Leita í fréttum mbl.is

Að biðjast afsökunar

Það er til stakrar fyrirmyndar að alþingismenn skuli nú hver af öðrum ganga fram fyrir skjöldu og biðja afsökunar á þætti þingsins og þingmanna í því sem úrskeiðis fór í aðdraganda bankahrunsins og þess sem á eftir fór.

Skemmtilegra hefði þó verið að þeir hefðu gert þetta fyrr, en ekki korteri fyrir prófkjör. Ég minnist einungis eins þingmanns og ráðherra sem tiltölulega fljótt ræddi opinskátt um það að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að líta í eigin barm varðandi ábyrgð á því sem gerst hefur. Það er varaformaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Flestir ef ekki allir aðrir þingmenn hafa fram til þessa lítið talið sig þurfa að tjá sig um þessi mál eða ábyrgð þingsins á því. Ég minnist þess ekki að einn einasti þingmaður eða ráðherra Samfylkingarinnar hafi talið sig bera neina ábyrgð, fyrr en fv. viðskiptaráðherra sagði af sér fimm mínútum áður en sú ríkisstjórn sprakk.

En batnandi mönnum er best að lifa.


mbl.is Sekt og sakleysi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 391646

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband