Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Æ, æ, æ
hvað þetta gengur hægt. Hvað veldur? Hafa konur ekkert skynsamlegt til málanna að leggja? Er það svo að það sé auðveldara að fá karlana í viðtöl en konurnar? Dettur fréttamönnunum alltaf fyrst í hug nöfn karlanna? Svar hef ég ekki á reiðum höndum og kannski er þetta sambland af þessu öllu saman.
Hvað er til ráða? Ekki dugir að tala um þetta. Það er búið að gera það svo árum skiptir. Umræðan virðist engu breyta.
Hér þarf athafnir í starf orða - og kannski að við konur þurfum að byrja hér hjá okkur sjálfum. Við þurfum að hafa það sem prinsip að segja ALDREI nei þegar við erum beðnar um að koma í viðtal í fjölmiðlum. Þetta prinsip setti ég mér fyrir mörgum árum. Við það hef ég staðið, nema einu sinni. Þá var ég beðin um að tjá mig um eitthvað lögfræðilegt álitaefni sem ég hafði nákvæmlega ekkert vit á, þekkti ekki og gat ekki lesið mér til um fyrir viðtalið. Og þá benti ég fréttamanninum á aðra konu sem gat tjáð sig um málið.
78% viðmælenda ljósvakamiðla karlar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Að vera þar sem fólkið er
Mér finnst gott framtak hjá Biskupsstofu að setja upp síðu á fésbókinni. Sjálf hef ég verið á þessum afþreyingarstað frá því í júlí 2008 og haft gaman af. Þarna er ég búin að hitta gömul skólasystkin sem langt er síðan ég hitti síðast. Þarna fylgist maður með hvað vinir og ættingjar eru að bauka við. Ég veit að mörgum foreldrum finnst gott að fylgjast þarna með því sem börnin eru að fást við. Allt er þetta meira og minna saklaust og ekki verri afþreying en hver önnur.
Mér hefur fundist sérlega skemmtilegt að fylgjast með hvernig prófkjörsframbjóðendur flykkjast nú inn á fésbókina í aðdraganda prófkjörs. Og svo sjálfsagt hverfa þeir þaðan jafnskjótt og prófkjörinu lýkur. Sama gerðist með bloggið. Inn á það flykktust frambjóðendur til Alþingis í kosningunum 2007 en margir hurfu strax að afloknum kosningum. Sjálf byrjaði ég að blogga á þessum tíma, en hef haldið því stöðugt áfram, sjálfri mér til ómældrar ánægju og lesendum, vonandi, ekki til allt of mikils ama.
Biskupinn kominn á facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Að biðjast afsökunar
Það er til stakrar fyrirmyndar að alþingismenn skuli nú hver af öðrum ganga fram fyrir skjöldu og biðja afsökunar á þætti þingsins og þingmanna í því sem úrskeiðis fór í aðdraganda bankahrunsins og þess sem á eftir fór.
Skemmtilegra hefði þó verið að þeir hefðu gert þetta fyrr, en ekki korteri fyrir prófkjör. Ég minnist einungis eins þingmanns og ráðherra sem tiltölulega fljótt ræddi opinskátt um það að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að líta í eigin barm varðandi ábyrgð á því sem gerst hefur. Það er varaformaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Flestir ef ekki allir aðrir þingmenn hafa fram til þessa lítið talið sig þurfa að tjá sig um þessi mál eða ábyrgð þingsins á því. Ég minnist þess ekki að einn einasti þingmaður eða ráðherra Samfylkingarinnar hafi talið sig bera neina ábyrgð, fyrr en fv. viðskiptaráðherra sagði af sér fimm mínútum áður en sú ríkisstjórn sprakk.
En batnandi mönnum er best að lifa.
Sekt og sakleysi á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Augnablik ...
Sigmundi Davíð boðin sáttahönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Stefnumót við frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Þingrof
Hvað þýðir þingrof? Getur þingið haldið áfram störfum eftir þingrof? Þetta er auðvitað spurningin sem hér er verið að velta fyrir sér.
Við stjórnarskrárbreytinguna 1991 voru allir frestir vegna þingrofs styttir. Breyting var einnig gerð til að tryggja að landið yrði aldrei þingmannslaust, þ.e. ákvæði var sett í 24. gr. stjórnarskrárinnar um að þingmenn haldi umboði sínu til kosninga.
Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu út af þessu og komst að því að að þessu var sérstaklega vikið þegar mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands árið 1991. Framsöguræðu Ólafs G. Einarssonar má í heild sinni lesa hér:
Samkvæmt frv. ber því þingrof að með þeim hætti að Alþingi er rofið þegar forseti Íslands, í reynd forsrh., tekur ákvörðun um slíkt og gerir það kunnugt með forsetabréfi, en síðan þarf að fresta þinginu til þingloka, þ.e. fram að kjördegi. Þinginu verður auðvitað ekki frestað fyrr en samþykki þess liggur fyrir, en í raun mun þó aldrei geta liðið langur tími frá því að þingrof er kunngert og þar til þingið lýkur störfum því frestir eru það stuttir fram að kosningum að þingmenn eru auðvitað knúnir til þess að ljúka þingstörfum mjög fljótlega eftir tilkynningu um þingrof.
Hér er auðvitað um mjög mikilsverða breytingu að ræða og ljóst að framvegis verða ekki slíkar stórdeilur um þingrof og verið hafa a.m.k. tvisvar, þ.e. 1931 og 1974, þegar Alþingi var rofið frá og með þeim degi þegar kunngert var um þingrofið. Við erum vissulega ekki að leggja neinn dóm á þá atburði er þá gerðust, síður en svo, en með þessu frv. er verið að leggja til að þó að Alþingi sé rofið, þá verði þingmenn ekki umsvifalaust sviptir umboði. Forsrh. hefur áfram þingrofsréttinn en hann getur ekki tekið umboðið af alþingismönnum og heldur ekki bundið enda á þingstörf fyrr en meiri hluti Alþingis veitir samþykki sitt til þess að þingstörfum verði hætt eftir þingrofs-ákvörðunina fram að kjördegi þegar nýtt umboð er veitt.
Með þessu móti erum við að reyna að tryggja að landið verði aldrei þingmannslaust og ævinlega sé unnt, ef knýjandi nauðsyn er til, að kveðja Alþingi saman til funda, jafnvel þótt áður hafi verið kunngert um þingrof, þingið lokið störfum og komið nálægt kosningum. (Leturbreyting DP.)
Í feitletraða texta framsöguræðunnar kemur skýrt fram að þingrofsrétturinn geti ekki tekið umboðið af alþingismönnum og heldur ekki bundið enda á þingstörf fyrr en meiri hluti Alþingis veitir samþykki sitt til þess að þingstörfum verði hætt eftir þingrofsákvörðunina. Það er því í höndum meirihluta Alþingis hvenær þingstörfum verður hætt.
Fyrir liggur að ríkisstjórnin er minnihlutastjórn sem situr í skjóli Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn sýnist því hafa það í hendi sér hvenær þingstörf hætta fyrir Alþingiskosningarnar 25. apríl 2009.
Hægt að halda áfram þingstörfum eftir þingrof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Vonandi ...
Upplýst um skattaskjólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Að axla ábyrgð .... þegar eitthvað fer úrskeiðis í læknismeðferð
Í Íslandi í dag var fjallað um málefni tveggja karlmanna sem létust fyrir aldur fram, hugsanlega vegna þess að eitthvað fór úrskeiðis í læknismeðferð þeirra.
Til mín hafa leitað fjölmargir sjúklingar eftir að eitthvað fór úrskeiðis í læknismeðferð þeirra. Meginreglan virðist sú að heilbrigðiskerfið gleymir að segja sjúklingum frá því að eitthvað hafi farið úrskeiðis eða segir svo óskýrt frá því að sjúklingurinn getur ekki almennilega skilið upplýsingarnar. Því síður virðist mikið um að sjúklingum í þessari stöðu sé sagt frá því að þeir eigi hugsanlega rétt á bótum úr svokallaðri sjúklingatryggingu, sem stofnuð var með lögum árið 2000. Með þeim lögum átti að auka og bæta réttarstöðu sjúklinga, til bóta, einmitt þegar eitthvað fer úrskeiðis.
Ég tel að heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsmenn þurfi að endurskoða frá grunni með hvaða hætti þeir gera sjúklingum grein fyrir þegar eitthvað fer úrskeiðis. Það þarf að segja sjúklingum frá því, umbúðarlaust, útskýra hvað fór úrskeiðis og útskýra réttarstöðuna. Það þarf jafnvel stundum að biðja afsökunar. Mikið vantar á að upplýsingar séu nægilega greiðlega gefnar. Ég þekki engin dæmi þess að beðið sé afsökunar.
Það hefur lengi legið fyrir að hér er alvarleg brotalöm í kerfinu. Samt gengur afar hægt að kippa þessu í liðinn. Bent hefur verið á að sérstakt starf umboðsmanns sjúklinga gæti skipt sköpum í málum af þessu tagi. Ég held að mikið sé til í því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. mars 2009
Ábyrgðarleysi?
Mér fannst með ólíkindum að Alþingi skyldi taka jólafrí í liðlega fjórar vikur á tímum eins og nú eru. Vegna kosninga eru framundan sex vikur þar sem þing verður ekki að störfum. Það eru mörg brýn verkefni sem þarf að leysa. Þau tefjast vegna kosninganna. Ekki sé ég hvernig slæmt ástand batnar við það.
Og svona í framhjáhlaupi: Er Framsóknarflokkurinn búinn að gleyma því að hann var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum frá 1995-2007? Einkavæðing bankanna og þau mistök sem sýnast hafa verið gerð í þeim ferli voru jafnt í boði Framsóknarflokksins sem Sjálfstæðisflokksins. Heldur nýr formaður Framsóknarflokksins að pólitísk fortíð Framsóknarflokksins og ábyrgð hans á efnahagsstjórninni, einkavæðingunni og ríkisfjármálunum 1995-2007 hafi horfið við það eitt að hann var kosinn formaður?
Vill rjúfa þing 12. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 2. mars 2009
Miklir peningar
Tveir milljarðar króna í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi