Leita í fréttum mbl.is

Tilfinningalaust fólk?

Ég skil ekki ummæli af þessu tagi. Hvernig er hægt að láta pólitík blinda sig svo að hún víki til hliðar öllum mannlegum tilfinningum?
mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg er að mörgu leyti sammmála þér um þessi ummmæli en pólitík sjálfstæðismanna hefur misboðið mínum mannlegu tilfinningum í mörg ár og hefði ríkisstjórnin borið gæfu til að skilja tilfinningar þjóðarinnar síðustu mánuði hefði mörgum liðið betur tilfinningalega.

Guðmundur Guðlaugsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:30

2 identicon

Kannski vegna þess að sami maður og sá er nú þjáist og vorkenna á hefur valdið svo mörgum öðrum í þessu samfélagi okkar ómældum þjáningum að það er bara ekki komin röðin að honum strax... Gerir það kannski að lokum. Fær hann svo ekki líka forgang á þeim heilbrigðisstofnunum sem hann hefur unnið að því að verði einkavæddar, og ekki á færi allra? Er það þá ekki bara nóg fyrir hann, þarf hann líka vorkunn frá þeim sem hann hefur níðst á??

Að sjálfsögðu óska ég engum manni krabbamein eða önnur veikindi, en ég finn meira til með fólki sem ég hef aldrei einu sinni heyrt um, en veit að þjáist þarna úti, m.a. vegna afglapa forsætisráðherra og flokksbræðra og -systra hans.

Kv. Sigga

Sigga (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:41

3 identicon

Pólitík snýst um tilfinningar fólks.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf að mínu mati og margra annara snúist um að blekkja kósendur um það að hann sé fyrir tilfinningar allra.  En því miður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur eins og allir vita í dag komið upp aðstöðu til Þess að sleppa lausu afli sem láta hina eigingörnu og þjófóttu blómstra vel.  Þeir eru alsælir með ránsfengin og er allveg nákvæmlega sama um tilfinningar almúgans.  Það er allt í lagi með frjálsan markaðsbússkap en Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir nýfrjálshyggju; einka"vina"væðingu og græðgisvæðingu.  Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að breyta þeirri stefnu?  Ef þeir segja já því þá efast ég um að nokkur maður muni trúað þeirri játningu í dag.

 Kv.

Guðmundur Pálsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:51

4 identicon

Það að segja frá þessu og láta eins og það sé frétt er náttúrulega ekkert annað en viðbjóðslegur áróður Moggans fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í dauðatygjunum!

Baráttukveðjur!

Gunnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 22:59

6 identicon

Stjórnmál og veikindi eru ekki góð blanda saman. Af tillitsemi við almenning og þann veika ætti ekki verið að fjalla meir um efnið en nauðsyn er.

 

Þjóðarhagsmunir eru brýnir  þess vegna er það hér eins og annarstaðar að maður kemur í mannsstað og verkefnin krefjast úrlausnar óháð veikindum fólks.

 

Ég ósk forsætisráðherra og utanríkisráðherra góðs bata og fellum svo þetta tal niður.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 09:55

7 Smámynd: Halla Rut

Þú talar hér um mannlegar tilfinningar fólks. Ég er nú satt að segja eiginlega bara hissa á þeirri samúð sem Geir yfirleitt fær. Ekki virðist sú samúð vera gagnkvæm. Ekki sjáum við mikla samúð frá Geir til þjóðar sinnar. Eina sjáum við þá hugsun frá ráðamönnum að halda í sína stóla og sín ofurlaun um aldur og ævi. 

Hversvegna vorkennir þjóðin þeim tveim svo mikið nú (ISG og Geir), en gleyma öllu fólkinu sem nú er að missa allt. Hvað með okkur öll sem eigum eftir að lifa við skerta heilbrigðisþjónustu vegna þeirra er fólkið missir nú tár yfir? Hvað með gamla fólkið sem var nú ráðist fyrst á? Ekki er nokkur sála að skrifa hér á bloggið og vorkenna þeim eða dauðadæma þá, er ráku veika, gamla og lasburða fólkið út af heimilum sínum á Akureyrir. Eða þá allt fólkið er nú missir vinnuna og mun því missa heimili sín. Á ekki nesti fyrir börnin í sín í skólann.

Hvað er að fólki. Þetta er svona nokkurskonar "poor litle rich girl" sindrome.

Það er greinilega ekki sama hverjum er ýlt.

Mín vorkunn liggur annarstaðar.

Halla Rut , 24.1.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband