Leita í fréttum mbl.is

Þingrof

Hvað þýðir þingrof? Getur þingið haldið áfram störfum eftir þingrof? Þetta er auðvitað spurningin sem hér er verið að velta fyrir sér.

Við stjórnarskrárbreytinguna 1991 voru allir frestir vegna þingrofs styttir. Breyting var einnig gerð til að tryggja að landið yrði aldrei þingmannslaust, þ.e. ákvæði var sett í 24. gr. stjórnarskrárinnar um að þingmenn haldi umboði sínu til kosninga.

Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu út af þessu og komst að því að að þessu var sérstaklega vikið þegar mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands árið 1991. Framsöguræðu Ólafs G. Einarssonar má í heild sinni lesa hér:

Samkvæmt frv. ber því þingrof að með þeim hætti að Alþingi er rofið þegar forseti Íslands, í reynd forsrh., tekur ákvörðun um slíkt og gerir það kunnugt með forsetabréfi, en síðan þarf að fresta þinginu til þingloka, þ.e. fram að kjördegi. Þinginu verður auðvitað ekki frestað fyrr en samþykki þess liggur fyrir, en í raun mun þó aldrei geta liðið langur tími frá því að þingrof er kunngert og þar til þingið lýkur störfum því frestir eru það stuttir fram að kosningum að þingmenn eru auðvitað knúnir til þess að ljúka þingstörfum mjög fljótlega eftir tilkynningu um þingrof.
    Hér er auðvitað um mjög mikilsverða breytingu að ræða og ljóst að framvegis verða ekki slíkar stórdeilur um þingrof og verið hafa a.m.k. tvisvar, þ.e. 1931 og 1974, þegar Alþingi var rofið frá og með þeim degi þegar kunngert var um þingrofið. Við erum vissulega ekki að leggja neinn dóm á þá atburði er þá gerðust, síður en svo, en með þessu frv. er verið að leggja til að þó að Alþingi sé rofið, þá verði þingmenn ekki umsvifalaust sviptir umboði. Forsrh. hefur áfram þingrofsréttinn en hann getur ekki tekið umboðið af alþingismönnum og heldur ekki bundið enda á þingstörf fyrr en meiri hluti Alþingis veitir samþykki sitt til þess að þingstörfum verði hætt eftir þingrofs-ákvörðunina fram að kjördegi þegar nýtt umboð er veitt.
    Með þessu móti erum við að reyna að tryggja að landið verði aldrei þingmannslaust og ævinlega sé unnt, ef knýjandi nauðsyn er til, að kveðja Alþingi saman til funda, jafnvel þótt áður hafi verið kunngert um þingrof, þingið lokið störfum og komið nálægt kosningum. (Leturbreyting DP.)

Í feitletraða texta framsöguræðunnar kemur skýrt fram að þingrofsrétturinn geti ekki tekið umboðið af alþingismönnum og heldur ekki bundið enda á þingstörf fyrr en meiri hluti Alþingis veitir samþykki sitt til þess að þingstörfum verði hætt eftir þingrofsákvörðunina. Það er því í höndum meirihluta Alþingis hvenær þingstörfum verður hætt.

Fyrir liggur að ríkisstjórnin er minnihlutastjórn sem situr í skjóli Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn sýnist því hafa það í hendi sér hvenær þingstörf hætta fyrir Alþingiskosningarnar 25. apríl 2009.


mbl.is Hægt að halda áfram þingstörfum eftir þingrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 391659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband