Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Greiðsluverkfall - vanskil

Fróðlegt hefði verið að heyra frá þessum sömu lánastofnunum hversu margir einstaklingar eru í vanskilum með afborganir á lánum sínum.

Eins og ég hef skilið þá sem ræða um greiðsluverkfall þá snýst það í raun um forgangsröðun gluggaumslaganna um hver mánaðarmót. Greiðsluverkfall snýst ekki um það að hætta að borga til að safna peningum heldur um það að skuldarin er með bunka af greiðsluseðlum til að borga um hver mánaðarmót og getur ekki greitt hann allan. Við forgangsröðunina snýst "greiðsluverkfallið" um að hætta að greiða veðlánin fremur en eitthvað annað.  

Er ég að misskilja eitthvað?


mbl.is Greiðsluverkföll ekki mikið nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira að segja ASÍ ....

er orðið þreytt á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Hefur þó umburðarlyndi þeirra samtaka löngum verið meira gagnvart vinstri stjórnum en öðrum. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um þá verklausu ríkisstjórn sem kjósendur gáfu meirihlutastuðning í kosningunum fyrir röskri viku? Stjórnarsáttmáli virðist henni ofviða að semja. Lá þó fyrir að saman ætluðu stjórnarflokkarnir að vinna eftir kosningar og gengu nánast bundnir að því leyti til kosninganna. Hrokafull tilsvör einstakra ráðherra gagnvart fjölskyldum sem sjá enga leið útúr skuldastöðu sinni vekur reiði um allt þjóðfélagið.

Merkilegast finnst mér þó að lesa eftir forseta ASÍ að ríkisstjórnin skuli ekkert hafa við ASÍ talað síðan í febrúar. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að vinstri ríkisstjórn ræddi ekki svo mánuðum skipti við ASÍ og það á krepputímum.


mbl.is ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óendanlega vandræðalegt

Í gær sagði forsætisráðherra að hún og fjármálaráðherra væru svona lengi sem raun ber vitni að mynda ríkisstjórn af því að þau væru að mynda ríkisstjórn fyrir heilt kjörtímabil. Í dag segir hún að hugsanlega þurfi að rjúfa þing vegna hugsanlegrar aðildar að EB og þar með verði kjörtímabilið stutt.

Þá vaknar spurningin. Af hverju eru þau svona lengi að þessu úr því að þetta er ekki fyrir heilt kjörtímabil?

Þessi vandræðagangur við stjórnarmyndun VG og Samfylkingar er eiginlega orðin meiri en kjósendum er upp á bjóðandi.


mbl.is Gæti orðið stutt kjörtímabil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðug rannsóknarefni :-)

Ég hef áður bloggað um verðug rannsóknarefni - þetta er eitt svona dæmigert. Konur og karlar sem aka "dýrum" bifreiðum vita sem sé hér með að þau séu líklegri til framhjáhalds en aðrir. Hvar skyldu mörkin milli dýrra og ódýrra bifreiðanna í þessu sambandi liggja? Kissing

 


mbl.is Líklegastir til þess að halda framhjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örþrifaráð

Enn virðist sem ríkisstjórnin skilji ekki að ástæðan fyrir því að fólk íhugar þessi úrræði, sem fjármálaráðherra kallar örþrifaráð, nema fyrir þá sök að fólk sér enga aðra leið úr fjárhagsvanda sínum. Heldur ríkisstjórnin að þessi úrræði séu íhuguð af fólki upp á grín? 

Það er hjákátlegt að heyra fjármálaráðherra segja að það kosti hundruð milljarða að koma fjölskyldunum í landinu til hjálpar. Af orðum ráðherrans má ráða að þess vegna sé það ekki hægt. Ekki taldi fjármálaráðherra eftir sér að láta það kosta ríkissjóð  a.m.k. á annan tug milljarða, ef ekki meir, að koma örfáum hluthöfum tveggja fjárfestingabanka til hjálpar. Hvaða skilaboð eru fólgin í því til fjölskyldnanna í landinu?   


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór skref, ekki hænufet

Vonandi hefur greining Íslandsbanka ekki rétt fyrir sér í þessari spá sinni. Við þurfum á því að halda að stýrivextir lækki meira en um hænufet í hvert sinn. Stýrivextir eru ekki að lækka nægilega hratt hér. Um það virðast allir sammála, nema peningastefnunefndin.

Það er tími til kominn að þessi peningastefnunefnd sýni að hún hafi skilning á meginvandanum hér, háu vaxtastigi, og geri það sem hún getur til að lækka það duglega, í einu skrefi.


mbl.is Spá því að stýrivextir lækki í 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekið efni

Ekkert nýtt kemur fram í þessari frétt. Hún er endurtekning á því sem áður hefur komið fram. Stjórnarflokkarnir gengnu nánast bundnir til kosninga og voru búnir að starfa saman í tæpa þrjá mánuði fyrir kosningar.

Hvernig má það vera að forystumenn þeirra voru ekki á þeim tíma búnir að vinna sér meira í haginn þegar kom að samningu áframhaldandi verkáætlunar, stjórnarsáttmála eða hvað þeir nú vilja kalla þetta samvinnuplagg sitt?

Ekki þýðir fyrir þessa forystumenn stjórnarflokkanna að bera fyrir sig annir við að liðsinna fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Á þeim sviðum hefur nánast ekkert gert eins og félags- og tryggingamálaráðherra hefur viðurkennt og ég bloggaði um í gær. Og það litla sem hefur verið gert dugir ekki ef marka má sívaxandi óánægju almennings.

Verst er þó að ríkisstjórnin sem þóttist ætla að slá skjaldborg um fjölskyldur og fyrirtækin í landinu virðist algerlega úr tengslum við mannlífið í landinu og skilningslaus á þann vanda sem við fjölskyldum og fyrirtækjum blasa.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grái fiðringurinn

Á frétt á visir.is um hjónabandsvanda ítölsku forsætisráðherrahjónanna er vandamálið útskýrt með því að Berlusconi sé illa haldinn af hinum svokallaða "gráa fiðringi" sem mun helst leggjast á "miðaldra karlmenn". En mér er spurn? Hvað eru karlmenn lengi "miðaldra"? Ég veit ekki betur en að Berlusconi sé á áttræðisaldri. Hann er a.m.k. skv. Wikipediu f. 1936. Wink
mbl.is Berlusconi krefst afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldar kveðjur

Þær eru kaldar kveðjurnar sem fjölskyldurnar í landinu fengu um helgina frá forsætisráðherra og viðskiptaráðherra. Vísa ég þar til viðbragða þessara ráðherra um "greiðsluverkfall". Svo virðist sem þessir tveir ágætu ráðherrar séu ekki jarðtengdir og að tengsl þeirra við grasrótina séu löngu rofin.

Fjölskyldurnar í landinu eru í bágri stöðu. Frysting lána er að renna út. Reglugerð um greiðsluaðlögun vantar þannig að það úrræði virðist ekki vera farið að virka, ef marka má fréttir. Fjölskyldurnar í landinu hafa áhyggjur af stöðu sinni og telja þau úrræði sem völ er á ekki duga - þau fresti einungis vandanum í stað þess að leysa hann.

Á þessu hafa ráðherrarnir engan skilning. Þeir sitja og þrefa um hvernig standa eigi að því að sækja um í EB. Þeir lofuðu að stjórnarsáttmáli yrði tilbúinn innan viku frá kosningum. Nú er talað um að þetta taki tvær og jafnvel þrjár vikur, af því að "þau þurfi að vanda sig svo mikið".

Efnt var til búsáhaldabyltingar vegna óþols gagnvart verklítilli ríkisstjórn. Munu sömu aðilar efna til nýrrar búsáhaldabyltingar vegna óþols gagnvart þessari verklitlu og hægfara ríkisstjórn? Eða er þolið  gagnvart verklitlum ríkisstjórnum mismunandi eftir því hvaða stjórnmálaflokkar eiga hlut að máli?


mbl.is „Viljum hafa fast land undir fótum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 392476

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband