Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Sunnudagur, 3. maí 2009
Að skilja kjarna málsins
Af viðtalinu við viðskiptaráðherra er ekki annað ráðið en að hann skilji ekki eða vilji ekki skilja kjarna málsins. Í viðtalinu rekur viðskiptaráðherra, réttilega, þau fáu úrræði sem búið er að grípa til. Kjarni málsins er hins vegar sá að fyrir fjölmargar fjölskyldur gera þau úrræði sem völ er á ekki annað en frestun á vandanum. Það er kjarni málsins hjá þeim einstaklingum sem tala um "greiðsluverkfall".
Hvernig má það vera að ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar eiga svona bágt með að skilja þennan kjarna málsins? Það var ekki erfitt fyrir ríkisstjórnina að skilja að tveir fjárfestingabankar gætu ekki staðið ríkissjóði skil á skuld upp á tæplega 50 milljarða nema til kæmi verulegur afsláttur til bankanna. Það stóð ekki á þeim afslætti, eins og ég hef margbent á og raunar fleiri. Fjölmargar fjölskyldur í landinu, og miklu fleiri en viðskiptaráðherra virðist gera sér grein fyrir, eru í sömu stöðu. Ef ekki kemur til afsláttur til þeirra vegna skuldastöðunnar þá munu þessar fjölskyldur ekki geta staðið við greiðslu af áhvílandi veðlánum. Afleiðingin verður að fjölskyldur missa eignir sínar, tapa öllu sem þær lögðu í þær í upphafi, kröfuhafinn leysir eignina til sín og mun ekki geta selt hana á ný nema á mjög lækkuðu verði vegna ástandsins á fasteignamarkaði.
Aðgerðir sem duga til frambúðar er það sem fjölskyldurnar í landinu þurfa, ekki frestun á vandanum. Því fyrr sem ríkisstjórnin skilur þessa einföldu staðreynd, því betra. Þá kannski verður loksins farið að vinna í málefnum fjölskyldna með þeim hætti sem þurfti frá upphafi.
![]() |
Flestir geta staðið í skilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 3. maí 2009
Rýr frétt
Það eru innihaldsríkar fréttirnar sem þjóðin fær af gangi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Þarf heilan aðstoðarmann í að segja: "Vinnan gengur vel og í samræmi viðáætlun."? Hvaða áætlun? Þá áætlun að ljúka stjórnarmyndunarviðræðum á einni viku? Nú er nákvæmlega vika frá kosningum og enn bólar ekkert á að viðræðunum sé að ljúka.
Á visir.is er sagt frá því og haft eftir áhrifamanni innan VG að hann reikni með að flokkarnir komist að samkomulagi um að þjóðin fái að taka afstöðu til aðildarsamnings við Evrópusambandið að loknum viðræðum við sambandið. Það sé í anda stefnu VG að þjóðin fái að ráða í stórum málum eins og þessum, þótt flokkurinn breytti í sjálfu sér ekki afstöðu sinni til sambandsins.
Augnablik. Er VG búin að taka kollsteypu í afstöðu sinni á þeirri viku sem liðin er frá kosningum? Þá var aðalmálið ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um árangur viðræðna, enda held ég að engum hafi dottið annað í hug en að um þá niðurstöðu yrði þjóðin að kjósa. Áhersla VG hefur verið þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort ganga eigi til viðræðna við EB. Samfylkingunni hefur að því er virðist tekist að beygja VG í þessu prinsipmáli þeirra. Sem er áhugavert að heyra og umhugsunarefni af hverju ekki er talið ástæða til að skýra frá því í frétt um gang viðræðnanna.
Vonandi gengur jafnvel að finna lausnir á brýnum og aðkallandi vanda heimila og fyrirtækja í landinu. Þjóðin bíður.
![]() |
Stjórnarsáttmáli í smíðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. maí 2009
Hvar er skjaldborgin?
Formaður Samfylkingarinnar og VG töluðu hátt um það við myndun minnihlutastjórnarinnar í lok janúar sl. að meginverkefni hennar yrði að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Á þeim liðlega 80 dögum sem minnihlutastjórnin starfaði var gripið til fárra raunhæfra aðgerða í þágu heimila og atvinnulífs, sem einnig er komið að fótum fram þannig að stór hluti fyrirtækja er tæknilega gjaldþrota.
Þessa dagana ræða formenn Samfylkingar og VG í miklum rólegheitum og án nokkurs asa að mynda nýja ríkisstjórn. Helsta vandamálið virðist tæknilegt, hvort sækja eigi um EB aðild að undangegnu þjóðaratkvæði eða hvort vaða eigi beint í slíka umsókn. Hvort forsvarsmenn flokkanna sem nú starfa saman í ríkisstjórn gera sér grein fyrir stöðu þess fólk sem vísað er til í fréttinni er ómögulegt að vita. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar bendir a.m.k. ekki til þess. Orð félagsmálaráðherra eru athyglisverð. Hann segir ,,ríkisstjórnina meðvitaða um vanda heimilanna og hversu brýnt sé að bregðast við honum sem fyrst". Aðgerðarleysið fram að þessu gæti ekki verið staðfest með skýrari hætti en með þessum orðum félagsmálaráðherra sjálfs.
Vandi heimilanna í landinu verður ekki leystur nema með einhvers konar eftirgjöf á hluta skulda heimilanna. Bent hefur verið á ýmsar leiðir en svo virðist sem ríkisstjórnin slái þær allar út af borðinu, einkum með þeim rökum að lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður hafi ekki efni á þeim.
En hafa lánastofnanir sem eiga veð í öllum skuldsettum heimilum í landinu efni á því að leysa stóran hluta heimilanna til sín? Því það er það sem lánveitendur munu þurfa að gera ef skuldarar hætta að greiða af lánunum, hvort sem það verður af vangetu eða vegna sameiginlegrar ákvörðunar um "greiðsluverkfall".Hvorutveggja hlýtur á endanum til slíkra vanskila að lánastofnanir telja sig nauðuga að bregðast við.
Hvað gerist þá? Lánastofnanir eignast stóran hluta heimila í landinu. Þær eignir vilja þær væntanlega selja á ný. Og á hvaða verði verður það? Hrakvirði miðað við það alkulsástand sem hér ríkir á fasteignamarkaði.
Það er sama hvernig litið er á vanda greiðsluvanda heimilanna. Fyrirsjáanlega munu þeir aðilar, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður, tapa stórum fjárhæðum vegna skuldsetningar heimilanna. Er þá ekki betra að finna einhvers konar niðurfærsluleið sem gerir fjölskyldum mögulegt að búa áfram á heimilum sínum og greiða af þeim skuldum sem eftir yrðu?
Í framhjáhlaupi. Af hverju eru íbúðalánin til sjóðsfélaga einu fjárfestingarnar sem lífeyrissjóðirnir mega ekki tapa á? Lífeyrissjóðirnir hafa tapað gríðarlegum fjárhæðum á alls kyns áhættufjárfestingum sem þeir stóðu í, sjóðsfélögum til ómælds skaða. Af hverju gat ríkisstjórnin gefið hluthöfum tveggja fjárfestingabanka marga milljarða á sama tíma og hún telur útilokað að gefa heimilunum í landinu svo mikið sem krónu í eftirgjöf vegna húsnæðisskulda? Af hverju eru fjölmiðlar ekki að tala um þessa hluti og setja þá í þetta samhengi?
![]() |
Margir íhuga greiðsluverkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 1. maí 2009
"Ég nefni þig Þór"
Það vantar að segja frá því í þessari frétt að Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, gaf varðskipinu Þór nafn við sjósetninguna sem fram fór í vikunni. Á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að við nafngiftina fór Þórunn með textann:
Guð í hjarta, Guð í stafni, gefur fararheill.
Ég nefni þig Þór.
Gifta og styrkur fylgi nafni þínu. Drottinn Guð geym það nafn í huga þér.
Gæt skips og áhafnar fyrir veðri og áföllum. Blessa gæslu þeirra landi og lýð til heilla. Drottinn verði með þér alla tíð.
Þór er væntanlegur til landsins á næsta ári. Skipið telst vera fjölnota varðskip og mun stórauka björgunargetu Íslendinga og mynda öflugan hlekk í björgunarkeðju á Norður-Atlantshafi. Vonandi verður eitthvað aflögu til að tryggja starfsemi skipsins, þá það kemur.
![]() |
Sjósetning Þórs fréttaefni í Chile |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. maí 2009
Hvernig má þetta vera?
Þessi uppákoma með orðuveitingu til sendiherra Bandaríkjanna er vandræðaleg svo ekki sé meira sagt. Það er hins vegar áleitin spurning af hverju forseti Íslands bjargaði ekki málunum með þeim hætti sem honum er heimilt. Um fálkaorðuna gildir sérstakt forsetabréfnr. 145/2005. Þar kemur fram í 4. gr.:
Orðunefndin gerir tillögur til stórmeistarans um veitingu orðunnar.
Stórmeistari getur, er honum þykir hlýða, veitt orðuna án tillagna orðunefndar.
Þegar íslenskur ríkisborgari er sæmdur orðunni skal ávallt skýra opinberlega frá því hverjir sérstakir verðleikar hafa gert hann verðan sæmdarinnar.
Eftir að þessi leiði misskilningur milli forsetaritara og orðuritara (sem ég hélt að væri einn og sami maðurinn) kom upp hefði forseta Íslands verið í lófa lagið að bjarga málum og þar með sínu andliti og um leið andliti íslensku þjóðarinnar. Forseti Íslands hefur vald til að veita fálkaorðuna án tillagna orðunefndar. En nei, forseta Íslands virðist vera svo í nöp við að veita bandaríska sendiherranum fálkaorðuna að hann kaus frekar að látið málið verða jafn klúðurslegt og raun ber vitni og móðga í leiðinni Bandaríkin.
![]() |
Svikin um Fálkaorðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 1. maí 2009
Að byrja á öfugum enda
Allir gera sér grein fyrir að fjárlagagatinu verður ekki lokað nema með skerðingu í þjónustu sem ríkið veitir. Fyrir kosningar töluðu stjórnarflokkarnir fjálglega um það að velferðarþjónustunni yrði hlíft. Innan við viku eftir kosningar kemur í ljós að eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar, eftir að hún er búin að fá meirihlutastuðning kjósenda, er að skera niður í heilsugæslunni og draga þar úr þjónustu.
Heilsugæslan er og á að vera aðgangur sjúklinga að heilbrigðisþjónustunni, staðurinn þar sem metið er hvort sérhæfðari og þá kostnaðarsamari heilbrigðisþjónustu sé þörf. Það er því byrjað á öfugum enda ef draga á saman í heilsugæslunni til að lækka kostnað af heilbrigðisþjónustu. Nær væri að efla heilsugæsluna á tímum sem þessum og beita markvissum leiðum til að tryggja að heilsugæslan væri fyrsti staðurinn sem sjúklingar leituðu til með sinn heilsufarsvanda. Sumir fyrri heilbrigðisráðherrar hafa haft tilburði í þessa átt en ætíð heykst á því þegar til kastanna kemur.
Af viðtalinu verður ekki annað ráðið en að búið sé að ákveða að Ögmundur verði áfram heilbrigðisráðherra. Hann a.m.k. talar sjálfur þannig. Sitjandi ríkisstjórn fékk til starfa "fagráðherra" eins og það hefur verið kallað. Af viðræðum við formenn Samfylkingarinnar og VG má ráða að ekki sé búið að útiloka að í komandi ríkisstjórn verði "fagráðherrar". Það má velta fyrir sér hvort þau ráðuneyti sem hafi mesta þörf fyrir "fagráðherra" séu ekki útgjaldafrekustu ráðuneytin, þ.e. heilbrigðisráðneytið, félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið? Munu nokkrir stjórnmálamenn hafa hugrekki til að fara í þá allsherjaruppstokkun sem er fyrirsjáanlega þörf í þessum ráðuneytum?
![]() |
Skerðing þjónustu óhjákvæmileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 1. maí 2009
Hrottaskapur
![]() |
Hafa játað að hafa haft sig mest í frammi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 1. maí 2009
Ögmundarleiðin?
![]() |
Engin þörf fyrir aðra flokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
-
addabogga
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
andriheidar
-
gumson
-
audbergur
-
abg
-
axelaxelsson
-
armannkr
-
arniarna
-
asabjorg
-
arh
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
astar
-
kaffi
-
birgir
-
launafolk
-
bjarnimax
-
borgar
-
braskarinn
-
gattin
-
bryndisharalds
-
brandarar
-
carlgranz
-
rustikus
-
deiglan
-
draumur
-
einarbb
-
ekg
-
jaxlinn
-
elinora
-
ellasprella
-
ellyarmanns
-
erla
-
erlaosk
-
erna-h
-
fsfi
-
fhg
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisligislason
-
neytendatalsmadur
-
grazyna
-
gudni-is
-
gelin
-
gudbjorng
-
fasteignir
-
gudfinna
-
lucas
-
gudmundurmagnusson
-
gudrunshil
-
gudruntora
-
gunnaraxel
-
gunnargunn
-
laugardalur
-
gylfithor
-
hallarut
-
heidistrand
-
heidathord
-
jarnskvisan
-
heimirhilmars
-
hehau
-
helgi-sigmunds
-
herdis
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
disdis
-
holmfridurge
-
tulinius
-
idno
-
ingabesta
-
ingisund
-
golli
-
ibb
-
astromix
-
johannalfred
-
stjornun
-
jonmagnusson
-
jonsnae
-
juliusvalsson
-
kolbrunb
-
kristinhrefna
-
lara
-
lotta
-
nytjagardar
-
altice
-
matarbitinn
-
maggaelin
-
martagudjonsdottir
-
mal214
-
morgunbladid
-
olavia
-
olinathorv
-
olofnordal
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
otti
-
publicservant
-
iceland
-
pjeturstefans
-
ragnar73
-
ragnheidurrikhardsdottir
-
ragnhildur
-
rannveigmst
-
runirokk
-
rynir
-
trumal
-
salvor
-
sirrycoach
-
sigurbjorns
-
sv11
-
sighauk
-
sij
-
sigurdurir
-
ohyes
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
siggith
-
sigurjonsigurdsson
-
zunzilla
-
sms
-
1301493169
-
stefaniasig
-
stebbifr
-
brv
-
sveinni
-
saethorhelgi
-
thelmaasdisar
-
grasteinn
-
ubk
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
va
-
villidenni
-
thorbjorghelga
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
thoragud
-
thorasig
-
tbs
-
thorhallurheimisson
-
iceberg
-
toddi