Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur metnaður ræður för ...

Það virðist vera að það eina sem stjórnar för Samfylkingar nú sé pólitískur metnaður formanns hennar að að mynda ráðuneyti og verða forsætisráðherra. Vegna heilsufars formannsins er þó allt eins líklegt að Össur Skarphéðinsson verði fúnkerandi forsætisráðherra meira og minna fram að kosningum. Þetta er með ólíkindum. 

En kannski er þetta ágætt. VG fá nú að sýna hvað í þeim býr. Þeir hafa sýnt og sannað að þeir hafa allar lausnirnar. Og formaður VG eftir 18 ára eyðimerkurgöngu utan ríkisstjórnar fær loksins ráðherrastól til að setjast í. VG og Samfylking ákveða kannski líka að sækja um aðild að EB fyrir kosningar?

Viðbót:

Þegar maður hefur rangt fyrir sér og ber einstaklinga röngum sökum ber manni að biðja afsökunar. Það geri ég hér með. Ég greinilega hafði rangt fyrir mér varðandi pólitískan metnað formanns Samfylkingarinnar og bið afsökunar á því að hafa vænt hana ranglega um þetta. Í ljós er komið að forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar er Jóhanna Sigurðardóttir, ekki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.


mbl.is Minnihlutastjórn einn möguleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband