Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin klofnaði

Það er óvenjuleg sjón í þingsalnum að sjá ríkisstjórn klofna í afstöðu til frumvarps, sem borið var fram af ráðherra. En þetta gerðist í kvöld. Ráðherrar VG greiddu atkvæði gegn frumvarpinu um Helguvík en ráðherrar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með. Einn þingmaður Samfylkingarinnar sat hjá og annar fylgdi VG í því að vera á móti. Mál iðnaðarráðherra komst þannig í gegn með stuðningi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
mbl.is Lög um Helguvíkurálver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Hvernig er það  er stjórn sem ekki styður stjórnarfrumvarp starfhæf? Ber henni ekki að segja af sér? Er svoleiðis stjórn starfhæf?

Gylfi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Hlédís

Svona er ALVÖRU-löggjafarþing, Dögg! Þar fara þingmenn eftir sannfæringu sinni, eins og lög gera ráð fyrir, en er ekki stýrt af Flokksforystu með einu handtaki í marga strengi.  Óvenjulegt er það, þá litið er til fortíðar, - verður vonandi algengara.   Sjálfstæðisflokkurinn ætti að njóta góðs af því í minnihluta - þá verða kannski ekki allar tillögur frá honum hunsaðar sjálfvirkt!

Hlédís, 17.4.2009 kl. 23:07

3 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Haha þó það nú væri. Það fylgja ekki allir leiðtogum sínum heilalaust í blindni útaf klettsbrúninni.

Tek undir með Hlédýsi.

Björn Halldór Björnsson, 17.4.2009 kl. 23:13

4 identicon

Þetta er ekki einu sinni frétt því afstaða VG er öllum ljós. 

Einu sinni greiddi ráðherra atkvæði gegn stjórnafrumvarpi og það féll á jöfnu.  Meirihlutinn var naumur.

Samt lifði stjórnin. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:14

5 Smámynd: Hlédís

Gylfi fór af stað með óskhyggjuna: Þingmenn sem fara eftir eigin sannfæringu! ALMÁTTUGUR MINN! Eiga þeir ekki að segja af sér ?  Lestu þér til um löggjafarþing, Gylfi! Ekki er von að þú þekkir lýðræðisleg vinnubrögð á þingi ;)

Hlédís, 17.4.2009 kl. 23:25

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Þú hlýtur að vita hvernig century fjármagnar verkefnið ekki satt?

Andrés Kristjánsson, 17.4.2009 kl. 23:25

7 Smámynd: drilli

þetta lá alltaf ljóst fyrir við stjórnarmyndun svo það er fullseint að reyna að gera sér mat úr því. Frekar billegt reyndar. En málþóf á þingi sem allir voru sammála um að væri í tímaþröng, það er allt að að því glæpsamlegt. Meirihlutinn ræður EKKI ! ! !  er það málið ?

drilli, 17.4.2009 kl. 23:36

8 identicon

Já Dögg mín! Svona fer þetta þegar sannfæringin fær að ráða og allir sáttir! Sjálfstæðismenn geta örugglega lært þetta líka, auk þess að hlusta eftir vilja þjóðarinnar þegar að hún kallar eftir td. Stjórnarskrárþingi!

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 391626

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband