Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Góðar fréttir

Þetta eru góðar fréttir. Nú skiptir miklu að Íslendingar haldi vel á hagsmunum sínum vegna þessa máls. Vonandi er iðnaðarráðuneytið að leita aðstoðar færustu sérfræðinga í því skyni.
mbl.is Auknar líkur á olíu á Drekasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði

Það eru mikil vonbrigði að ekki skuli enn hafa skapast aðstæður til að afnema gjaldeyrishöfin. Það eru einnig vonbrigði að í þeim efnum eigi jafnvel ekkert að gerast fyrr en 1. september nk.

Gjaldeyrishöftin fluttu okkur áratugi aftur í tímann. Gjaldeyrir er ekki keyptur nema með ströngum skilmálum. Þetta rifjar upp ástand sem var hér fyrir löngu, ástand sem enginn trúði að myndi koma aftur. 

Afnám gjaldeyrishaftanna er mikilvægur þáttur í þeirri endurreisn efnahagslífsins sem nauðsynleg er. Því fyrr sem þau verða afnumin því betra.


mbl.is Gjaldeyrishöft ekki afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkleikamerki

Það hefur komið í ljós, ekki síst eftir hrunið, að betur hefði mátt standa að einkavæðingu bankanna. Í því ferli var vikið frá áður teknum ákvörðunum um t.d. dreifða eignaraðild. Af hverju var það gert?Það liggur fyrir að hrunið má m.a. rekja til rangra ákvarðana í hagstjórn. Regluverk var ekki eins traust og menn héldu. Eftirlitsstofnanir á vegum stjórnvalda brugðust. Aðvörunarorð voru virt að vettugi.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur veitt ríkisstjórnum forystu frá lokum apríl 1991 þar til loka janúar á þessu ári. Sjálfstæðisflokkurinn getur því ekki vikist undan því að  skoða hvað fór úrskeiðis á þessu tímabili og tengslum þess við hrunið í október 2008. Hrunið gerðist á vakt Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað koma fleiri stjórnmálaflokkar að málum því allan þennan tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn stjórnað í samstarfsríkisstjórnum, fyrst með Alþýðuflokknum, svo Framsóknarflokknum og síðast Samfylkingunni.

Ég tel það ótvírætt styrkleikamerki Sjálfstæðisflokksins að vinna með þeim hætti sem gert hefur verið í endurreisnarnefnd flokksins. Tilgangur vinnu af þessu tagi er fyrst og fremst að leita skýringa svo draga megi lærdóma. Enda krefjast landsmenn þess að skýringar finnist. Alþingi hefur sett sérstaka rannsóknarnefnd á laggirnar í sama tilgangi. Öll þessi vinna hefur þann mikilvæga tilgang: Að tryggja eftir föngum að þetta gerist aldrei, aldrei aftur. 


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirfylgni

Formaður Samfylkingarinnar upplýsir hér að í apríl 2008 hafi íslensk stjórnvöld fengið ábendingu frá AGS um að erfiðleikar kynnu að vera framundan vegna stærðar bankakerfisins. Formaðurinn segir Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands ekki hafa brugðist við tilmælum ríkisstjórnarinnar af nægilegum krafti. Með því staðfestir formaður Samfylkingarinnar það sem þegar hefur verið uppýst að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands brugðust í aðdraganda hrunsins. 

En úr því að ríkisstjórnin gerði sér grein fyrir að þessir aðilar voru ekki að bregðast við af nægilegum krafti af hverju gerði ríkisstjórnin ekkert meira? Bar ríkisstjórninni engin skylda til að sjá til þess að meiri kraftur væri þá settur í viðbrögðin af hálfu þessara eftirlitsaðila? Verður ríkisstjórn stikkfrí við það eitt að segja öðrum að gera hlutina, ef í ljós kemur að sá eða þeir sem verkið er falið, gera ekkert eða gera ekki nægilega mikið?


mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhengi hlutanna

Í frétt á visir.is kemur fram að AGS hafi áhyggjur af atvinnuleysinu hér á landi. Það eru þeir ekki einir um. Fyrirtæki fækka starfsmönnum og fara umvörpum í þrot m.a. vegna þess að Seðlabanki Íslands hefur haldið hér uppi vaxtastigi sem allt er að drepa. Eftir því sem fréttir herma hefur því vaxtastigi verið haldið uppi síðustu mánuðina að kröfu AGS. Þá liggur fyrir að hið nýja ríkisrekna bankakerfi er ófært um að veita rekstrarfé til fyrirtækja sem einhverja lífsvon eiga.  Skilja menn frá AGS ekki samhengi hlutanna?

Vonandi rétt

Vaxtastigið er að drepa allt hér. Fyrirtækin standa ekki undir þessum vöxtum. Einstaklingar standa ekki undir þessum vöxtum. Þetta hefur allt verið ljóst mjög lengi. Sagt var að skilyrði hefðu verið komin til vaxtalækkunar strax í janúarlok. Ekki lækkuðu vextirnir samt. Ég eiginlega veit ekki eftir hverju verið er að bíða. Kannski AGS hafi gefið grænt ljós á vaxtalækkun í þeim viðræðum sem staðið hafa liðna viku. Ræður AGS ekki efnahagsstefnunni hér?
mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær ætla menn að skilja um hvað jafnrétti snýst?

Fram hefur komið að búið er að kjósa nýjan formann í bankastjórn Kaupþings. Kona valdist til formennskunnar og er það fagnaðarefni, ekki síst í ljósi þess að til formennsku í stjórnum hinna ríkisbankanna hafa valist karlar ef ég man rétt.

Í fréttum hefur einnig komið fram að í bankastjórn Kaupþings sitji nú einvörðungu konur. Sú frétt finnst mér merkileg, þó ég viðurkenni að ég fagna henni ekkert sérstaklega. Og tengist sú afstaða mín með engum hætti þeim ágætu konum sem þar hafa valist til setu.

Kannski má telja það ákveðinn áfanga í jafnréttisbaráttunni að það skuli teljast jafnsjálfsagt að skipa bankaráð þar sem einvörðungu sitja konur, eins og áður þótti sjálfsagt að skipa bankaráð þar sem einvörðungu sátu karlar. 

En jafnréttisbaráttan snýst ekki um það að eingöngu annað kynið sitji í nefndum, ráðum eða stjórnum. Með kröfum um jafnrétti er verið að fara fram á það að konur komi að málum til jafns við karlana. Í þriggja manna stjórn sé a.m.k. einn einstaklingur af öðru kyninu og þá tveir af hinu. Í fimm manna stjórn sé a.m.k. tveir af öðru kyninu og þrír af hinu o.s.frv. 

Mér finnst þessi samsetning bankastjórnar Kaupþings sýna að það er eins og menn ætli aldrei að skilja um hvað jafnréttisumræðan snýst.


Snarpt brugðist við

Það er athyglisvert í þessari frétt frá Írlandi að þar virðast menn hafi brugðist snarpar við en hér á landi við bankahruni. Yfirstjórn Seðlabanka Íra virðist eiga að breyta án einhverra teljandi tafa. Í kjölfar þjóðnýtingar banka fór efnahagsbrotadeild lögreglu í húsleit í viðkomandi banka.

Hér á landi kvartar sérstakur saksóknari yfir því að eftirlitsstofnanir sitji á málum og beini þeim ekki til hans, sbr. frétt á mbl.is í gær, sem ég bloggaði m.a. um. Engin húsleit hefur verið gerð í bönkunum þremur eftir hrunið, svo vitað sé. 

Enda varð þjóðin leið á seinaganginum með þeim afleiðingum sem þekktar eru. Seinagangurinn var á vakt okkar sjálfstæðismanna. Við berum því ábyrgð á honum. Það má orða það svo að sú vinstri stjórn sem hér stjórnar er að hluta og jafnvel öllu leyti í boði Sjálfstæðisflokksins, vegna mistaka sem við gerðum sem stjórnarflokkur. Mér finnst það frekar óþægileg staðreynd. En staðreynd er það engu að síður. Síðustu daga hef ég talað við fjölmarga sjálfstæðismenn sem eru sama sinnis. Við hefðum viljað sjá brugðist við málum snarpt strax í október/nóvember, svipað og Írar virðast vera að gera.


mbl.is Endurskoða yfirstjórn bankamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband