Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Hvenćr ćtla blađamenn ađ byrja ađ spyrja útaf ţessu máli?

Fyrir nokkrum árum kom fram opinberlega ađ forstöđumađur í opinberri stofnun kynni ađ hafa dregiđ ađ sér einhverja óverulega fjárhćđ, ţúsundkalla. Örfáum dögum seinna kom tilkynning frá ríkissaksóknara um ađ embćtti hans hefđi ákveđiđ ađ láta lögreglu rannsaka máliđ. Ađspurđur sagđi ríkissaksóknari ađ hin opinbera umfjöllun kallađi á ţessi viđbrögđ embćttis hans. Ríkissaksóknari var ţar sjálfsagt ađ vísa til 2. mgr. 66. gr. laga um međferđ opinbera mála, en ţar segir:

Lögregla skal hvenćr sem ţess er ţörf hefja rannsókn út af vitneskju eđa grun um ađ refsivert brot hafi veriđ framiđ hvort sem henni hefur borist kćra eđa ekki. Ríkissaksóknari getur gefiđ fyrirmćli í ţeim efnum. (Leturbreyting DP.)

Sem sé, ţađ er ákveđin frumkvćđisskylda til ađ rannsaka ţegar grunur leikur á ađ refsivert brot hafi veriđ framiđ. Ţađ ţarf enga kćru. Og ríkissaksóknari getur gefiđ fyrirmćli um rannsókn í slíkum kringumstćđum. Ţađ gerđi hann um áriđ í ţví "smámáli" sem rakiđ er hér í upphafi. (Ég vona ţó ađ engin skilji orđ mín svo ađ ég telji fjárdrátt nokkurn tímann smávćgilegan. Fjárdráttur er alvarlegt refsilagabrot, hver sem fjárhćđin er.) 

Í ţessum myndböndum eru dregnar fram vísbendingar um hugsanlega refsiverđa misnotkun á fjármunum almenningshlutafélags af stćrđargráđu sem eru óţekktar hér á landi. Um ţetta hefur veriđ talađ manna í milli um margra mánađa skeiđ. Og mjög margir einstaklingar, sem í góđri trú fjárfestu í ţessu almenningshlutafélagi, hafa tapađ háum fjárhćđum. Tvö myndbönd, sem ađ ţví er virđist eru eingöngu unnin upp úr opinberum upplýsingum, draga fram vísbendingar sem hrópa á opinbera rannsókn. Engar yfirlýsingar hafa ţó komiđ, hvorki frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra né ríkissaksóknara um ađ slík rannsókn sé í gangi.

Ég spyr, eins og sá í myndbandinu: Hvar eru rannsóknarblađamenn núna? Ekki hef ég orđiđ vör viđ ađ veriđ sé ađ spyrja eftirlitsađilann FME og ríkislögreglustjóra / ríkissaksóknara, hvort veriđ sé ađ rannsaka ţessi mál? Ţora blađamenn ekki ađ fjalla um ţetta mál út af ţví hverjir eiga fjölmiđlana sem ţeir starfa hjá? Ekki minnist ég ţess ađ RÚV sé ađ fjalla um ţessi mál. Viđ skattborgarar í landinu eigum RÚV og hagsmunir okkar eru ţeir ađ ţessara spurninga sé spurt. 

Hvađ ţarf fleiri myndbönd áđur en upplýst verđur um ţađ hvort FME og lögreglan sofi Ţyrnirósarsvefni vegna ţessa máls eđa séu byrjuđ ađ rannsaka ţađ. Almenningur á kröfu á svörum. Ţeir sem gerđu ţessi myndbönd eru ađ vinna ţarft verk. Og ég treysti ţví ađ hann haldi ţví áfram ţangađ til upplýst hefur veriđ ađ opinber rannsókn á málinu er hafin. 


mbl.is Nýtt myndband um FL Group
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óvćnt og jafnvel óskynsamlegt

Val McCains kemur á óvart og vekur undrun. Í umfjöllun í Bandaríkjunum er bent á ađ valiđ á Palin geri hjákátlegar árásir McCain á reynsluleysi Obama. Slíkar ásakanir verđi ađ engu ţegar reynsla Palin sé skođuđ.

Ekki veit ég ţađ - minnist ţess ekki ađ hafa heyrt minnst á ţennan ríkisstjóra fyrr. En ég fann smáband međ henni og upplýsingar sem segja frá ţví ađ hún sé fv. fegurđardrottning, blađamađur og bćjarstjóri í 9000 manna bć í Alaska, áđur en hún var kosin ríkisstjóri Alaska fyrir tveimur árum. Kannski hefur einhverjum köflum um hana veriđ sleppt. Vonandi.

Nú er búiđ ađ kynna til leiks alla ađalleikendurna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember nk. Ţađ verđur bara spennandi ađ fylgjast međ framhaldinu. En ég held ađ ţetta val haf ekki styrkt McCain međ ţeim hćtti sem hann sjálfsagt ćtlađist til ađ ţađ gerđi.


mbl.is Hver er Sarah Palin?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blessuđ sé minning herra Sigurbjörns Einarssonar

Ţađ er einstök Guđsgjöf ađ ţjóđinni skyldi gefinn herra Sigurbjörn Einarsson. Ţađ er einstakt lán okkar ađ herra Sigurbjörn fylgdi ţjóđinni í nćrri heila öld. Viđ andlát hans myndast vandfyllt tómarúm. Ţjóđin hefur misst einn sinna bestu sona. Ég fćri ástvinum herra Sigurbjörns hugheilar samúđarkveđjur. Ţeirra missir er mestur. Blessuđ sé minning herra Sigurbjörns Einarssonar.


mbl.is Forsćtisráđherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mikil stemning á Arnarhóli

Handboltalandsliđiđ var ađ keyra í hlađ hér á Arnarhóli. Stemningin úti er ótrúleg - og ég minnist ţess varla ađ hafa séđ svona margt fólk á hólnum, ekki einu sinni á 17. júní. Dagskráin er ađ byrja, međ söng Páls Óskars.

IMG00013IMG00021IMG00022 

Nú er veriđ ađ kynna íţróttamennina okkar og ađstođarliđ til leiks á sviđiđ á Arnarhóli. Ég smelli hér inn nokkrum myndum.

Nýr málsháttur var rétt í ţessu kynntur til sögunnar: Gott silfur er gulli betra. Og nú er veriđ ađ syngja: Viđ gerum okkar besta.


mbl.is Silfursjóđur fyrir handboltann
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Alger forréttindi

Ţađ er ekkert nema tćr snilld ađ vera međ skrifstofu viđ hliđina á Arnarhóli í dag. Hér er slíkt fjör til undirbúnings hátíđarhöldunum ađ ţađ hálfa vćri nóg.
mbl.is Sviđ reist á Lćkjartorgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Umferđin í Reykjavík

MoggamyndŢessi mynd á forsíđu Morgunblađsins i dag er athyglisverđ. Hún sýnir tvennt. Óhemju ţunga umferđ inn í borgina ađ morgni dags (myndin er tekin kl. 8.59) - og nákvćmlega enga umferđ útúr borginni á sama tíma. Ţrjár akreinar útúr borginni eru auđar - og ónotađar. Ég bjó um tíma í Washington DC. Ţar er fyrirkomulag međ ţeim hćtti ađ nokkrar af helstu umferđarćđunum inn í borgina og útúr henni eru notađar í sömu áttina á annatímum. Ef ţetta fyrirkomulag vćri hér myndu sex akreinar vera á Miklubrautinni inn í bćinn á annatímanum á morgnana og sex akreinar vera útúr borginni á annatímanum síđdegis. Ţetta eru örfáir klukkutímar á degi hverjum sem fyrirkomulagiđ yrđi međ ţessum hćtti - en ţađ myndi létta verulega á umferđarţunganum á ţessum tíma. Vćri ekki tilvaliđ fyrir skipulagsyfirvöld ađ kanna hvort ná megi betri nýtingu á ţau umferđarmannvirki sem viđ höfum?

Hallćrislegt

Ţetta er misheppnađur húmor, ef ţetta á ađ vera húmor. Svo man ég ekki betur en ađ dćturnar séu 7 og 10 ára. Ef Obama verđur kjörinn, ţá nćr hann ekki ađ vera forseti lengur en í 8 ár, ţannig eru reglurnar í Bandaríkjunum. Hann greinilega telur ađ strákarnir fari ađ eltast viđ dćtur hans býsna snemma. Held ekki ađ ţetta auki fylgi Obama. Skattgreiđendur í Bandaríkjunum eru mjög viđkvćmir fyrir ţví í hvađ skattgreiđslur ţeirra fara. Og ţetta eru klárt ekki verkefni sem skattgreiđendur telja sig eiga ađ borga fyrir.
mbl.is Hótar ađ siga leyniţjónustunni á kćrastana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Silfriđ varđ okkar - glćsilegur árangur

Auđvitađ hefđi veriđ frábćrt ađ vinna ţennan leik - en einhvern veginn gekk ţetta ekki alveg upp hjá okkar mönnum á sama tíma og allt gekk upp hjá Frökkunum. Og markvörđurinn ţeirra gerđi útslagiđ. Ef viđ hefđum náđ ađ skora úr öllum ţeim skotum sem hann varđi hefđi niđurstađan orđiđ önnur. Silfur á Ólympíuleikum er stórkostlegur árangur. Hvern grunađi ađ svo myndi fara ţegar Ólympíuleikarnir byrjuđu í byrjun ţessa mánađar? Til hamingju međ ţennan glćsilega árangur.
mbl.is Ísland í 2. sćti á ÓL
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Menningarnótt

Menningarnóttin er sennilega ţađ besta sem R-listinn tók upp á sínum valdatíma. Hún bara batnar međ hverju árinu. Eins og alltaf skiptir veđriđ máli og ég viđurkenni ađ bleytan hélt mér heima fram á kvöld. En ţađ rćttist úr veđrinu og í kvöld var virkilega notalegt ađ rölta um bćinn og njóta ţeirrar fjölbreytilegu dagskrár sem í bođi var. Listaverk í Gallerí Fold, sálmafossar í Hallgrímskirkju, útitónleikar víđs vegar um bćinn, skemmtilegt ţvottavélalistaverk á Skólavörđustíg (breytingarnar á honum virđast hafa heppnast vel) og poppmessa á Ingólfstorgi. Alls stađar var fullt af fólki - og hátíđarhöldin virtust fara prýđilega fram. Flugeldasýningin í bođi OR var glćsileg ađ vanda og flott endalok góđrar skemmtunar.


mbl.is Tónleikar á Miklatúni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Viđbrögđ McCain viđ Biden sem varaforseta

McCain var ekki lengi ađ bregđast viđ. Hann setur upp auglýsingu međ orđum Biden sjálfs um Obama annars vegar og McCain hins vegar. Ţađ ţarf lipurđ til ađ tala sig útúr ummćlum af ţessu tagi.


Nćsta síđa »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband