Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hvenær ætla blaðamenn að byrja að spyrja útaf þessu máli?

Fyrir nokkrum árum kom fram opinberlega að forstöðumaður í opinberri stofnun kynni að hafa dregið að sér einhverja óverulega fjárhæð, þúsundkalla. Örfáum dögum seinna kom tilkynning frá ríkissaksóknara um að embætti hans hefði ákveðið að láta lögreglu rannsaka málið. Aðspurður sagði ríkissaksóknari að hin opinbera umfjöllun kallaði á þessi viðbrögð embættis hans. Ríkissaksóknari var þar sjálfsagt að vísa til 2. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinbera mála, en þar segir:

Lögregla skal hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkissaksóknari getur gefið fyrirmæli í þeim efnum. (Leturbreyting DP.)

Sem sé, það er ákveðin frumkvæðisskylda til að rannsaka þegar grunur leikur á að refsivert brot hafi verið framið. Það þarf enga kæru. Og ríkissaksóknari getur gefið fyrirmæli um rannsókn í slíkum kringumstæðum. Það gerði hann um árið í því "smámáli" sem rakið er hér í upphafi. (Ég vona þó að engin skilji orð mín svo að ég telji fjárdrátt nokkurn tímann smávægilegan. Fjárdráttur er alvarlegt refsilagabrot, hver sem fjárhæðin er.) 

Í þessum myndböndum eru dregnar fram vísbendingar um hugsanlega refsiverða misnotkun á fjármunum almenningshlutafélags af stærðargráðu sem eru óþekktar hér á landi. Um þetta hefur verið talað manna í milli um margra mánaða skeið. Og mjög margir einstaklingar, sem í góðri trú fjárfestu í þessu almenningshlutafélagi, hafa tapað háum fjárhæðum. Tvö myndbönd, sem að því er virðist eru eingöngu unnin upp úr opinberum upplýsingum, draga fram vísbendingar sem hrópa á opinbera rannsókn. Engar yfirlýsingar hafa þó komið, hvorki frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra né ríkissaksóknara um að slík rannsókn sé í gangi.

Ég spyr, eins og sá í myndbandinu: Hvar eru rannsóknarblaðamenn núna? Ekki hef ég orðið vör við að verið sé að spyrja eftirlitsaðilann FME og ríkislögreglustjóra / ríkissaksóknara, hvort verið sé að rannsaka þessi mál? Þora blaðamenn ekki að fjalla um þetta mál út af því hverjir eiga fjölmiðlana sem þeir starfa hjá? Ekki minnist ég þess að RÚV sé að fjalla um þessi mál. Við skattborgarar í landinu eigum RÚV og hagsmunir okkar eru þeir að þessara spurninga sé spurt. 

Hvað þarf fleiri myndbönd áður en upplýst verður um það hvort FME og lögreglan sofi Þyrnirósarsvefni vegna þessa máls eða séu byrjuð að rannsaka það. Almenningur á kröfu á svörum. Þeir sem gerðu þessi myndbönd eru að vinna þarft verk. Og ég treysti því að hann haldi því áfram þangað til upplýst hefur verið að opinber rannsókn á málinu er hafin. 


mbl.is Nýtt myndband um FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvænt og jafnvel óskynsamlegt

Val McCains kemur á óvart og vekur undrun. Í umfjöllun í Bandaríkjunum er bent á að valið á Palin geri hjákátlegar árásir McCain á reynsluleysi Obama. Slíkar ásakanir verði að engu þegar reynsla Palin sé skoðuð.

Ekki veit ég það - minnist þess ekki að hafa heyrt minnst á þennan ríkisstjóra fyrr. En ég fann smáband með henni og upplýsingar sem segja frá því að hún sé fv. fegurðardrottning, blaðamaður og bæjarstjóri í 9000 manna bæ í Alaska, áður en hún var kosin ríkisstjóri Alaska fyrir tveimur árum. Kannski hefur einhverjum köflum um hana verið sleppt. Vonandi.

Nú er búið að kynna til leiks alla aðalleikendurna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember nk. Það verður bara spennandi að fylgjast með framhaldinu. En ég held að þetta val haf ekki styrkt McCain með þeim hætti sem hann sjálfsagt ætlaðist til að það gerði.


mbl.is Hver er Sarah Palin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð sé minning herra Sigurbjörns Einarssonar

Það er einstök Guðsgjöf að þjóðinni skyldi gefinn herra Sigurbjörn Einarsson. Það er einstakt lán okkar að herra Sigurbjörn fylgdi þjóðinni í nærri heila öld. Við andlát hans myndast vandfyllt tómarúm. Þjóðin hefur misst einn sinna bestu sona. Ég færi ástvinum herra Sigurbjörns hugheilar samúðarkveðjur. Þeirra missir er mestur. Blessuð sé minning herra Sigurbjörns Einarssonar.


mbl.is Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil stemning á Arnarhóli

Handboltalandsliðið var að keyra í hlað hér á Arnarhóli. Stemningin úti er ótrúleg - og ég minnist þess varla að hafa séð svona margt fólk á hólnum, ekki einu sinni á 17. júní. Dagskráin er að byrja, með söng Páls Óskars.

IMG00013IMG00021IMG00022 

Nú er verið að kynna íþróttamennina okkar og aðstoðarlið til leiks á sviðið á Arnarhóli. Ég smelli hér inn nokkrum myndum.

Nýr málsháttur var rétt í þessu kynntur til sögunnar: Gott silfur er gulli betra. Og nú er verið að syngja: Við gerum okkar besta.


mbl.is Silfursjóður fyrir handboltann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alger forréttindi

Það er ekkert nema tær snilld að vera með skrifstofu við hliðina á Arnarhóli í dag. Hér er slíkt fjör til undirbúnings hátíðarhöldunum að það hálfa væri nóg.
mbl.is Svið reist á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðin í Reykjavík

MoggamyndÞessi mynd á forsíðu Morgunblaðsins i dag er athyglisverð. Hún sýnir tvennt. Óhemju þunga umferð inn í borgina að morgni dags (myndin er tekin kl. 8.59) - og nákvæmlega enga umferð útúr borginni á sama tíma. Þrjár akreinar útúr borginni eru auðar - og ónotaðar. Ég bjó um tíma í Washington DC. Þar er fyrirkomulag með þeim hætti að nokkrar af helstu umferðaræðunum inn í borgina og útúr henni eru notaðar í sömu áttina á annatímum. Ef þetta fyrirkomulag væri hér myndu sex akreinar vera á Miklubrautinni inn í bæinn á annatímanum á morgnana og sex akreinar vera útúr borginni á annatímanum síðdegis. Þetta eru örfáir klukkutímar á degi hverjum sem fyrirkomulagið yrði með þessum hætti - en það myndi létta verulega á umferðarþunganum á þessum tíma. Væri ekki tilvalið fyrir skipulagsyfirvöld að kanna hvort ná megi betri nýtingu á þau umferðarmannvirki sem við höfum?

Hallærislegt

Þetta er misheppnaður húmor, ef þetta á að vera húmor. Svo man ég ekki betur en að dæturnar séu 7 og 10 ára. Ef Obama verður kjörinn, þá nær hann ekki að vera forseti lengur en í 8 ár, þannig eru reglurnar í Bandaríkjunum. Hann greinilega telur að strákarnir fari að eltast við dætur hans býsna snemma. Held ekki að þetta auki fylgi Obama. Skattgreiðendur í Bandaríkjunum eru mjög viðkvæmir fyrir því í hvað skattgreiðslur þeirra fara. Og þetta eru klárt ekki verkefni sem skattgreiðendur telja sig eiga að borga fyrir.
mbl.is Hótar að siga leyniþjónustunni á kærastana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfrið varð okkar - glæsilegur árangur

Auðvitað hefði verið frábært að vinna þennan leik - en einhvern veginn gekk þetta ekki alveg upp hjá okkar mönnum á sama tíma og allt gekk upp hjá Frökkunum. Og markvörðurinn þeirra gerði útslagið. Ef við hefðum náð að skora úr öllum þeim skotum sem hann varði hefði niðurstaðan orðið önnur. Silfur á Ólympíuleikum er stórkostlegur árangur. Hvern grunaði að svo myndi fara þegar Ólympíuleikarnir byrjuðu í byrjun þessa mánaðar? Til hamingju með þennan glæsilega árangur.
mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarnótt

Menningarnóttin er sennilega það besta sem R-listinn tók upp á sínum valdatíma. Hún bara batnar með hverju árinu. Eins og alltaf skiptir veðrið máli og ég viðurkenni að bleytan hélt mér heima fram á kvöld. En það rættist úr veðrinu og í kvöld var virkilega notalegt að rölta um bæinn og njóta þeirrar fjölbreytilegu dagskrár sem í boði var. Listaverk í Gallerí Fold, sálmafossar í Hallgrímskirkju, útitónleikar víðs vegar um bæinn, skemmtilegt þvottavélalistaverk á Skólavörðustíg (breytingarnar á honum virðast hafa heppnast vel) og poppmessa á Ingólfstorgi. Alls staðar var fullt af fólki - og hátíðarhöldin virtust fara prýðilega fram. Flugeldasýningin í boði OR var glæsileg að vanda og flott endalok góðrar skemmtunar.


mbl.is Tónleikar á Miklatúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbrögð McCain við Biden sem varaforseta

McCain var ekki lengi að bregðast við. Hann setur upp auglýsingu með orðum Biden sjálfs um Obama annars vegar og McCain hins vegar. Það þarf lipurð til að tala sig útúr ummælum af þessu tagi.


Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband