Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2010

Spunar, mannaráđningar og orđnotkun

Allt ber ţetta mál keim af ţví ađ búiđ hafi veriđ ađ ákveđa fyrirfram ađ sá sem ráđinn var fengi starfiđ. Gott hjá Ástu Sigrúnu ađ krefjast rökstuđnings. Ég ţekki til hennar starfa sem forstöđumanns Ráđgjafastofu heimilanna af góđu einu og hefđi fyrirfram taliđ sjálfsagt ađ hún yrđi ráđinn í starf umbođsmanns skuldara. A.m.k. ef faglega hefđi veriđ stađiđ ađ ráđningunni.

Fyrr í vikunni lak út tölvupóstur frá ađstođarmanni menntamálaráđherra, sem einnig er varaformađur VG. Ţar var orđnotkun sem mađur undrast, rođnar yfir og sem er ekki bođleg frá nokkrum manni. Ekki sýnist orđnotkunin hafa valdiđ neinum titringi neins stađar og allir bara yppa öxlum yfir ţessu, eins og öllu öđru. Fjármálaráđherra talađi sérkennilega um ađstođarmenn, ađspurđur um máliđ í Kastljósi í vikunni. En ţađ afsakar ekki orđbragđ af ţessu tagi.

Athyglisvert var ađ lesa skýringu ađstođarmannsins á ţví af hverju tölvupósturinn fór á rangan stađ. Hann kenndi barni sínu um og afsakađi sig međ ţví ađ vera í fćđingarorlofi. Nú eru lög um fćđingarorlof alveg skýr. Ţú mátt ekki bćđi vera í vinnunni og í fćđingarorlofi. En kannski gilda ađrar reglur um ađstođarmenn ráđherra? Ţeir ţurfa ađ spinna, hvort sem ţeir eru í fćđingarorlofi eđa ekki. Enda nóg sem ríkisstjórnin ţarf ađ láta spinna um.


mbl.is Ćtlar ađ krefjast rökstuđnings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Umhyggja ráđamanna

Í nafni umhyggju "fyrir almenningi" er lagt til ađ vikiđ verđi til hliđar skýrum samningsákvćđum um vexti. Ekki hafa samningsákvćđin um vextina sjálfa ţó veriđ dćmd ólögmćt.

Viđbrögđ ráđamanna og stjórnvalda eftir dóm Hćstaréttar 16. júní sl. hafa sýnt almenningi einungis eitt: Ađ umhyggja ţeirra er ekki fyrir fólkinu í landinu heldur fjármálastofnunum. Ţessi viđbrögđ eiga ekki ađ koma almenningi á óvart, ţví frá bankahruni hefur ţađ veriđ augljóst ađ ráđamenn og stjórnvöld telja ađ á almenning í landinu sé allt á leggjandi. Almenningur skal axla alla ábyrgđ af ţví sem hér gerđist. Fjármálastofnanirnar sjálfar og ţćr sem spruttu úr ţeim föllnu, skulu enga ábyrgđ axla.

Viđ sitjum uppi međ ríkisstjórn sem sýnir ţađ á degi hverjum ađ hún veldur ekki hlutverki sínu. Sú fullyrđing ađ hún ćtlađi sér ađ verđa "norrćnn velferđarstjórn í besta skilningi ţess orđs" er orđinn vandrćđalegur brandari.

Vandi almennings í landinu er hins vegar sá ađ stjórnarandstađan er afspyrnuléleg líka. Fátt bendir til ađ hún yrđi einhverju skárri, kćmist hún í stólana.

Ţađ er stundum haft á orđi ađ kjósendur fái ţá ríkisstjórn sem ţeir eiga skiliđ. Ţađ er erfitt ađ trúa ţví ađ íslenskir kjósendur eigi skiliđ ţau ósköp sem ţeir sitja uppi međ, handónýta ríkisstjórn og handónýta stjórnarandstöđu.


mbl.is Vextir á myntkörfu gćtu nćr ţrefaldast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband