Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Skoðana- og tjáningarfrelsi

Eru þingmenn Samfylkingarinnar búnir að gleyma því að VG gekk óbundið til þessa stjórnarsamstarfs varðandi aðildarviðræður að EB? Verra er að þingmenn Samfylkingarinnar virðast búnir að gleyma því að í landinu er tjáningarfrelsi og málfrelsi, sbr. 73. gr. stjórnarskrárinnar.:

     Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
     Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
     Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.


mbl.is Tuktar þingmenn Vinstri Grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hann situr hjá"

Það er greinilegt að nýkjörinn oddviti VG í komandi borgarstjórnarkosningum telur sig ráða hvernig aðrir fulltrúar VG neyta atkvæðisréttar síns í atkvæðagreiðslum í borgarstjórn. Og skirrist ekki við, í hita augnabliksins, að segja frá því opinberlega þegar í ljós kemur að varaborgarfulltrúi hefur annan og eigin vilja. Þessi uppákoma er sérkennileg birtingarmynd þess "lýðræðislega þjóðskipulags" sem VG segist í stefnuskrá sinni vilja berjast fyrir.
mbl.is Hermann studdi Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er rétt ...

að það er hlutverk dómstóla en ekki banka að dæma þá sem kunna að hafa gerst brotlegir við lög í aðdraganda hrunsins.

En er það sérstakt hlutverk bankanna að umbuna sumum umfram aðra?


mbl.is Vinnan aldrei unnin þannig að öllum líki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun hagur almennings vænkast með hlutabréfakaupum í Högum?

Arion banki hefur lengi vandræðast með Haga. Haga keyptu Baugsfeðgar útúr Baugi, korteri fyrir hrun, með ríflegri lánsfyrirgreiðslu forvera Arion banka. Lending hefur náðst. Gefa á ,,almenningi og fagfjárfestum" kost á að kaupa hlutabréf í Högum í opnu hlutafjárútboði. Stjórnendur verða hinir sömu og ,,stjórnendateymið" fær að kaupa sinn skerf.

Með fagfjárfestum er væntanlega fyrst og fremst átt við lífeyrissjóðina. Þeir töpuðu miklum fjármunum í hruninu. Eigendur lífeyrissjóðanna, almenningur í landinu, geldur fyrir með lakari lífeyri þegar þar að kemur. Sjálfsagt mun sagan ekki stöðva lífeyrissjóðina í að fjárfesta í Högum, enda almenningur í landinu sem borgar brúsann, ef illa fer.

Víkjum þá að almenningi í landinu, sem stjórn Arion banka vill að kaupi hlutabréf í Högum. Er til almenningur í landinu sem a) á fjármuni til að fjárfesta í hlutabréfum, b) treystir hlutabréfamarkaðnum á Íslandi svo vel að hann setji hugsanlegar krónur til sparnaðar í kaup á hlutabréfum?

Almenningur í landinu tók áskorun stjórnvalda við stofnun hlutabréfamarkaðar á Íslandi á tíunda áratug síðustu aldar. Almenningur setti sparnað sinn í hlutabréf í félögum á markaði, enda treysti almenningur því að þar giltu leikreglur, sem farið væri eftir. Í hruninu kom annað í ljós. Almenningur í landinu tapaði milljörðum króna á hruni bankanna. Tæpast hvetur sú reynsla almenning í landinu til að hlaupa til og kaupa hlutabréf.  

Hér varð hrun, sem almenningur bar sáralitla ef nokkra ábyrgð á. Afleiðingarnar ber almenningur þó af fullum þunga með versnandi lífskjörum, stóraukinni greiðslubyrði, m.a. af íbúðalánum og sívaxandi skattheimtu. Almenningi var lofað skjaldborg, sem hvergi mótar fyrir.  En nú skal bjóða almenningi upp í nýjan hlutabréfadans. Það á ekki af almenningi á Íslandi að ganga.


mbl.is Hagar í Kauphöllina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband