Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlega jafnt hjá fjórflokknum í NV

Það er merkilegt að sjá hvað fjórflokkurinn stendur jafnt í NV. Sjálfstæðisflokkurinn fær flest atkvæði 4037 og 22,9% atkvæða.  Framsóknarflokkurinn fær fæst atkvæði fjórflokksins 3967 og 22,5% atkvæða. Á flokkunum munar 70 atkvæðum. Samfylkingin og VG eru þarna á milli. Jafnara getur það víst varla verið.Wink
mbl.is Enn vantar tölur úr NA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi kosninganótt framundan

Fyrstu tölur sýnast í allmiklu samræmi við síðustu skoðanakannanir. VG virðist þó hafa fatast flugið á lokasprettinum, eins og svo oft áður. Spurning er hvort afdráttarlaus andstaða formanns VG við EB í lokaþættinum í gærkvöldi hafi haft neikvæð áhrif á kjósendur, þegar í kjörklefann var komið.

Það er sérkennilegt að heyra formann Samfylkingarinnar tala um að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að fá löngu tímabært frí frá stjórnarsetu. Er formaður Samfylkingarinnar búinn að gleyma því að 2007 var það hennar flokkur, Samfylkingin, sem frekar vildi leiða Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi stjórnarsetu og stjórnarforystu, þrátt fyrir 16 ár í ríkisstjórn, heldur en að fara í stjórnarsamstarf við VG? Þá fannst formanni Samfylkingarinnar ekki ástæða til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí.

Svo er það auðvitað umhugsunarefni að Samfylkingin skuli af kjósendum vera talin enga ábyrgð bera á hruninu. Var hún þó í ríkisstjórn og fór með mikilvæg ráðuneyti eins og viðskiptaráðuneytið.

En það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur örugglega gott af því að vera um skeið utan ríkisstjórnar. Það skiptir ekki máli hvað flokkurinn heitir. Enginn stjórnmálaflokkur hefur ekki gott af því að vera of lengi við völd.


mbl.is Fréttaskýring: Stærsta vinstrisveiflan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætar líkur ...

Formaður VG segist telja að ágætar líkur séu á að VG og S sameinist um afstöðu til EB. En það er himinn og haf á milli þeirra. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeirra lúffar. Formaður VG með því að samþykkja að fara í aðildarviðræður án þess að spyrja þjóðina fyrst, eins og yfirlýst stefna VG. Eða formaður S með því að samþykkja þjóðaratkvæði um það hvort ganga eigi til aðildarviðræðna. Báðir formenn hafa sagt svo mikið í þessu máli að lausn þar sem bæði halda haus virðist illfinnanleg.


mbl.is Áherslan á ESB lýsir taugaveiklun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG og Samfylkingin

Í sjónvarpsþættinum á RÚV eru formenn stjórnmálaflokkana að ræða málin. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvaða lendingu VG og S ætla að ná í Evrópumálunum. Það er ekki snertiflötur á því sem þessir tveir flokkar vilja í þeim málaflokki.
mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir vegna prófkjöra

Mikið er rætt þessa dagana um styrki til einstaklinga vegna prófkjöra. Ég hef tvisvar tekið þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, í október 2006 og í mars 2009. Í fyrra prófkjörinu hlaut ég bærilegan árangur miðað við nýliða, lenti í 11. sæti með bindandi kosningu, sem sé liðlega helming atkvæða. Síðast var árangurinn lakari. Ég lenti í 15. sæti með innan við þriðjung atkvæða.

Hér bloggaði ég um kostnað við þátttöku mína í prófkjörinu 2009. Þar kemur fram að kostnaður minn vegna prófkjörsins var innan við 450 þús. kr. Þann kostnað bar ég ef frá eru taldar liðlega 50 þús. kr. sem stuðningsmaður greiddi.

Ég hef verið að taka saman kostnað vegna prófkjörsins 2006. Fljótt á litið sýnist hann hafa verið 4,5 - 5 m.kr. Var prófkjörsbarátta mín þó látlausari en margra annarra sem voru í prófkjöri á sama tíma. Helstu kostnaðarliðir tengdust rekstri prófkjörsskrifstofu, birtingu auglýsinga í fjölmiðlum, einkum dagblöðum, prentun kynningarefnis og póstsendingu kynningarefnis.

Ég sendi svohljóðandi tölvupóst til kringum 20 fyrirtækja:

Sæl/l [nafn].
Eins og þú hefur sjálfsagt orðið var við þá tek ég þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem verður um helgina.
Þegar maður stendur í slíku þá þarf að leita til fyrirtækja með ósk um fjárstuðning.
Ég óska eftir stuðningi að fjárhæð 100.000 kr. en önnur fjárhæð, hærri eða lægri er vel þegin.
Ef svar við erindinu verður jákvætt þá er reikningsnúmer framboðsins xxxx-xx-xxxxxx, kt. 601006-1380.
Með kærum kveðjum,
Dögg Pálsdóttir.

Fram hefur komið að Baugur styrkti framboð mitt með 200 þús. kr. framlagi. Jafnframt fékk framboð mitt 100 þús. kr. frá Landsbanka Íslands, 50 þús. kr. frá OLÍS og 250.000 kr. frá SPRON og sýnist mér það hafa verið hæsti styrkurinn sem framboð mitt fékk. Einstaklingar styrktu framboð mitt með samtals 100.000 kr.

Þetta eru fjárstyrkirnir sem framboð mitt fékk árið 2006, miðað við þær upplýsingar sem ég hef nú handbærar. Bankareikningur framboðs míns var fluttur úr SPRON í Kaupþing. Sá flutningur virðist hafa breytt aðgangi mínum að heimabankanum vegna reikningsins. Þess vegna get ég ekki, fyrr en á morgun, birt endanlegt yfirlit um fjárstyrki til framboðsins 2006. Handbærar upplýsingar sem ég hef eru svör við tölvupóstum sem ég sendi.

Ég styð kröfuna um gegnsæi í fjármálum stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum. Ég tel sjálfsagt að allir frambjóðendur í prófkjörum birti yfirlit um styrki og fjárframlög til framboða þeirra, fyrir kosningarnar á laugardag.


mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

Það er gaman að svona þjóðtrú. Skyldi einhver fræðingurinn ekki hafa gert rannsókn á því hvort hún standist þessi með að sumarið hafi verið gott af því að vetur og sumar frusu saman? Það hefur margt vitlausara verið rannsakað.Smile

Ég sé að snjóað hefur í Esjuna í nótt - og veðrið úti er fallegt. Ég á eftir að komast að því hvort það er gluggaveður.

Ég óska öllum gleðilegs og gæfuríks sumar.


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi

Orðaskipti frambjóðenda VG og Samfylkingarinnar um hvað gerist í Evrópumálum eftir kosningar verða æ meira spennandi. Einhvern veginn eru frambjóðendur ekki að tala einum rómi. Nú segir efsti maður VG í Reykjavík suður að hún trúi því ekki að Samfylkingin láti brjóta á Evrópumálum. Erfitt hefur verið að skilja orð forsætisráðherra með öðrum hætti en þeim að þetta yrði forgangsmál hjá hennar flokki. Í gær sagði annar maður á lista VG í Kraganum að þetta væri tæknileg útfærsla sem ekki yrði látið brjóta á. Hann var ekki hægt að skilja með öðrum hætti en þeim að VG myndi sætta sig við aðildarviðræður án undanfarandi þjóðaratkvæðis til að láta þjóðina ráða. Það styttist í kosningar. Kjósendur hljóta að vilja vita nákvæmlega hvernig þetta á að vera, eða hvað?
mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom að því ...

Allt er þetta spurning um að þeir sem í stjórnir skipa séu meðvitaðir um mikilvægi þess að hlutur kynjanna sé sem jafnastur. SA eru greinilega búin að átta sig á því að þau hafa þetta algerlega í hendi sér. Með þeim ánægjulegu afleiðingum að konur eru nú réttur helmingur fulltrúa SA í stjórnum lífeyrissjóða. Þetta hlýtur að hafa í för með sér að kynjahlutfall í stjórnum lífeyrissjóða jafnast verulega. Verkalýðshreyfingin hlýtur að vera búin fyrir löngu að tryggja að hún tilnefni jafnt konur og karla sem sína fulltrúa í þessum stjórnum. Eða hvað?
mbl.is Konum fjölgar í stjórnum lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjafnt hafast þeir að

Sænski seðlabankinn kominn með stýrivextina niður í 0,5%. Íslenski seðlabankinn lækkaði þá niður í 15,5% fyrir nokkrum dögum. Þurfum við að senda okkar seðlabankafólk og peningastefnunefndina í læri til Svíþjóðar?
mbl.is Sænskir stýrivextir aðeins 0,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allnokkur tíðindi

Ef upp úr kjörkössunum koma fjórir þingmenn fyrir O-listann þá hljóta það að teljast allnokkur pólitísk tíðindi. Annað í þessari könnun er meira og minna í samræmi við aðrar kannanir sem birtar hafa verið síðustu daga og vikur. Það stefnir í spennandi kosninganótt ...
mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er tilhugalífið í uppnámi?

Ekki veit ég hvernig forsætisráðherra ætlar að gera þetta. Á kosningafundi í Suðurlandskjördæmi í kvöld á RÚV kemur skýrt fram hjá fulltrúa VG að VG muni ekki hvika frá þeirri stefnu sinni að ganga ekki til viðræðna við EB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Á sama fundi kemur jafnskýrt fram hjá fulltrúa Samfylkingarinnar að Samfylkingin muni ekki hvika frá því að ákveðið verði að hefja viðræður strax eftir kosningar.

Það verður ekki betur séð en að hið tilhugalíf VG og Samfylkingarinnar sem hefur þann tilgang að fara í áframhaldandi stjórnarsamstarf milli þessara flokka eftir kosningar, sé í fullkomnu uppnámi.


mbl.is ESB-viðræður í júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæfulaust

Það er með ólíkindum að heyra þetta frá formanni Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn gerði Samfylkingunni kleift að sprengja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og hlaupa í minnihlutastjórn með VG. Yfirlýst markmið þeirrar ríkisstjórnar var að vinna að aðgerðum til að taka á skuldavanda heimila og fyrirtækja.

Hér staðfestir formaður Framsóknarflokksins að minnihlutastjórnin hefur verið ákaflega gæfulaus í þeirri viðleitni sinni og lítið borið á aðgerðum í þágu heimila og fyrirtækja. Sú skjaldborg sem reisa átti um heimilin í landinu sést hvergi. Atvinnuleysi eykst, skuldavandi heimila eykst. Vandinn hefur bara aukist eftir að minnihlutastjórnin tók við og var hann þó ærinn fyrir.

Af hverju lét Framsóknarflokkurinn nota sig svona, einnig eftir að þeir sáu að ekkert átti að gera í þeim málum sem voru forsenda stuðnings þeirra við stjórnina?


mbl.is Ræddu um að sprengja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband