Leita í fréttum mbl.is

Kostnaður við prófkjör

Það er nú ekki aðalmálið hvort við frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins getum sent einn eða fleiri tölvupósta á flokksbundna sjálfstæðismenn fyrir prófkjörið. Aðalmálið er það að Valhöll hefur lagt mikið kapp á það að gera frambjóðendum í prófkjöri kleift að kynna sig og áherslumál sín án þess að stofna til óheyrilegra fjárútláta. 

Í Reykjavík eru samtals fimm kynningarfundir með frambjóðendum í prófkjöri, tveir á vegum hverfafélaganna, einn á vegum Hvatar, einn á vegum Heimdallar og einn á vegum flokksins. Þá gefur flokkurinn út kynningarblað þar sem hver og einn frambjóðandi fær eina síðu til að kynna sig og stefnumál sín. Í opnu blaðsins er stutt kynning á öllum frambjóðendum. Blaðið verður borið í hvert hús í Reykjavík, sennilega á föstudag. Þá hefur verið opnuð heimasíða www.profkjor.isþar sem hver og einn frambjóðandi á öllu landinu er með sitt heimasvæði. Jafnframt eru þar kynningarmyndbönd frá öllum frambjóðendunum (mitt vantar að vísu ennþá af ókunnum ástæðum) og tenglar á heimasíður, bloggsíður og fésbókarsíður frambjóðenda.

Öll þessi kynning er ómetanleg fyrir frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, ekki síst fyrir frambjóðanda eins og mig sem hef ákveðið að verja ekki fúlgum fjár vegna framboðs míns. Ég hef áður bloggað um það að mér finnst kostnaðarþak það sem sett hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum, 2,5 m.kr. vera alltof hátt. Auðvitað eru tilmæli um eyða miklu minna en þakið er engu að síður sett við þetta mark. Aðstæður í þjóðfélaginu eru slíkar að það er með engu móti hægt að réttlæta að frambjóðendur í prófkjörum séu að eyða slíkum fjármunum í baráttu fyrir því að ná sem öruggustu sæti á framboðslista flokks síns í komandi alþingiskosningum. 

Þeir sem vilja kynnast mér og mínum áherslum betur geta skoðað heimasíðu mína www.dogg.is. Á bloggsíðuna www.doggpals.blog.is, sem þú ágæti lesandi ert nú staddur á, hef ég sett viðtöl við mig, bæði í útvarpi og sjónvarpi.  Þá hef ég sett hér inn hlekki á ræður sem ég hélt á Alþingi þau tvö skipti sem ég settist á þing sem varamaður veturinn 2007-2008. Ég er með fésbókarsíðu sem þeir sem þar eru geta fylgst með. Auk þess eru fleiri hlekkir á heimasvæði mínu á www.profkjor.is. Auðvitað mun ég og stuðningsmenn mínir hringja í flokksbundna sjálfstæðismenn í Reykjavík til að minna á framboð mitt. En þetta, ásamt þeirri kynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir og rakin er hér að framan, er sú kynning sem ég ætla að meginstefnu til að láta duga í þessu prófkjöri.

Það kemur svo í ljós eftir prófkjörið 13. og 14. mars nk. hvort þetta dugir til árangurs, en ég sækist eftir 2. - 4. sæti í prófkjörinu, eða hvort horfast þurfi í augu við að meira hefði þurft til að koma. 


mbl.is Fá að senda einn tölvupóst frá Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlastu virkilega til þess að fólk kjósi þig Dögg mín. Sögur af þér af fjármálamarkaðnum benda til þess að þú hafir verið mjög virkur þátttakandi í bullinu sem ríkti hér á landi undanfarin misseri.

 Þú ættir að sjá sóma þinn í að draga þig sem lengst í burtu og halda þig þar.

Kveðja

Björn

Björn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 01:06

2 identicon

Eigum við ekki að leyfa kjósendum að ákveða það hvort hún sé hæf eða ekki??

Skulum líka reyna að halda okkur við staðreyndir en ekki sögur...

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 03:02

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Björn.

Þú ert svo kjarkaður maður að þú berð á mig sögur, dregur af þeim sögur ályktanir, allt í skjóli nafnleyndar. Heigul hefði einhver kallað þig.

Þú hefur greinilega ekki heldur lesið færsluna frá því í gær þar sem ég fór ítarlega yfir þetta mál. Dómstólar munu dæma um þau viðskipti sem félag mitt átti í.

Ég hef ekkert að fela og hef aldrei haft. Þú felur meira að segja nafnið þitt.

Dögg.

Dögg Pálsdóttir, 5.3.2009 kl. 13:17

4 identicon

Sæl vertu

Mikið þykir mér vænt um að þú hafir tekið þér tíma til að svara smælingjanum mér.

 Ég bar enga einustu ályktun né ásökun á hendur þér. Bjó ekki til neinar sögur né neitt þvíumlíkt.

Ég tel að það sé fullt málfrelsi á netinu svo lengi það sé innan skynsamlegra marka.

Við sjáum hvað setur þegar málið verður tekið fyrir en fyrir mína parta er það ekki góður pappír í framboði sem liggur undir svona ásökunum.

Mér þykir miður að þú takir þessum skoðunum illa. Ég ætla ekki að dæma þig fyrirfram.

Bestu kveðjur

Björn Halldórsson

Álftanesi

Björn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:13

5 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Björn Halldórsson.

Þú ert maður að meiri að koma nú fram undir fullu nafni.

Til að ég geti svarað þér þarf ég að vita hvaða ásökunum ég ligg undir. Ég veit ekki til að ég liggi undir neinum ásökunum. Þínar fullyrðingar þar að lútandi eru það fyrsta sem ég heyri um slikt.

Eg hef hins vegar höfðað mál gegn fjármálafyrirtæki sem félag í minni eigu átti viðskipti við í júlí 2007. Það er riftunarmál. Það var flutt í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir viku siðan og dóms er að vænta innan fjögurra vikna frá þeim tíma.

Það liggur fyrir að bréf sem félagið keypti og riftunarmálið snýst um stöfuðu frá félagi í eigu stjórnarmanns í SPRON. Þau voru seld félagi mínu af fjárfestingabanka sem félag í eigu sama stjórnarmanns var og er næst stærsti eigandinn í. Forstjórinn sem hafði frumkvæði að því að bjóða félaginu bréfin til kaups vissi um stöðu seljandans. Öllu þessu var félagið mitt leynt. Þegar upp komst riftum við. Hvort við höfðum heimild til þess er dómstóla að ákveða og sá dómur kemur fyrir lok þessa mánaðar.

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að sölu stjórnarmanna í SPRON á þessum tíma eigi að rannsaka sem fjársvik.

Þetta eru staðreyndir málsins Björn Halldórsson.

En aftur. Vænt þætti mér um að þú tilgreindir ásakanirnar sem ég ligg undir. Ég hef ekki heyrt af þeim og þú veist þá meira en ég þegar þú segir að ég liggi undir ásökunum. Þegar þú hefur skýrt mér frá þeim skal ég svara þér eftir bestu samvisku enda hef ég ekkert að fela.

Kv.

Dögg

Dögg Pálsdóttir, 5.3.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 391632

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband