesleikni íslenskra barna í meðallagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Saklaus þar til sekt er sönnuð
Af hverju hefur TR ekkert gert í 14 ár? Mér finnst það mikilvægasta atriðið í þessari frétt, þótt vissulega séu þær alvarlegar sakirnar sem á heilbrigðisstarfsmanninn eru bornar. Í því sambandi verðum við að muna að enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð.
TR þarf að útskýra með trúverðugri hætti en hér er gert í þessari frétt af hverju þeir hafa setið með hendur í skauti í 14 ár gagnvart grunsemdum um alvarleg fjársvik úr opinberum sjóðum. Af hverju var málinu ekki fyrir löngu kært til lögreglu?
Grunur um 200 milljóna króna svik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. nóvember 2007
Blessun fylgir barni hverju
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Ingunnarskóla (hér) eru starfsmen samtals 72 (43 kennarar og 29 starfsmenn). Mér reiknast því til að kringum 28 % starfsmanna Í Ingunnarskóla hafi eignast börn á rúmu ári.
Ég sé ekki betur en að starfsmenn á mínum vinnustað slái þessa frjósemi út. Á vinnustaðnum hafa að jafnaði starfað 10 starfsmenn síðustu 12 mánuði. Frá apríl til október fæddust starfsmönnum þrjú börn og hið fjórða mun fæðast í janúar nk. Þar með hafa 40% starfsmanna eignast börn á 10 mánuðum. Ef tekið yrði með í reikninginn að tveir þessara tíu starfsmanna eru komnar úr barneign miðað við hefðbundnar skilgreiningar (50+) þá hækkar frjósemishlutfallið enn. Ef litið er lengra aftur í tímann þá verður staðan sú í janúar nk. að starfsmönnum vinnustaðarins hafa fæðst sex börn á tveimur árum og þremur mánuðum. Er það ekki rúmlega hálft knattspyrnulið? Geri aðrir vinnustaðir betur.
Starfsmenn eignuðust hátt í 20 börn á rúmu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 24. nóvember 2007
Skýrður og óútskýrður launamunur kynjanna
Sá launamunur sem skiptir mestu og sem þarf að ráðast á er óútskýrður launamunur karla og kvenna. Hér er ágætis útskýring á launamun kynjanna og mati á tölfræðilegum upplýsingum um hann. Þar kemur fram að samanburður á launum kynjanna eftir upplýsingum úr skattframtölum, en á þeim byggði rannsóknin sem um er fjallað í fréttinni, er óleiðréttur samanburður. Einhver framtíðarspá byggð á óleiðréttum samanburði á launum karla og kvenna sýnist því lítið annað en samkvæmisleikur, svo lítið mark er á henni takandi.
Óútskýrður launamunur kynjanna er skv. síðustu rannsóknum kringum 10-12% (sjá hér). Þeim mun þarf að eyða. Ef menn einbeita sér að því að eyða þeim launamun þá tekst það á örfáum árum.
Launajafnrétti árið 2072? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Óþarfa viðkvæmni?
Orðin ráðherra og sendiherra særa ekki málkennd mína. Ég held að kröftum okkar í jafnréttisbaráttunni sé mun betur varið í að einbeita okkur að einhverju þarfara en þessu, t.d. því að jafna hlutfall kynjanna alls staðar þar sem misvægi er í slíkum hlutföllum, auka umræðuna um jafnréttismál, t.d. jafna stöðu foreldra gagnvart börnum sínum. Svo ekki sé minnst á óútskýrðan launamun kynjanna.
Ég er sannfærð um það að þeir ágætu einstaklingar, karlar og konur, sem eru ráðherrar og sendiherrar eru stoltir af því að mega með réttu bera þessi starfsheiti og láta ,,herra" partinn í því ekki trufla sig.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Lýsa yfir sigri og hætta II
Það fór eins og mig grunaði. Forystumaður VG knúði fram sátt í anda þess sem hún boðaði í Morgunblaðsviðtali í gær. OR knúin til að lýsa yfir ólögmæti fundar sem allir mættu á og tóku þátt í og síðan fékk hún málskostnað sinn frá OR. Fróðlegt verður að fá upplýst hvað þessi málarekstur hennar hefur í heild kostað Reykvíkinga, sem eigendur OR.
Ég veit eiginlega ekki hvaða orð maður á að hafa um vinnubrögð af þessu tagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 18. nóvember 2007
Lýsa yfir sigri og hætta.
Forystumaður VG beitir greinilega aðferð sem Johnson og Nixon var ráðlagt þegar Bandaríkin áttu í Víetnam-stríðinu. Hún lýsir yfir sigri og hættir. Öllum má þó ljóst vera að hún er með gjörtapað mál.
Það verður fróðlegt að fylgjast með sáttinni sem forystumaðurinn mun knýja fram við OR. Miðað við dómaframkvæmd þá hafði forystumaður VG aldrei lögvarða hagsmuni af því að fá dóm í máli sínu. Atburðarásin frá því að hún höfðaði málið skiptir engu í því sambandi, eins og forystumaðurinn sjálfur virðist halda. Miðað við viðtalið þá ætlar hann í krafti stöðu sinnar hjá Reykjavíkurborg líka að knýja það fram að í sáttinni felist viðurkenning á því að fundurinn hafi verið ólögmætur. Og svo mun hún sjálfsagt semja um, eins og ég hef áður bent á, að OR greiði fyrir hana lögmannskostnaðinn.
Ég veit eiginlega ekki hvaða orð maður á að hafa um vinnubrögð af þessu tagi.
Svandís tilbúin til sátta í dómsmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Sátt?
Það er skiljanlegt að menn vilji gera forystumanni VG í borgastjórn kleift að ljúka án dóms því máli sem hann höfðaði.
Fundurinn virðist ólöglega boðaður miðað við þær reglur sem giltu um boðun fundar. Engu að síður mættu til fundar allir sem á fundinum áttu að vera og tóku þátt í fundarstörfum. Í 4. mgr. 83. gr. laga um meðferð einkamála segir að ef stefndi sækir þing við þingfestingu máls breytir engu þótt stefna hafi ekki verið birt eða komið á framfæri við hann, galli hafi verið á birtingu eða birt með of skömmum fyrirvara. Sem sé, það er ákveðin meginregla að þótt boðun sé ólögmæt þá getur eftirfarandi málsmeðferð verið lögmæt ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta mæta til að gæta hagsmuna sinna, þrátt fyrir ólögmæta boðun.
Frávísunarkrafa OR bendir til að málið geti ekki fengið efnislega úrlausn - enda vandséð hvernig forystumaður VG getur átt lögvarða hagsmuni af því að fá dóm í þessu máli. Það er athyglisvert, sem fram hefur komið, að OR gerði ekki málskostnaðarkröfu á forystumanninn. Það er óvenjulegt í dómsmáli að stefndi geri ekki málskostnaðarkröfu á stefnanda. Ætli sáttin felist einnig í því að OR greiði lögmannskostnað forystumannsins líka?
Falið að leita sátta í dómsmáli OR og Svandísar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Verðugur verðlaunahafi
Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Ónákvæm frétt
Hún er býsna ónákvæm þessi frétt, hvort sem þar er um að kenna blaðamanninum sem fréttina skrifaði eða lélegri fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Embætti borgarritara er gamalt embætti hjá Reykjavíkurborg sem R-listinn lagði niður 2004-2005 í einni af fjölmörgum stjórnkerfisbreytingum sem sá meirihluti beitti sér fyrir. Það var ekki stofnað fyrr á þessu ári eins og fullyrt er í fréttinni heldur endurvakið af nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í vor (sbr. þessa frétt). Nýr R-listi er ekki fyrr búinn að taka við en hann leggur embættið niður aftur. Eru engin brýnni verkefni til að sinna en þetta?
Embætti borgarritara lagt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi