Leita í fréttum mbl.is

Greiðsluverkfall - vanskil

Fróðlegt hefði verið að heyra frá þessum sömu lánastofnunum hversu margir einstaklingar eru í vanskilum með afborganir á lánum sínum.

Eins og ég hef skilið þá sem ræða um greiðsluverkfall þá snýst það í raun um forgangsröðun gluggaumslaganna um hver mánaðarmót. Greiðsluverkfall snýst ekki um það að hætta að borga til að safna peningum heldur um það að skuldarin er með bunka af greiðsluseðlum til að borga um hver mánaðarmót og getur ekki greitt hann allan. Við forgangsröðunina snýst "greiðsluverkfallið" um að hætta að greiða veðlánin fremur en eitthvað annað.  

Er ég að misskilja eitthvað?


mbl.is Greiðsluverkföll ekki mikið nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Greiðsluverkfall er réttindabarátta eins og önnur verkföll. Verkalýðsfélög geta farið í verkfall þótt félagsmenn geti enn lifa af laununum. Verkfall getur meira að segja snúist um annað en peninga t.d. fæðingaorlof. Núna er t.d. hælisleitandi á Reykjanesi í hungurverkfalli til að knýja á rétt sinn.

 Það er alveg ótrúlegt að bankar og stjórnvöld láta eins og þetta sé bara vanskilafólk, sem sé búið að finna nýtt nafn á vanskil sín. Þetta er mikil undiralda sem er að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Fólk er búið að fá nóg af réttlæti innheimtulögfræðinga, sem virðast skrifa öll lög sem snúa að réttindum skuldara. Þetta veist þú Dögg.

Axel Pétur Axelsson, 6.5.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Elfur Logadóttir

Dögg,

þau skilaboð sem ég hef séð (og fengið) í samræðum í gegnum athugasemdakerfi á blogginu undanfarna daga benda til þess að þú sért að misskilja hugmynd manna um greiðsluverkfall.

"Þarna úti" eru raunverulega einstaklingar, sem eiga fyrir afborgunum og öðrum útgjöldum en ofbýður eignarýrnunin sem orðið hefur á eign þeirra (og skuldaaukningin á móti). Þessir einstaklingar, eins og Axel Pétur bendir á, eru að nota þessa aðferð, "greiðsluverkfall," til þess að sækja betri rétt gagnvart kröfuhafanum. Sumir þessara einstaklinga stefna einmitt að því að hætta að borga af lánunum og leggja fyrir peningana í sjóð sem þeir eiga þegar þeir eru farnir í gegnum gjaldþrotið.

Sem sagt, einstaklingar sem íhuga eða hafa hafið "greiðsluverkfall" eru af tvennum toga, þeir sem um er statt eins og þú bendir á, geta ekki greitt öll útgjöldin og forgangsraða, og síðan hinir sem geta greitt öll útgjöldin (margir vissulega naumlega) eða geta að minnsta kosti notið greiðsluerfiðleikaúrræða til þess að koma sér yfir hjallinn, en ákveða á nýta sér ekki þá möguleika heldur hætta að greiða, því sanngirni og réttlæti þurfi að ná fram að ganga.

Nú ætla ég hvorugan hópinn að dæma, en ráðlegg engu að síður öllum þeim sem tilheyra seinni hópnum að endurskoða sínar ákvarðanir, því þeir fyrirgera sér ýmsum réttindum og úrræðum í staðinn.

Elfur Logadóttir, 6.5.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband