Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Stjórnarslit staðreynd ...

Það er augljóst að Samfylkingin vildi slíta stjórninni. Að setja fram kröfu sem fyrirfram er augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki gengið að er skýrasta vitnisburðurinn um það. Málið snerist greinilega ekki um persónu forsætisráðherra því hann skýrir frá því að hann hafi boðið að stíga til hliðar þannig að varaformaður Sjálfstæðisflokkurinn tæki við sem forsætisráðherra. Það er líka hárrétt hjá forsætisráðherra að Samfylkingin er flokkur í tætlum. Það er búið að sjást síðustu viku. Spurningin er hversu stjórntæk Samfylkingin er? Það er kannski umhugsunarefni fyrir hverja þá sem íhuga að fara í stjórnarsamstarf með þeim flokki. Réttilega er utanríkisráðherra límið í flokknum, rétt eins og hún var í R-listanum. Þegar hún er ekki á staðnum fer allt í uppnám. Skyldi Samfylkingin bjóða fram undir einum lista í vor? Ekki alveg víst.
mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur metnaður ræður för ...

Það virðist vera að það eina sem stjórnar för Samfylkingar nú sé pólitískur metnaður formanns hennar að að mynda ráðuneyti og verða forsætisráðherra. Vegna heilsufars formannsins er þó allt eins líklegt að Össur Skarphéðinsson verði fúnkerandi forsætisráðherra meira og minna fram að kosningum. Þetta er með ólíkindum. 

En kannski er þetta ágætt. VG fá nú að sýna hvað í þeim býr. Þeir hafa sýnt og sannað að þeir hafa allar lausnirnar. Og formaður VG eftir 18 ára eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar fær loksins ráðherrastól til að setjast í. VG og Samfylking ákveða kannski líka að sækja um aðild að EB fyrir kosningar?

Viðbót:

Þegar maður hefur rangt fyrir sér og ber einstaklinga röngum sökum ber manni að biðja afsökunar. Það geri ég hér með. Ég greinilega hafði rangt fyrir mér varðandi pólitískan metnað formanns Samfylkingarinnar og bið afsökunar á því að hafa vænt hana ranglega um þetta. Í ljós er komið að forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar er Jóhanna Sigurðardóttir, ekki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


mbl.is Minnihlutastjórn einn möguleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðuneytið

Það er óskiljanlegt ef ágreiningur stjórnarflokkana snýst fyrst og fremst um það að formaður Samfylkingarinnar vill taka að sér verkstjórnina í forsætisráðuneytinu fram að kosningum. Hefur formaður Samfylkingarinnar heilsu til að taka við forsætisráðuneytinu? Og ef hún forfallast, hver er þá staðgengill hennar? Össur Skarphéðinsson? Það er slæmt ef persónulegur metnaður einstaklinga stýrir för en ekki þjóðarheill. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Líf ríkisstjórnarinnar ræðst greinilega í dag og þar með hvert stefnir hér fram að kosningum.

Viðbót:

Eins og ég er búin að segja við aðra færslu hér fyrir framan - ég hafði formann Samfylkingarinnar fyrir rangri sök og bið hana velvirðingar á því. Forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar var Jóhanna Sigurðardóttir, ekki formaður Samfylkinginarinnar.


mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært svæði

Ég hef ekki verið tíður gestur í Bláfjöllum undanfarin ár. Ég hafði raunar ekki komið þangað svo árum skiptir þegar ég byrjaði á gönguskíðanámskeiði í síðustu viku. Námskeiðið hélt áfram í gær og það var frábært að vera þarna. Við Reykvíkingar eigum svo sannarlega glæsilega útivistaraðstöðu í Bláfjöllum. Verst að það snjóar ekki nægilega á vetrum til að hún nýtist sem skyldi. Þess vegna er um að gera að nota tækifærið þá sjaldan aðstæður leyfa.
mbl.is Góð stemning í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna fortíðar eða framtíðar?

Það kemur á óvart að afsögn viðskiptaráðherra hafi komið utanríkisráðherra á óvart. Hefur ekki legið í loftinu frá því í haust að viðskiptaráðherra kynni að segja af sér? Það sem hefur komið mest á óvart er hversu langan tíma þetta er búið að taka. Hversu vel eða illa viðskiptaráðherra hefur staðið sig er málinu óviðkomandi. Viðskiptaráðherra er að axla það sem löngum hefur verið kallað pólitísk ábyrgð. Slík ábyrgð er stundum öxluð án þess að ráðherrann sjálfur hafi gert eitthvað rangt. Fjölmörg dæmi eru um slíkt erlendis.

Þá er sérkennilegt að utanríkisráðherra segi afsögn stjórnar FME ekki vera uppgjör við fortíðina. Afsögn stjórnar FME er ekki hægt að skoða með neinum öðrum hætti en að stjórnin sé að axla ábyrgð á því að hún kunni að hafa brugðist í sínu hlutverki í aðdraganda bankahrunsins. Með afsögn sinni er stjórn FME jafnframt að gera það mögulegt að nýir aðilar komi að verki í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

Ég er sammála hverju orði hjá Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingmanni. Samfylkingin hefur stigið skref sem kalla á að Sjálfstæðisflokkurinn geri slíkt hið sama. Ef bankastjórn Seðlabankans sér ekki sjálf að hún á ekki annarra kosta völ en að segja af sér sjálfviljug þá verður að leysa hana frá störfum. Telji bankastjórnin þá brottvikningu ólögmæta þá er dómstólaleiðin fær fyrir bankastjórana til að láta á það reyna.
mbl.is Vonast eftir að Davíð verði látinn víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður að meiri

Það er gott að heyra að forsvarsmaður Radda fólksins hóf mótmælafundinn á því að biðja afsökunar á ummælum sínum. Hann er maður að meiri fyrir vikið.
mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg viðbrögð

Af hverju biður maðurinn ekki einfaldlega afsökunar á ógætilegum ummælum? Þá væri málið dautt.
mbl.is Greinilega snúið út úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fádæma ósmekklegt viðtal

Hvernig dettur forsvarsmanni Radda fólksins að halda því fram að tilkynning um alvarleg veikindi forsætisráðherra sé pólitísk reykbomba? Trúverðugleiki forsvarsmanna sem tjá sig með þeim hætti sem forsvarsmaður Radda fólksins gerði í þessu viðtali er enginn orðinn, hafi hann einhvern tímann verið einhver.
mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningalaust fólk?

Ég skil ekki ummæli af þessu tagi. Hvernig er hægt að láta pólitík blinda sig svo að hún víki til hliðar öllum mannlegum tilfinningum?
mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 392728

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband