Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ólíkt hafast þeir að

Hér hækkar Seðlabankinn stýrivexti upp í 18%. Við erum þar með með hæstu stýrivexti á byggðu bóli, a.m.k. í hinum vestræna heimi. Á sama tíma keppast aðrir seðlabankar við að lækka stýrivexti, til að hleypa lífi í efnahagslífið ef ég skil röksemdirnar rétt. Ég heyrði einhvers staðar þá skýringu að þessi hækkun hjá okkur væri nauðsynleg til að bjarga krónunni. Heyrði svo viðtal í kvöldfréttunum við Lilju Mósesdóttur hagfræðing sem sagði gjaldmiðilinn í S-Kóreu, minnir mig, hafa fallið um 50% við sambærilegar kringumstæður, þrátt fyrir mikla hækkun stýrivaxta þar. Gott væri nú ef einhver glöggur og skýr maður gæti útskýrt fyrir okkur Íslendingum af hverju hækka þarf stýrivexti hér á sama tíma og þeir eru lækkaðir alls staðar annars staðar. 
mbl.is Vextir lækkaðir í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur þá IMF ekkert lært?

Ef rétt er að  krafa IMF um háa vexti hafi valdið töluverðum skaða í fyrri björgunargerðum sjóðsins, svo sem í Asíukreppunni þá hlýtur maður að spyrja hvort sjóðurinn hafi ekkert lært. Og getum við ekkert sagt við skilyrðum sem allir telja óskynsamleg?


mbl.is Hækkun stýrivaxta mun ekki virka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir í raun

Með þessu sýna Færeyingar að þeir eru vinir í raun. Og þekkja vanda eins og þann sem við stöndum nú í af eigin reynslu.
mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

hverju orði sem hér kemur fram hjá varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins 2007 segir m.a.:

Ísland er Evrópuríki og saga þjóðarinnar og menning er evrópsk. Í því ljósi og vegna hinna miklu viðskiptahagsmuna er nauðsynlegt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.

Gerbreyttar aðstæður kalla á nýja skoðun - enda ekki hægt að skilja orðalagið "sífellt í skoðun" með öðrum hætti en þeim að sú skoðun geti þurft að fara fram jafnvel milli landsfunda.


mbl.is Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi?

Foreldranefnd félagsmálaráðherra hélt í dag fjölmennt málþing um fjölskyldumál á Íslandi. Þar var fjallað um félagslega, lagalega og fjárhagslega stöðu barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum. Ég var með innlegg í lagapartinum og gerði þar m.a. grein fyrir lagafrumvarpi mínu, sem því miður dagaði uppi á síðasta þingi. Vonandi gefst mér færi á að endurflytja það á komandi vetri.

Að öðrum mjög góðum erindum ólöstuðum (missti raunar af fyrsta partinum vegna annarra starfsskyldna) fannst mér athyglisverðast innlegg Jóhanns Loftssonar sálfræðings, en hann hefur um árabil séð um sáttameðferð hjá sýslumannsembættum. Hann var þar með áhugaverða punkta og dró ábendingar sínar saman í að í framkvæmdinni væri hnefaréttinum umbunað, samningar væru látnir standa þótt annað foreldrið brjóti hann og það vantaði vald til inngrips í erfiðustu málin.

Það jákvæða í þessu öllu er að flestir foreldrar bera gæfu til að leysa mál sín með samkomulagi og hafa hagsmuni barnanna í forgrunni. Það neikvæða er að í erfiðustu deilunum eru við ekki með nein úrræði sem í raun virka. Því þarf að mínu mati að breyta og það sem fyrst. Það er óþolandi að foreldri, í skjóli yfirvalda í raun, af því að þau gera ekkert, brjóti á hinu foreldrinu, algerlega að tilefnislausu.

Og til að forðast misskilning - ég er hér að tala um vanmátt til að taka á tilefnislausum umgengnistálmunum. Umgengnistálmanir geta stundum, í undantekningartilvikum, verið réttlætanlegar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hámark vitleysunnar?

Er nú ekki skynsamlegra hjá Palin að nota fötin fram yfir kosningar? Það er jú búið að borga þau. Ekki sýnist mér hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður ráða för hjá varaforsetaefninu. 
mbl.is Sarah Palin kastar fínu fötunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikskorn

Ég skil vel þá sem eru óhressir með að breskar herflugvélar eigi að koma hingað í desember nk. í loftrýmisgæslu. Sú hugmynd mun hafa verið viðruð að láta bresku herflugvélarnar koma og svo kyrrsetja þær fyrir hugsanlegum kröfum Íslendinga vegna alls tjóns sem Bretar hafa valdið okkur á síðustu vikum. Finnst sú hugmynd eiginlega það eina sem réttlætt geti komu Bretanna. 
mbl.is Móðgun ef Bretarnir koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki

einmitt partur af því sem fara þarf rækilega yfir þegar leitað verður skýringa á því ástandi sem hér er í dag?
mbl.is Baksvið: Viðvörunarljósin leiftruðu í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í orði og verki

Ríkisstjórnin setti metnaðarfull markmið í jafnréttismálum vorið 2007 þegar hún tók við stjórnartaumunum. Atvik hafa nú háttað því svo til að þrír bankar eru aftur orðnir ríkisbankar. Fyrirfram hefði maður því haldið að þar fengist óvenjulega kjörið tækifæri fyrir ríkið til að sýna framkvæmd jafnréttisstefnunnar í verki, enda hygg ég að allir bankarnir séu yfirfullir af mjög hæfum stjórnendum, konum jafnt sem körlum. Skipurit allra bankanna ætti því að geta sýnt nokkuð jöfn hlutföll karla og kvenna í æðstu stjórnendastöðum.

Reyndin er önnur: Af ellefu stjórnendum nýja Landsbankans eru tvær konur og er önnur þeirra bankastjórinn, Elín Sigfúsdóttir (skipurit nýja Landsbankans er hér). Af 12 stjórnendum nýja Glitnis eru fjórar konur, þ.á m. bankastjórinn Birna Einarsdóttir(skipurit nýja Glitnis er hér). Skipurit nýja Kaupþings var birt í gær og enn birtist sama mynd. Af 11 stjórnendum eru tvær konur (skipurit nýja Kaupþings er hér). 

Ég hef margsinnis sagt: Ef ríkið gengur ekki á undan með góðu fordæmi í jafnréttismálum er ekki hægt að ætlast til að aðrir geri það. Eftir höfðinu dansa limirnir. Við endurskipulagningu bankanna undir forystu ríkisins gafst óvenjulega kjörið tækifæri til að jafna kynjahlutföllin í æðstu stjórnunarstöðum. Bágt á ég með að trúa því að í öllum þessum stóra hópi starfsmanna bankanna þriggja hafi ekki verið unnt að finna fleiri konur til að skipa æðstu stöðurnar. Og svo er auðvitað umhugsunarefni að bankastjóri nýja Kaupþings, sem er karlmaður, skuli vera með 200 þús. kr. hærri laun en konan sem skipar bankastjórastólinn í nýja Glitni. Einhverja skýringu hljótum við að þurfa á því.


mbl.is Vöxtur síðustu þriggja ára horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurómun almenningsálitsins

Ég hygg að félags- og tryggingamálaráðherra sé hér að segja upphátt það sem þorri almennings er að hugsa. Viðfangsefni bankastjóra nýju bankanna eru gríðarleg og flókin, ekki ætla ég að gera lítið úr því. En launakjör þeirra hljóta að eiga að vera í takt við launakjör hjá ríkinu. Ég veit ekki betur en að fjöldi embættismanna sé nú að glíma líka við gríðarleg og flókin viðfangsefni vegna stöðu mála. Í sjónvarpsfréttum í gær kom fram að uppgefin laun bankastjóra Nýja Kaupþings eru hærri en laun forseta Íslands og tæplega tvöföld laun ráðherra. Einhvern veginn held ég að flestum finnist það ekki eðlilegt.
mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband