Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgðarleysi?

Mér fannst með ólíkindum að Alþingi skyldi taka jólafrí í liðlega fjórar vikur á tímum eins og nú eru. Vegna kosninga eru framundan sex vikur þar sem þing verður ekki að störfum. Það eru mörg brýn verkefni sem þarf að leysa. Þau tefjast vegna kosninganna. Ekki sé ég hvernig slæmt ástand batnar við það.

Og svona í framhjáhlaupi: Er Framsóknarflokkurinn búinn að gleyma því að hann var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum frá 1995-2007? Einkavæðing bankanna og þau mistök sem sýnast hafa verið gerð í þeim ferli voru jafnt í boði Framsóknarflokksins sem Sjálfstæðisflokksins. Heldur nýr formaður Framsóknarflokksins að pólitísk fortíð Framsóknarflokksins og ábyrgð hans á efnahagsstjórninni, einkavæðingunni og ríkisfjármálunum 1995-2007 hafi horfið við það eitt að hann var kosinn formaður?


mbl.is Vill rjúfa þing 12. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Súpan, sem við sitjum í er orðin ansi stór um sig.
Og hálfgerð naglasúpa.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 15:50

2 identicon

Mikið rétt hjá þér.

Mér hefur fundist á skrifum þínum að þú eigir mjög gott með að taka niður flokksgleraugun og vera nokkuð málefnaleg. Það er það sem þarf, oft hefur mér þótt það sýndarmennska þegar einstaka þingmaður hefur verið að sprikla eða þykjast andæfa gegn eigin flokki en mér finnst það ekki eiga við þig. Vona að þér gangi vel í prófkjörinu að það verði ekki eintómir stráklingar í efstu sætunum.

kv sighaf

Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:10

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Sigurður. Þakka þér fyrir þessa athugasemd. Mér þykir vænt um hana. Og allra okkar vegna vona ég að niðurstaða prófkjörsins verði sú að hlutfall kvenna og karla verði sem jafnast. Við viljum hvorki einsleitan lista karla né einsleitan lista kvenna. Ég er í hópi þeirra sjálfstæðismanna sem tel að okkar flokkur hafi brugðist illa bæði í aðdraganda hrunsins og eftir hrunið. Ég hefði viljað sá tekið á málum með allt öðrum hætti. Auðvitað er alltaf hægt að vera vitur eftirá - en ég tel einlæglega að hægt hefði verið að taka mun fastar og betur á málum en gert var. Ég hef orðað það svo að við einfaldlega klúðruðum þessu, því miður, og vinstri stjórnin sem nú situr er algerlega í okkar boði. Það er sárt að þurfa að horfast í augu við það. En það verður að gera engu að síður. Þess vegna er ég ánægð með starf endurreisnarnefndarinnar því í því starfi felst m.a. nauðsynleg naflaskoðun hjá Sjálfstæðisflokknum. Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 2.3.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 391673

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband