Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2010

Grín og leikur ađ tölum

Er Besti flokkurinn grín eđa ekki grín? Ţađ kemur í ljós á nćstu dögum. Ég sé hins vegar ekki betur en ađ frambjóđendur hans séu skynsamir einstaklingar međ reynslu úr atvinnulífinu. Eru ţeir ekki góđ viđbót viđ atvinnustjórnmálamennina sem fyrir sitja?

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur ađ mörgu leyti stađiđ sig vel síđustu tćpu tvö árin. Hún hefur innleitt ný vinnubrögđ sem margir kunna ađ meta. Hún hefur tryggt ađ ţokkalegur friđur hefur veriđ um borgarmálin. Ţađ eru borgarbúar ţakklátir fyrir eftir skrípaleikinn sem ţeim var bođiđ upp á fyrri hluta kjörtímabilsins ţegar ţrír ef ekki fjórir borgarstjórar voru á launum um hríđ.

Viđbrögđ borgarstjórans viđ kosningaúrslitunum ollu ţví örugglega fleirum en mér vonbrigđum. Sjálfstćđisflokkurinn í Reykjavík vann engan sigur í borgarstjórnarkosningunum í gćr, ekki einu sinni varnarsigur. Stađreyndin er ađ Sjálfstćđisflokkurinn í Reykjavík fékk 20.006 atkvćđi. Ţađ er 7.817 atkvćđum fćrra en flokkurinn fékk í borgarstjórnarkosningunum 2006. Vissulega eru ţađ 4.287 fleiri atkvćđi en flokkurinn fékk samtals í báđum Reykjavíkurkjördćmunum í alţingiskosningunum 2009. En er ţađ bođlegt ađ bera saman borgarstjórnarkosningar og alţingiskosningar í Reykjavík í ljósi áratugasérstöđu Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík? Ţađ er einnig fyrir neđan virđingu stjórnmálamanns ađ segjast hafa unniđ skođanakannanir.

Viđbrögđ annarra oddvita fjórflokksins í Reykjavík voru litlu skárri. Oddviti Samfylkingarinnar virtist ekki vita hvađan á sig stóđ veđriđ. Oddviti Vinstri grćnna taldi ţađ ósanngjarnt ađ ađ mađur nr. 2 skyldi ekki ná inn. Hann hefđi unniđ ađ svo mörgum góđum málum fyrir Reykjavík. Sjálf taldi hún ţó mjög mikilvćgt í forvali Vinstri grćnna ađ fella hann úr fyrsta sćtinu. Oddviti Framsóknarflokksins var nćst ţví ađ halda haus og tókst ađ slá á létta strengi. Hann fékk plús fyrir ţađ.

Oddvitar fjórflokksins á landsvísu virtust litlu skárri ţegar viđ ţá var talađ. Afneitunin algjör. Ekki var ađ heyra ađ nokkur hefđi tapađ. Ţađ eru nákvćmlega viđbrögđ af ţessu tagi sem kjósendur vilja ekki láta bjóđa sér. 

 


mbl.is Besti flokkurinn stćrstur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skiljanlegt

Reykvíkingar hafa haft fjóra borgarstjóra á ţví kjörtímabili sem er ađ líđa, fjóra meirihluta. Allt virđist ţó hafa gengiđ eđlilega fyrir sig í borginni. Grunnskólarnir, leikskólarnir, öll ţjónustan sem Reykjavík rekur, hefur ţrátt fyrir ţetta haldiđ áfram. Ţađ virđist engu skipta hvađa skipstjóri er í brúnni í Reykjavík. Enda er öflugt og gott embćttismannakerfi í Reykjavík. Ţetta sjá reykvískir kjósendur og draga sínar ályktanir. Reykvíkingar treysta ekki lengur fjórflokknum. Reykvíkingar virđast tilbúnir til ađ gefa nýjum og óţekktum flokki tćkifćri. Enda bendir reynslan til ađ ţessi nýi flokkur geti varla stađiđ sig verr í Reykjavík en fjórflokkurinn hefur gert síđustu fjögur árin.

Vissulega spila landsmálin inn í. Sjálfstćđisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru rúnir trausti og virđist sem illa ćtli ađ ganga fyrir ţá ađ endurheimta ţađ traust. Samfylkingin og Vinstri grćnir hafa valdiđ landsmönnum miklum vonbrigđum. En sá fáránleiki sem borgarfulltrúar leyfđu ađ gerast í borgarmálunum síđustu fjögur árin er stćrsta skýringin á ţeirri stöđu sem upp er komin í Reykjavík. Ţađ ţýđir ekkert fyrir borgarfulltrúa fjórflokksins ađ kenna einhverjum öđrum um ţetta. Ţeim tókst ţetta allt saman sjálfum. 


mbl.is Mikiđ forskot Besta flokksins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband