Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Gæfulausar tillögur

Ef skuldari þarf á afskrift að halda vegna slakrar greiðslustöðu þá liggur í augum uppi að hann hefur enga fjárhagslega burði til að greiða ríkissjóði tekjuskatt af afskriftunum. Maður veltir fyrir sér hugarfari þeirra sem hafa hugmyndaflug til að búa til skattstofn úr þeim vandamálum sem íslensk heimili og fyrirtæki búa við um þessar mundir. Gæfuleysi ríkisstjórnarinnar virðist algjört þegar kemur að því að slá skjaldborg um fólk og fyrirtæki vegna afleiðinga hrunsins.
mbl.is Vilja að gengið verði lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smánarblettur

Í hverju landinu á fætur öðru er afhjúpuð misnotkun kaþólskra presta á börnum, sem yfirstjórn kaþólsku kirkjunnar vissi um, þaggaði niður og faldi. Fyrirfram á að vera hægt að treysta því að börn séu í öruggu umhverfi í kirkjulegu starfi. Öll misnotkun á börnum er andstyggileg, óafsakanleg og ólíðandi. Það er óhugsandi að hana megi fela þegar upp um kemst. Að slíkt skuli gerast innan vébanda kirkjustarfs er ólíðandi og er aldrei nokkru sinni hægt að réttlæta. Það er illt afspurnar að páfinn skuli hafa tekið þátt í slíkum feluleik. Vandséð er hvernig hann ætlar að réttlæta þá afstöðu sína.
mbl.is Páfi vissi af kynferðisbrotum prests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkt vandamál

Það er þekkt vandamál að heilbrigðisstarfsmenn eru mjög tregir til að tilkynna um það sem úrskeiðis fer í meðferð á sjúklingum. Lagasetning hefur ekkert að segja. Það þekkjum við. Lögum var breytt hér á landi í lok tíunda áratugarins þar sem sett var á tilkynningaskylda. Hún virkaði ekki. Kannski er næsta skrefið að athuga nafnlausar tilkynningar eins og virðast hafa gefist vel t.d. í Danmörku. Þessar niðurstöður um að margt þurfi að skoða í heilbrigðiskerfinu norska eru í samræmi við fullyrðingar sem komu fram á fundi sem m.a. landlæknisembættið stóð fyrir fyrir nokkrum misserum þar sem almennt var fjallað um það sem úrskeiðis fer við meðferð sjúklinga. Tölur sem þar voru kynntar sýna að það fer miklu oftar eitthvað úrskeiðis en við vitum af. Einhvers konar umboðsmaður sjúklinga er kannski það sem þarf til að fylgjast með þessu.


mbl.is Þora ekki að tilkynna mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki við öðru að búast ...

Miðað við stöðuna gat það ekki öðru vísi farið en að flestir sem færu á kjörstað krossuðu við NEI. Það liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa þegar lagt fram tilboð um nýjan samning sem er hagstæðari en sá sem fólst í þessum lögum, sem þjóðin hefur nú fellt með eftirminnilegum og afgerandi hætti. Það var því ekkert annað að gera fyrir þjóðina en að segja NEI. Skyldu oddvitar ríkisstjórnarinnar ekki vera hugsi yfir stöðu mála?


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð að sönnu ...

Af hverju mátti ekki fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni um sinn og láta reyna lengur á samningaviðræðurnar við Breta og Hollendinga? Þau tilboð sem á borðinu eru frá Bretum og Hollendingum munu hagstæðari en sá samningur sem kosið er um. Forystumenn ríkisstjórnarinnar staðfesta hina skrítnu stöðu með því að sitja heima og styðja þar með ekki þau lög sem börðust hvað harðast fyrir sjálf. Svo kostar þetta fullt af peningum sem betur væri varið í eitthvað skynsamlegra. En úr því að þjóðaratkvæðagreiðslan er haldin í dag verða kjósendur að mæta á kjörstað og krossa við NEI.
mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjakvótar

Í prinsipinu er ég ekki fylgjandi kvótum af neinu tagi - en því miður hefur reynslan sýnt að jafnrétti í reynd næst ekki með fagurgala og yfirlýsingum. Vinstri stjórnin sem nú situr, fór af stað með hástemmdar yfirlýsingar um aukið jafnrétti. Í verki er ekki staðið við þær, sbr. nýjustu fréttir úr Landsbankanum, sem er 85% í ríkiseigu. Ég tel því kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja eiga rétt á sér sem tilraun til að láta á það reyna hvort það séu slíkar aðgerðir sem þurfi til.

Afstaða sjálfstæðismanna í þessu máli er mér mikil vonbrigði.


mbl.is Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband