Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Laugardagur, 29. september 2007
Tími til kominn
Fyrir nokkru las ég áhugaverða grein Margrétar Georgsdóttur um íslenskan kvenlækni í Læknablaðinu. Þar er listi yfir fyrstu konunnar sem útskrifuðust sem læknar. Fyrsta konan til að ljúka kandídatsprófi í læknisfræði var Kristín Ólafsdóttir. Það gerði hún 1917, eða fyrir nákvæmlega 90 árum síðan. Á næstu liðlega 40 árum lauk 21 kona læknaprófi. Móðir mín, Guðrún Jónsdóttir geðlæknir, var í þeim hópi.
Sama ár og 90 ár eru liðin frá því að fyrsta íslenska konan lauk læknanámi þá ná læknar loksins þeim áfanga að kjósa konu til forystu í heildarsamtökum sínum, Læknafélagi Íslands.
Það er áhugavert að bera þessa þróun hjá læknum saman við þróunina hjá lögfræðingum, sem gjarnan hafa þótt íhaldssamastir allra.
Fyrsta íslenska konan til að ljúka embættisprófi í lögfræði var Auður Auðuns. Það gerði hún 1935. Konum fjölgaði hægt í lögfræðingastétt og á næstu 35 árum útskrifuðust samtals 10 kvenlögfræðingar. Milli 1970 og 1980 útskrifuðust kringum 40 kvenlögfræðingar. Nú eru konur nálægt því að vera kringum helmingur hvers árgangs sem útskrifast í lögfræði. Í læknisfræði hefur þróunin verið svipuð.
Það tók lögfræðinga þó ekki nema rétt 60 ár að kjósa fyrstu konurnar til formennsku í helstu félögum sínum. Sjálf var ég kosin fyrst kvenna formaður Lögfræðingafélags Íslands árið 1994. Þórunn Guðmundsdóttir var ári seinna fyrst kvenna kosin formaður Lögmannafélags Íslands. Hjördís Hákonardóttir varð nokkrum árum seinna fyrst kvenna formaður Dómarafélagi Íslands.
Af þessu virðist mega ráða að læknar eru íhaldssamari (eða karllægari?) en lögfræðingar. Það finnst mér athyglisverð niðurstaða.
Ég óska Birnu Jónsdóttur innilega til hamingju með kjörið. Við vorum fyrir margt löngu saman stutta stund í stjórn Íslendingafélagsins í Uppsölum, Svíþjóð. Miðað við kynni mín af Birnu þá er ég þess fullviss að hún á eftir að láta til sín taka með eftirtektarverðum hætti sem formaður Læknafélags Íslands.
Fyrsta konan formaður Læknafélags Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28. september 2007
Bravó
Ég hlustaði á Víking Heiðar Ólafsson spila píanókonsert nr. 3 eftir Rakmaninoff með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Víkingur Heiðar töfraði fram undursamlega tóna og spilaði verkið af miklu öryggi. Konsertinn, sem er yndislega fallegur, var í flutningi Víkings Heiðars ógleymanleg upplifun. Hljómsveitin var frábær og stjórnandinn, Rumon Gamba, dansaði á stjórnendapallinum.
Það hefur komið fram í viðtölum við Víking Heiðar að hann hafi lengi dreymt um að spila þetta verk, sem mun þekkt fyrir að gera gríðarlegar tæknilegar kröfur til einleikarans. Tónleikagestir fengu að taka þátt í því að draumar hans rættust. Enda var Víkingi Heiðari ákaft fagnað að flutningi loknum. Hann spilaði Ave Maria sem aukalag svo fallega að maður nánast táraðist.
Tónleikarnir í kvöld eru í röð sem Sinfónían kallar Óskabörn þjóðarinnar. Víkingur Heiðar á svo sannarlega heima í þeim hópi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 28. september 2007
Það er skiljanlegt
að hjúkrunarfræðingar séu ósáttir við að þessu kjarasamningsákvæði skuli hægt að beita fyrir lögreglumenn en ekki enn a.m.k. fyrir þá.
Mér sýnist að rökin fyrir álagsgreiðslunni til lögreglumannanna séu aukið álag og aukin verkefni vegna sameiningar lögregluliðanna. Gætu þau rök ekki átt við um mun fleiri starfshópa. Hvað með kennara, leikskólakennara, aðrar heilbrigðisstéttir?
Ólíðandi mismunun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 27. september 2007
Kafka
Ég sá í Þjóðleikhúsinu í kvöld Hamskiptin eftir Kafka í uppfærslu Vesturportsins. Leikararnir stóðu sig afburða vel og Gísli Örn Garðarsson er hreint ótrúlegur í sínu hlutverki. Í leikskránni segir Gísli Örn að honum hafi fundist að þessi saga Kafka hentaði vel fyrir "líkamlegt leikhús". Og hlutverk hans virðist talsverð líkamleg áreynsla.
Söguþráðurinn er af því tagi að ég trúi því að sýningargestir hafi verið hugsi eftir sýninguna. Hún sýnir með áþreifanlegum hætti þá fordóma og jafnvel grimmd sem alltof oft einkennir mannleg samskipti. Þetta er sýning sem er kvöldstundarinnar virði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. september 2007
Það er gott
Kristján biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 21. september 2007
Gott mál
Þessari nefnd er falið mikilvægt verkefni. Ég vona að það bregðist ekki að nefndin skili af sér á tilsettum tíma. Helst hefði ég viljað sjá hana vinna ennþá hraðar. Breytingarnar sem gera þarf eru margar og sumar mjög brýnar. Um þetta fjallaði ég í júní. Sjá hér.
Nefnd skipuð til að fjalla um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. september 2007
Vonandi
verður samhliða endurmetin þörfin á nýbyggingunni og ákvörðunin um staðsetningu hennar. Engum blandast hugur um að húsnæðismál Landspítalans eru í ólestri. Ég veit að mjög margir efast um að þetta hafi verið besta leiðin til lausnar þeim vanda. Svo eru auðvitað mjög margir líka sem telja að sameining Landspítala og Borgarspítala hafi verið óráð og að það sé að koma betur og betur í ljós. Er nokkuð of seint að taka málið til heildarskoðunar og meta hvort skynsamari lausnir séu til?
Stjórnin tekin af Alfreð Þorsteinssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 16. september 2007
Fíkniefni eru dauðans alvara
Ég hef ekki séð fríblaðið Djöflaeyjuna en ég las það sem stendur í Fréttablaðinu í dag um umfjöllunina í Djöflaeyjunni um dóp. Það sem á eftir kemur er því sagt með þeim fyrirvara.
Mér finnst það sem fram kom í Fréttablaðinu um umfjöllun Djöflaeyjunnar slæmt og ég sé hvorki háðið né grínið. Ég er viss um að allir sem hafa horft á eftir börnum sínum í klær vímuefna sjá það ekki heldur.
Fíkniefni og neysla þeirra er dauðans alvara. Það er ekkert svalt við kókaín. Námsmenn sem ánetjast amfetamíni detta fljótt úr námi. Sniff. Þekkir ungt fólk ekki lengur hræðileg tilvik um varanlega örkuml krakka sem fiktuðu við þetta fyrir nokkrum árum? Þau hlutu varanlegan heilaskaða. Það er ekkert svalt við það. Sögur í jólaboðum? Til eru ungmenni sem prufuðu E-pilluna og dóu. Þau eru ekki til frásagnar um reynsluna, hvorki í jólaboðum né annars staðar.
Ábending um smjörsýru sem nauðsynlegt nauðgunarlyf, sérstaklega fyrir ófrítt fólk. .,Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að sæta stelpan sé hrifinn af þér, þú þarft bara að komast nógu nálægt henni til að geta teygt þig í glasið hennar." Hvar er háðið, hvar er grínið? Ég sé hvorugt en ég sé óhugnanleg skilaboð um að læða megi lyfi í glas hjá stelpu sem strák líst vel á og nauðga henni svo þegar lyfið fer að virka.
Ég leyfi mér að mótmæla fullyrðingu aðstoðarritstjórans um það að ef nokkur taki þessa umfjöllun alvarlega þá sé hann þegar í dópi. Ég er ekki í dópi og hef aldrei verið. Ég hef komið að forvörnum og veit því að svona umfjöllun um dóp er vægast sagt óæskileg og líkleg til að gefa unglingum alröng skilboð, hver sem tilgangurinn hjá útgefendunum var.
Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 14. september 2007
Að hengja bakara fyrir smið
Ég var að horfa á Kastljós. Aðstoðarmaður samgönguráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi ræddu Grímseyjarferjumál.
Aðstoðarmaðurinn sagði orðrétt: ,,Það er alveg klárt mál af okkar hálfu að Einar Hermannsson beri ekki ábyrgð á þessu máli. Það er hins vegar líka alveg klár skoðun samgönguráðherra, og mín líka, að ráðgjöfin í þessu máli hafi verið vond. Hún hafi ekki verið nógu vönduð. Það var talið að viðgerðir á skipinu myndu kosta 50 milljónir og þær eru núna komnar í 450 milljónir. Hefðir þú viljað halda áfram með þann ráðgjafa, Bjarni?" (http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301910). Þessi orð aðstoðarmannsins féllu eftir að lesið var upp viðtal við samgönguráðherra frá 14. ágúst. Í því viðtali skellti samgönguráðherra að nokkru leyti skuldinni vegna Grímseyjarferjumálsins á þennan sama Einar. Í viðtalinu við samgönguráðherra kom fram að hann vildi nýjan ráðgjafa og að ekki yrði meira skipt við Einar.
Einhvern veginn finnst mér það sem aðstoðarmaðurinn sagði í þættinum ekki alveg ganga upp. Í öðru orðinu segir hann að þeir telji Einar ekki bera ábyrgð en í hinu að reka beri ráðgjafa sem gefi svona ráð.
En af hverju fer aðstoðarmaðurinn svona frjálslega með staðreyndir? Hefur hann ekki lesið úttekt Morgunblaðsins? Það liggur fyrir að þegar ráðgjafinn mat kostnað upp á 50 m.kr. voru forsendur allt aðrar en þær síðar urðu.
Í ítarlegri úttekt Morgunblaðsins síðustu helgi kemur fram að hækkun úr 50 og upp í 150 m.kr. var vegna sérkrafna Grímseyinga sem fv. samgönguráðherra samþykkti. Það staðfestir fv. samgönguráðherra í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið fyrr í vikunni. Ekki er hægt að skilja greinina öðru vísi en svo að fv. samgönguráðherra er stoltur af því að hafa fallist á kröfur Grímseyinga, þótt þær kostuðu 100 m.kr. í viðbót. Úttekt Morgunblaðsins bendir síðan til þess að stærsti hluti annarrar kostnaðaraukningar sé vegna aukaverka sem verktaki hefur meira og minna skammtað sér.
Ekki veit ég hver ber ábyrgð á klúðrinu með Grímseyjarferjuna. Fv. samgönguráðherra er búinn að taka á sig ábyrgð á 100 m.kr. af kostnaðaraukanum. Afganginn hefur enginn tekið á sig. Af allri umfjöllun er þó ljóst að ráðgjafann á ekki að hengja fyrir þetta mál, hvað sem samgönguráðherra og aðstoðarmaður hans reyna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 13. september 2007
Og hvernig skyldi brugðist við?
Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi