Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Borga og brosa

Langlundargeð íslenskra neytenda er með ólíkindum. Borga og brosa - það er það sem íslenskir neytendur virðast hafa ákveðið að sé hlutskipti sitt og láta allt yfir sig ganga. 

Í skjóli þessa hækka olíufélögin eina ferðina enn eldsneytisverð um leið og einhverjar breytingar verða á gengi eða olíuverði í útlöndum til hækkunar. Eru aldrei neinar birgðir á gamla verðinu í landinu sem þarf að klára þegar hækkun er annars vegar? Ekki minnist ég þess að félögin séu jafnsnögg að lækka verðið þegar ytri aðstæður réttlæta það. 


mbl.is Orkan hækkar einnig eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gyllt rós

Það var góð stund í hádeginu í Alþingishúsinu þegar við nokkrar Zontakonur frá Reykjavík og Hafnarfirði festum í alþingismenn gyllta rósarnælu. Þessa nælu ætlum við að selja um helgina í helstu verslunarkjörnum á Reykjavíkursvæðinu. Zontaklúbbar á Selfossi, Akureyri og Ísafirði selja í sinni heimabyggð. Allur ágóði af sölu rósarnælunnar rennur til starfsemi Stígamóta í þjónustuverkefnið "Stígamót á staðinn" og til systursamtaka Stígamóta úti á landi.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Zonta alheimsamtök kvenna í ýmsum störfum sem hafa það að leiðarljósi að bæta lagalega og stjórnmálalega stöðu kenna og auka réttindi kvenna til menntunar og betra heilbrigðis hvar sem er í heiminum (sjá hér). Zontasamtökin styðja hjálparstarf í þágu kvenna og barna bæði í heimabyggð og á alþjóðlegum vettvangi. Flest alþjóðleg verkefni Zonta eru unnin í samvinnu við UNIFEM eða UNICEF. Á Íslandi eru Zontaklúbbarnir sjö talsins, tveir í Reykjavík, einn í Hafnarfirði, einn á Selfossi, tveir á Akureyri og einn á Ísafirði.

Ég vona að sem flestir sem hitta okkur Zontakonur um helgina kaupi af okkur næluna sem er hin fallegasta og styrki um leið þarft málefni.


Dökk föt

Í boðskorti, sem ég sá, stóð um klæðaburð í boðinu: Dökk föt. Ég varð nokkuð hugsi yfir þessum fyrirmælum. Mér finnst þessi klæðaburðarlýsing mjög karllæg og eiginlega varla hægt að nota hana þegar fyrir liggur að gestir eru bæði karlar og konur. 

Við eigum prýðileg orð: Samkvæmisklæðnaður eða spariklæðnaður, sem bæði vísa til klæðaburðar beggja kynja. 

Bara vinsamleg ábending til þeirra sem bjóða til veislu með boðskorti og vilja setja fyrirmæli um klæðaburð á kortið. Wink


Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband