Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hvar voru barnaverndaryfirvöld?

Ég var að hlaupa yfir þennan dóm (hér). Í dóminum segir m.a.:

... Þennan sama dag ritaði félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustunni í Kópavogi lögreglu bréf, sem samkvæmt yfirskrift þess er tilkynning um meinta kynferðislega misnotkun gagnvart dóttur ákærða, C. Er í bréfinu gerð grein fyrir því að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi á árinu 2004 borist tilkynningar undir nafnleynd þar sem lýst hafi verið áhyggjum vegna aðbúnaðar barna á heimili ákærða og eiginkonu hans. Í einni þeirra hafi meðal annars komið fram að ákærði gengi um nakinn á heimili sínu, bæði fyrir framan sín börn og gestkomandi börn. Hafi þessar tilkynningar leitt til athugunar af hálfu nefndarinnar, sem lýst er í bréfinu, en henni hafi að því gerðu verið hætt í nóvember þetta ár. Málið hafi síðan verið tekið upp aftur árið 2006 vegna tilkynninga sem þá bárust, en á fundi í barnaverndarnefnd Kópavogs 31. maí 2007 hafi verið tekin ákvörðun um „útskrift máls“, eins og það er orðað. Hinn 19. febrúar 2008 hafi síðan borist tilkynning samkvæmt 17. gr. barnaverndarlaga frá Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi sem að líkindum tekur til stúlkunnar D. Í niðurlagi þessa bréfs félagsráðgjafans segir síðan að barnaverndaryfirvöldum í Reykjavík og Kópavogi hafi borist sex tilkynningar samkvæmt 16. og 17. gr. barnaverndarlaga. Allar varði þær meint kynferðislegt ofbeldi ákærða gagnvart dætrum hans og vinkonum þeirra. Er þess óskað að málið verði tekið til opinberrar rannsóknar. ...

Brotin sem maður var ákærður og dæmdur fyrir eiga sér stað bæði fyrir og eftir 2004  þegar fyrsta tilkynning berst. Ég held að barnaverndaryfirvöld í Reykjavík og Kópavogi verði að útskýra af hverju þau hafi a.m.k. í tvígang ekkert gert vegna tilkynninga á hendur þessum manni og að það skyldi taka þau fjögur ár að óska eftir opinberri rannsókn á málinu. Hefðu barnaverndaryfirvöld staðið vaktina með þeim hætti sem þeim ber og tekið mark á tilkynningum fyrr hefði þessi maður að öllum líkindum verið stöðvaður fyrir mörgum árum. 


mbl.is 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Þetta er ánægjulegur áfangi. En hvenær bætast Vestfirðir við - þótt Vestfirðir teljist ekki til hringvegar þá eru þeir partur af landinu og síðast þegar ég fór þar um var gsm-sambandið algerlega óboðlegt - eingöngu í kringum þéttbýlisstaði. Ég bloggaði um þetta fyrir liðlega ári síðan (sjá hér).
mbl.is Farsímasamband á öllum hringveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talsmaður neytenda

fær prik fyrir þetta frumkvæði. Það verður áhugavert að sjá hvaða svör hann fær frá olíufélögunum.
mbl.is Olíufélög boðuð á fundi um verðmyndun gagnvart neytendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau voru

mátulega búin að segja að verðið ætti alltaf að endurspegla heimsmarkaðsverðið. Það greinilega gildir bara þegar það hækkar.
mbl.is Græða fimm milljónir á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki jafn snöggir að lækka

Ég var að hlusta á kvöldfréttirnar á RÚV. Þar var sagt frá áframhaldandi lækkun olíuverðs á heimsmarkaði í dag. Hér á landi lækkaði verðið þó ekki nema um u.þ.b. 1%. Það er greinilegt að olíufélögin eru ekki jafn snögg að lækka og þau eru að hækka. Og samt eru ekki nema tveir dagar frá því að fulltrúi eins þeirra sagði sem skýringu á tafarlausum hækkunum að verðið ætti alltaf að endurspegla heimsmarkaðsverðið. Reynsla dagsins sýnir, eins og maður svosem vissi, að það á bara við þegar verðið hækkar. Þegar verðið lækkar þá gilda einhver önnur sjónarmið. 


Vangavelta um hvað má

Þessi skýrsla er um margt athyglisverð. Í henni segir að starfsmenn við viðhald hafi neitað að setja í vélina þessa varahluti þar sem þeir hafi ekki verið nothæfir. Þá hafi yfirmenn þeirra tekið sig til og annast verkið sjálfir og síðan staðfest að vélin væri flughæf. Enda segir í skýrslunni að hrósa verði þessum viðhaldsmönnum fyrir að neita að gera það sem þeir vissu að var ekki öruggt.

En hvað þá um þá sem stóðu að verkinu? Hver er þeirra ábyrgð? Og svona í framhjáhlaupi, af hverju tekur það rannsóknarnefnd flugslysa tæp fjögur ár að gera svona skýrslu? Ef skýrslur af þessu tagi eiga að gagnast þá hljóta þær að þurfa að koma sem fyrst svo af þeim megi læra, ef athugasemdir eru gerðar.


mbl.is Öryggiskröfum ekki fylgt vegna fjárskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband