Leita í fréttum mbl.is

Fresta ...

Hvað stoppar formann Samfylkingarinnar í því að upplýsa strax hverjum Samfylkingin skuldaði 124 milljónir í árslok 2007? Skyldu þar vera nöfn kröfuhafa, sem eiga háar kröfur, sem er óþægilegt að sýna? Eru svör Samfylkingarinnar háð því að aðrir stjórnmálaflokkar svari? Ekki það, auðvitað eiga allir stjórnmálaflokkarnir að upplýsa, og það strax, hverjum þeir skulduðu þennan tæpa hálfa milljarð í árslok 2007. Kjósendur eiga rétt á því að vita það, fyrir kosningar.

 
mbl.is Fjármál flokkanna verði skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilviljun?

Er það tilviljun að um leið og farið var að blogga og skrifa á netmiðlunum um það að stjórnmálaflokkarnir skulduðu samtals kringum hálfan milljarð í árslok 2007, og að upplýsa þyrfti hverjir væru kröfuhafar flokkanna, þá snarhætti umræðan um fjármál stjórnmálaflokkanna? Um þessar skuldir var fjallað t.d. á eyjan.is og amx.is þriðjudaginn 14. apríl sl.

Forsætisráðherra hlýtur að hafa forgöngu um það að Samfylkingin upplýsi hverjum flokkurinn skuldaði 124 milljónir króna í árslok 2007. Með sama hætti hlýtur Framsóknarflokkurinn að upplýsa hverjum þeir skulduðu 154 milljónir króna í árslok sama árs. Aðrir flokkar þurfa auðvitað að gera slíkt hið sama. VG skuldaði 91 mkr., Sjálfstæðisflokkurinn 76 mkr. og Frjálslyndir 30 mkr. Þannig skulda VG og Sjálfstæðisflokkurinn samtals litlu meira en Framsóknarflokkurinn einn. 

Af hverju eru fjölmiðlamennirnir, sem gengu svo snöfurlega fram þegar um var að ræða ofurstyrkina til Sjálfstæðisflokksins, ekkert að sinna þessu máli núna? Skyldi það vera af því að þeir óttast að upplýsingarnar geti orðið óþægilegar fyrir flokkinn sem margir þeirra styðja, Samfylkinguna?


mbl.is Reiðubúin að leiða næstu stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðingarvert, en hvernig?

Það er út af fyrir sig virðingarvert að nýr bankastjóri Nýja Landsbankans biði afsökunar á mistökum bankans fyrir hrunið. Bankastjórinn segir mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn nýja bankans væru ekki í feluleik. Hann segir að þeir geti ekki skorast undan því að axla ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Hann segir það einu leiðina til að ná sáttum við umhverfið að nýju.

Þá er spurningin: Hvernig ætlar Nýi Landsbankinn að axla ábyrgð á mistökum fortíðarinnar? Hvernig ætlar bankinn að ná sáttum við umhverfið á ný? Það vantar svar við þeim áleitnu spurningum. Eftir þeim svörum hlýtur að þurfa að kalla. 


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sat hjá

VG, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hrósuðu sér mjög af samþykkt þessa frumvarps. Eftir að kynna mér gögnin tók ég þá afstöðu að sitja hjá. Öll gögn benda til þess að með því að gera kaup á vændi refsiverð fari þessi starfsemi neðanjarðar og eymd þeirra kvenna sem eru í vændi aukist til muna. Nánast útilokað er að sanna kaup á vændi þannig að þeir sem sakfelldir eru, eru sárafáir. Ég held að það sé einhver alvarlegur misskilningur í málinu hjá þeim sem halda að með þessari breytingu hafi einhver sérstök tímamót orðið.
mbl.is Kaup á vændi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin klofnaði

Það er óvenjuleg sjón í þingsalnum að sjá ríkisstjórn klofna í afstöðu til frumvarps, sem borið var fram af ráðherra. En þetta gerðist í kvöld. Ráðherrar VG greiddu atkvæði gegn frumvarpinu um Helguvík en ráðherrar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sat hjá og annar fylgdi VG í því að vera á móti. Mál iðnaðarráðherra komst þannig í gegn með stuðningi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
mbl.is Lög um Helguvíkurálver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af

Þingstörfum lauk í kvöld og þar með þriggja vikna törn sem varaþingmaður. Þetta er búinn að vera ánægjulegur tími, áhugaverður og umfram allt ótrúlega annasamur. Ég er stolt af því að hafa staðið vaktina með félögum mínum í þingflokki Sjálfstæðisflokknum um stjórnarskrána. Jafnframt verð ég að segja að það olli mér vonbrigðum að ekki skyldi tekið í útrétta sáttarhönd okkar og samþykkt a.m.k. breytingin á 79. gr. stjórnarskrárinnar. Það er greinilegt að meirihlutinn telur hagsmunum sínum betur borgið með að kenna Sjálfstæðisflokknum um hvernig fór heldur en að ná samkomulagi. Um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í stjórnarskrármálinu þarf ekkert annað að segja en að vísa í orð þeirra sjálfra frá árinu 2007 - sem ég hef þegar birt hér á bloggi mínu. Við hefðum ekki getað lýst því betur hversu ámælisverð vinnubrögð af þessu tagi eru.

Mér þótti það sérlega ánægjulegt að taka í gær þátt í 2. umræðu um frumvarp til laga um sjúkraskrár. Ég  var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið fyrir heilbrigðisráðherra. Það var þess vegna sérstök upplifun að taka þátt í þingmeðferð málsins, geta haft áhrif á breytingatillögu sem þingnefnd var búin að gera og sem var ekki, að mínu mati, skynsamleg, og greiða síðan atkvæði með frumvarpinu og gera það að lögum. Þar með fylgdi ég þessu frumvarpi alla leið.

Ég segi líkt og Gunnar Svavarsson gerði í kvöld, takk fyrir mig. Varaþingmannsferli mínum er lokið. Ég fékk tækifæri til að setjast í Alþingi í þrígang, haustið 2007, vorið 2008 og svo núna í þrjár vikur. Þetta er reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Fyrir þetta tækifæri er ég þakklát.


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningaeftirlit

Ég hygg að mörgum hafi brugðið í brún fyrir stuttu þegar í ljós kom að ÖSE hefði ákveðið að senda hingað kosningaeftirlitsmenn. Nú eru þessir ágætu eftirlitsmenn komnir og teknir til starfa. Og það dugir ekki færri en 10. Það verður fróðlegt að sjá skýrslu þessara eftirlitsmanna. Einhvern veginn hélt maður að aðstæður hér á landi væru ekki með þeim hætti að þær kölluðu á sérstakt kosningaeftirlit.
mbl.is Kosningaeftirlitsmenn ÖSE hafa tekið til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðdáunarverð hreinskilni

Oddviti VG í Reykjavík norður, Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG sýndi aðdáunarverða hreinskilni í sjónvarpsþættinum í gærkvöldi. Hún skýrði kjósendum skorinort frá því hverjar væru efnahagstillögur VG. Þær eru einfaldar. Þær eru auðskildar. Þær eru: Lækka laun og hækka skatta. 


mbl.is Kjaraskerðing þegar hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfestir gjafakjörin

Þessar bókhaldskúnstir VBS fjárfestingabanka staðfesta að með samkomulagi ríkissjóðs og VBS og Saga Capital sem naut sömu vildarkjara á láni, var í raun verið að gefa þessum tveimur fjárfestingabönkum og hluthöfum þeirra milljarða króna. Hluthafarnir þurftu ekki einu sinni að sæta því að ríkið yfirtæki einhvern eignarhluta í bönkunum. Hlutafé þeirra er óskert. Gjöfin er skilyrðislaus.

VBS er nú búið að bókfæra gjöfina á 9,4 milljarða króna.

Af hverju getur almenningur í landinu, heimilin í landinu, ekki fengið slíkar gjafir úr ríkissjóði? Og hvar eiga önnur fyrirtæki, sem áhuga hafa á sambærilegri fyrirgreiðslu, að sækja um? Eða er jafnræðiseglan, sem er stjórnarskrárvarin, bara grín í augum ríkisstjórnarinnar?


mbl.is Lán ríkis fært sem tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

tókst, kl. liðlega 2 í nótt að fá stjórnarsinna til að fallast á að fresta 2. umræðu og setja stjórnarskrárbreytingarnar aftur í sérnefndina. Þessi frétt var eitt af því sem bent var á í umræðum um fundarstjórn forseta eftir að fyrir lá að 2. umræðu átti að halda áfram. Hér kemur fram að formaður þingflokks Framsóknarflokksins lýsir því yfir að 4. gr. frumvarpsins til stjórnskipunarlaga sé ekki lengur inni. Samt er á þingskjali breytingartillaga við sömu 4. gr. frumvarpsins og ekkert frumvarp fram komið frá ríkisstjórninni og stuðningsmönnum þeirra um að 4. gr. falli niður. Í framhaldi 2. umræðu, sem hófst rétt fyrir miðnætti, var því verið að ræða frumvarpið eins og 4. gr. væri ennþá inni. Þetta eru auðvitað fáheyrð vinnubrögð. En sem betur fer lauk þessu með frestun umræðunnar svo sérnefndin fái ráðrúm til að fara yfir frumvarpið á nýjan leik.
mbl.is Stjórnlagaþingið út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þá að skila þeim?

Ummæli fv. formanns Samfylkingarinnar vekja upp þá spurningu hvort Samfylkingin hljóti ekki að skila þessum styrkjum. Ef betra hefði verið að taka ekki við þeim - þá hlýtur að vera eðlilegt að skila þeim. Eða hvað?

Hverjir eiga þessar kröfur á stjórnmálaflokkana?

Þetta eru háar fjárhæðir sem stjórnmálaflokkarnir skulduðu í árslok 2007. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa birt styrkveitingar og sundurgreint eftir styrkveitendum. Það skiptir líka miklu að vita hverjum stjórnmálaflokkarnir skulda þessar fjárhæðir. Fjölmiðlar hljóta að kalla eftir slíkri sundurliðun og sjá til þess að hún birtist sem allra fyrst.
mbl.is Skulduðu hálfan milljarð í lok 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband