Leita í fréttum mbl.is

Kaldar kveðjur

Þær eru kaldar kveðjurnar sem fjölskyldurnar í landinu fengu um helgina frá forsætisráðherra og viðskiptaráðherra. Vísa ég þar til viðbragða þessara ráðherra um "greiðsluverkfall". Svo virðist sem þessir tveir ágætu ráðherrar séu ekki jarðtengdir og að tengsl þeirra við grasrótina séu löngu rofin.

Fjölskyldurnar í landinu eru í bágri stöðu. Frysting lána er að renna út. Reglugerð um greiðsluaðlögun vantar þannig að það úrræði virðist ekki vera farið að virka, ef marka má fréttir. Fjölskyldurnar í landinu hafa áhyggjur af stöðu sinni og telja þau úrræði sem völ er á ekki duga - þau fresti einungis vandanum í stað þess að leysa hann.

Á þessu hafa ráðherrarnir engan skilning. Þeir sitja og þrefa um hvernig standa eigi að því að sækja um í EB. Þeir lofuðu að stjórnarsáttmáli yrði tilbúinn innan viku frá kosningum. Nú er talað um að þetta taki tvær og jafnvel þrjár vikur, af því að "þau þurfi að vanda sig svo mikið".

Efnt var til búsáhaldabyltingar vegna óþols gagnvart verklítilli ríkisstjórn. Munu sömu aðilar efna til nýrrar búsáhaldabyltingar vegna óþols gagnvart þessari verklitlu og hægfara ríkisstjórn? Eða er þolið  gagnvart verklitlum ríkisstjórnum mismunandi eftir því hvaða stjórnmálaflokkar eiga hlut að máli?


mbl.is „Viljum hafa fast land undir fótum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Arnarson

Er ekki eðlilegt að vandað sé til verks við gerð þessa sáttmála sem segir okkur hvað verði gert næstu 4 árin?

Ný ríkisstjórn er vikugömul (ef samkomulag næst) og mér finnst óþolinmæðin sem finnst hér á blogginu ekki alveg eiga rétt á sér.  Ekki er hægt að dæma verk þessarar stjórnar fyrr en raunveruleg reynsla er komin á þeirra störf.  Gleymum því ekki að Sjálfstæðismenn töfðu störf minnihlutastjórnarinnar með gegndarlausu málþófi á síðustu vikum síðasta þings.

Örn Arnarson, 4.5.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Örn, nýja ríkisstjórnin er ekki ný ríkisstjórn.  Hún er búin að vera við völd síðan í febrúarbyrjun.  Það virðist vera einkenni Samfylkingar að vera aðgerðarlítil, eða jafnvel aðgerðarlaus.  Sama með hverjum hún er.  Það virðist einkenna skrif margra hér á blogginu (og í lesmiðlunum líka) að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður fer (ég tek það fram að ég er ekki Sjálfstæðiskona, og hef ekki kosið flokkinn í áratug eða meira.), Samfylkingin þarf að læra að forgangsraða með hagsmuni þjóðarinnar, fólksins í landinu, ekki hagsmuna ESB-gæluverkefnis fyrrverandi formanns.

Sigríður Jósefsdóttir, 4.5.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 391634

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband