Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Spunar, mannaráðningar og orðnotkun

Allt ber þetta mál keim af því að búið hafi verið að ákveða fyrirfram að sá sem ráðinn var fengi starfið. Gott hjá Ástu Sigrúnu að krefjast rökstuðnings. Ég þekki til hennar starfa sem forstöðumanns Ráðgjafastofu heimilanna af góðu einu og hefði fyrirfram talið sjálfsagt að hún yrði ráðinn í starf umboðsmanns skuldara. A.m.k. ef faglega hefði verið staðið að ráðningunni.

Fyrr í vikunni lak út tölvupóstur frá aðstoðarmanni menntamálaráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Þar var orðnotkun sem maður undrast, roðnar yfir og sem er ekki boðleg frá nokkrum manni. Ekki sýnist orðnotkunin hafa valdið neinum titringi neins staðar og allir bara yppa öxlum yfir þessu, eins og öllu öðru. Fjármálaráðherra talaði sérkennilega um aðstoðarmenn, aðspurður um málið í Kastljósi í vikunni. En það afsakar ekki orðbragð af þessu tagi.

Athyglisvert var að lesa skýringu aðstoðarmannsins á því af hverju tölvupósturinn fór á rangan stað. Hann kenndi barni sínu um og afsakaði sig með því að vera í fæðingarorlofi. Nú eru lög um fæðingarorlof alveg skýr. Þú mátt ekki bæði vera í vinnunni og í fæðingarorlofi. En kannski gilda aðrar reglur um aðstoðarmenn ráðherra? Þeir þurfa að spinna, hvort sem þeir eru í fæðingarorlofi eða ekki. Enda nóg sem ríkisstjórnin þarf að láta spinna um.


mbl.is Ætlar að krefjast rökstuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhyggja ráðamanna

Í nafni umhyggju "fyrir almenningi" er lagt til að vikið verði til hliðar skýrum samningsákvæðum um vexti. Ekki hafa samningsákvæðin um vextina sjálfa þó verið dæmd ólögmæt.

Viðbrögð ráðamanna og stjórnvalda eftir dóm Hæstaréttar 16. júní sl. hafa sýnt almenningi einungis eitt: Að umhyggja þeirra er ekki fyrir fólkinu í landinu heldur fjármálastofnunum. Þessi viðbrögð eiga ekki að koma almenningi á óvart, því frá bankahruni hefur það verið augljóst að ráðamenn og stjórnvöld telja að á almenning í landinu sé allt á leggjandi. Almenningur skal axla alla ábyrgð af því sem hér gerðist. Fjármálastofnanirnar sjálfar og þær sem spruttu úr þeim föllnu, skulu enga ábyrgð axla.

Við sitjum uppi með ríkisstjórn sem sýnir það á degi hverjum að hún veldur ekki hlutverki sínu. Sú fullyrðing að hún ætlaði sér að verða "norrænn velferðarstjórn í besta skilningi þess orðs" er orðinn vandræðalegur brandari.

Vandi almennings í landinu er hins vegar sá að stjórnarandstaðan er afspyrnuléleg líka. Fátt bendir til að hún yrði einhverju skárri, kæmist hún í stólana.

Það er stundum haft á orði að kjósendur fái þá ríkisstjórn sem þeir eiga skilið. Það er erfitt að trúa því að íslenskir kjósendur eigi skilið þau ósköp sem þeir sitja uppi með, handónýta ríkisstjórn og handónýta stjórnarandstöðu.


mbl.is Vextir á myntkörfu gætu nær þrefaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband