Leita í fréttum mbl.is

Áhyggjur ráðamanna

Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með umræðunni frá því að dómur Hæstaréttar féll varðandi gengistryggð lán í íslenskum krónum. Hver á fætur öðrum hafa ráðamenn komið fram og lýst yfir áhyggjum sínum af hag lánveitenda, þ.e. bankanna. Kallað hefur verið eftir sátt um það hvernig bregðast skuli við.

Fyrir röskum tveimur árum féll hér gengið langt umfram það sem nokkur hafði reiknað með með þeim afleiðingum að verðbólgan óð af stað. Þetta hafði ófyrirséðar afleiðingar fyrir þúsundir heimila. Fyrir liggur að stór hluti þessara heimila þoldi ekki þetta áfall, sem helst má líkja við náttúruhamfarir. Úrræðum var lofað. Þau sem fram hafa komið gagnast ekki fjöldanum. Þúsundir fjölskyldna sáu því framá að enda með að missa húsnæði sitt. Af því virtust fáir ráðamenn hafa miklar áhyggjur. Aldrei var talað um að leysa þyrfti vandamál fjölskyldna vegna þessara efnahagslegu náttúruhamfara með sátt, sem t.d. fæli í sér að bankarnir tækju á sig einhvern hluta skellsins. Nei, skellurinn mátti allur lenda á fjölskyldunum í landinu og skipti þá engu þó fjölmargar yrðu húsnæðislausar og jafnvel gjaldþrota.

Með dómi sínum tók Hæstiréttur ómakið af ríkisstjórninni og fann skjaldborg til að slá um þau heimili sem voru með skuldir sínar í gengistryggðum lánum í íslenskum krónum. Hagur þeirra heimila hefur vænkast mjög. Þar standa eftir óverðtryggðra lána með afar hagstæðum vöxtum.

Eftir sitja heimilin sem á sínum tíma vildu ekki taka þá áhættu að taka  gengislán, sem allir vissu að voru afar áhættusöm. Þeirra vandi hefur ekkert breyst við dóm Hæstaréttar. Höfuðstóll margra fjölskyldna í íbúðarhúsnæði er löngu brunninn upp vegna óðaverðbólgunnar sem fylgdi gengishruninu og aðstæðna á húsnæðismarkaði sem hrundi. Framreiknaður höfuðstóll verðtryggðu lánanna er í mörgum tilvikum orðinn hærri en líklegt söluverðmæti íbúða.

Það væri tilbreyting að heyra ráðamenn tala um áhyggjur sínar af þeim fjölmörgu heimilum sem enn standa frammi fyrir óleystum vanda, heimilismissi og jafnvel gjaldþroti, fremur en að heyra þá fabúlera um áhyggjur sínur af fjármálakerfinu sem sjálft virðist ekki hafa áhyggjur af sínum hag, þrátt fyrir dóminn.


mbl.is Of þungt högg á kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var aðkoma af fjármálafundi sem var þéttsetin af mér einum. Þar var tekin ákvörðun um að afskrifa allar mínar skuldir og jafnframt samþykkt einróma að ekki væri hægt að áfrýja þessari ákvörðun. Niðurstaða fundarins og bókun verður send til bankans og SP með hraðpósti. Mér léttir voðalega með þessa niðurstöðu fundarins....hef engar áhyggjur í dag.

Óskar Arnórsson, 25.6.2010 kl. 07:48

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Til að ræna banka er best að eigann.

Til að ræna þjóð er best að eiga Alþingi.

Axel Pétur Axelsson, 25.6.2010 kl. 08:02

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill.

Marta B Helgadóttir, 25.6.2010 kl. 09:48

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Dögg, þú ert lögmaður og því vil ég beina til þín spurningar.  Bankarnir eiga eitthvað í erfiðleikum með að túlka samninga sína eftir að dómur Hæstaréttar féll.  Í 36. gr. laga nr. 7/1936 var bætt árið 1995 ákvæðum úr neytendaverndar tilskipun 13/1993/EBE.  36. gr. veitir núna neytendum mjög afdráttarlausa vernd, að því að mér finnst.  Tekur þú undir þann skilning minn, að samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936 þá skal túlka samning neytenda í hag rísi upp ágreiningu um túlkun hans?  Tekur þú undir þann skilning minn, að ekki megi víkja ákvæði samnings til hliðar (nema fyrir atbeina dómstóla) ef það er neytanda í óhag?

Ég held nefnilega að 36. gr. takmarki svigrúm fjármálafyrirtækjanna til að bregðast við dómi Hæstaréttar með því að fikta í vöxtum eða rukka lántaka um hærri upphæð en sem kemur af ógengistryggðum eftirstöðvum og samningsvöxtum.  Raunar held ég að 36. gr. sé það sterk að lántakar gætu fengið sett lögbann á slíka innheimtu á greiðsluseðli.  Hvert er álit þitt á þessu?

Marinó G. Njálsson, 25.6.2010 kl. 17:43

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjármálakostnaðargeirinn er einn af mörgum geirunum, margir að gera almenningi meira gagn og skila meiri sýnilegum langvarandi hagnaði á ýmsu formi. Í rekstri venjulegra samkeppni fyrirtæka miðað við hundrað í samkeppi til að kenningar alþjóða hagstjórnafræðinga sér marktækar, flestir miða við 1000 í samkeppni til að hundraðhlutfallið fá notið sín margt þá gildir að halda fjármálum einföldum og öruggum til að hámarka hagnað.

Hæsti réttur staðfesti að innlenda verðvístala til vaxtaleiðréttinga  er Íslenska neysluvístalan.

Aflandsviðskipti tíðakast varla almennt í nokkrum Ríkjum, og í tilfelli Íslands myndu fáir erlendir aðilar við rýnum miða við sitt verðlag samþykkja Íslenska verðvísitölu. 

Skammtíma og áhættu skuldabréfa viðskipti eru heldur ekki talinn vera eitthvað sem almenningur getur litið á sem samningstól.

Íslendingar í ráðstjórninni og löggiltum stofnunum eru því miður jafn efnahagslega vanþroskaðir og ólæsir á alþjóðafjármál nú og þegar sett voru lögum að tengja orðið "verðtrygging" við innlenda verðvísitölu [neysluvístölu] í innlands almennum neytenda viðskiptum samber að öll önnur ríkja nota sína innlendu CPI á sama hátt.

Fyrir meira en öld erlendis voru bankarnir með sínar eigin vístölur til meintra  verðlagsvaxtaleiðréttinga, jafn margar og bankarnir þess vegna tók þroskaða alþjóðasamfélagið upp staðlaða neysluvísitölu hvert í sínu ríki. CPI kallast á Íslensku neysluvísitala af almenningi.

Til að tryggja neytanda samanburð veita honum val um velja. Samt sem áður þegar um 1.veðréttar heimilislán er að ræða velja 80% útlendinga fyrirfram verðtryggingu í formi fastra nafnvaxta.

Veðaflosnunar bréf í USA er með föstum nafnvöxtum  samsettum úr grunnvöxtum [initial interst] og áætluðum framtíðar verðbólguleiðréttingar vöxtum  inflation interest.

Segjum nafn vextir séu 5% á 30 ára láni, þá vitum við að það jafni gildir 3,2% á ári. Grunnvextir þessa láns eru því 5% - 3,2% = 1,8%

Ef verðbólga verður 3,1% á ári næstu 30 ára reynast Grunnvextir hafa verið 5% -3,1% = 1,9%. Þetta eru hinir raunverulegu raunvextir í lokin.   Hér þar ekki að afskrifa [ekki eignfæra] 3,1%. 

Fólk sem kann ekki að lesa á ekki að kasta steinum í Hæstarétt.   

Júlíus Björnsson, 25.6.2010 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband