Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Merkilegt

Kynjakvótinn var upphaflega settur til að tryggja að konur kæmust einhvers staðar að. Nú tryggir hann tveimur karlmönnum sæti meðal fimm efstu hjá Framsókn í Kraganum. Hvern hefði órað fyrir því að slík staða gæti komið upp? Er okkur eitthvað að þoka í jafnréttisbaráttunni?
mbl.is Siv efst í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talsverðar breytingar

Það eru greinilega talsverðar breytingar sem koma útúr forvali VG í Reykjavík. Varaformaðurinn kemur sterk útúr þessu. Svandís kemur ný inn með góða kosningu sem og Lilja Mósesdóttir. Sitjandi þingmenn Kolbrún, Árni Þór og Álfheiður njóta greinilega minni vinsælla en þau höfðu vonast eftir. Í heildina er þetta athyglisverð niðurstaða, m.a. fyrir þá sök að í framboði voru verulega fleiri karlar en konur en konurnar ná, sýnist mér, umtalsvert betri árangri.
mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður árangur

hjá Sigmundi Erni. En hvar eru konurnar? Það er greinilegt að þær hafa ekki átt alveg upp á pallborðið hjá kjósendum Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
mbl.is Kristján Möller efstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töframeðal

Gaman væri að vita hvaða töframeðal hin síunga Barbie á. Fimmtug er hún að verða en er enn ofurgrönn, mittismjó og fótnett. Hvergi hrukku á henni að sjá eða nokkur ellimörk. Ég hygg að allir, bæði karlar og konur vildu vita hvernig henni hefur tekist að snúa á elli kerlingu. Wink
mbl.is Fimmtugsafmæli hjá Barbie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið réttlætismál

Vonandi næst um þetta mál þverpólitísk sátt svo breytingarnar verði afgreiddar fyrir þinglok í vor. Þetta ákvæði sem verið er að reyna að breyta hefur þýtt fyrir marga tjónþola að þeir hafa nánast engar bætur fengið vegna frádráttarins. Engin hagnast á þessu nema tryggingafélögin sem eiga að borga tjónþolunum bætur. Ég þekki um þetta fjölmörg dæmi. Helst þyrfti að hafa breytinguna afturvirka ef nokkur möguleiki er á svo þeir sem þessum mikla órétti hafa verið beittir frá 1999 fái tilbaka það sem frá þeim var í raun með röngu tekið.
mbl.is Réttlætismál sem velkst hefur í kerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til fyrirmyndar

Þetta finnst mér til hreinnar fyrirmyndar. Raunar velti ég því mest  fyrir mér af hverju þetta frumvarp er ekki löngu komið fram. Svo mikið er í vetur búið að ræða nauðsyn frumvarps um hópmálsókn. Það er frábært að þingmenn skuli hafa frumkvæði að því að leggja fram mikilægt lagafrumvarp af þessu tagi. Þar sem flutningsmenn koma úr öllum flokkum þá hlýtur þetta frumvarp að ná í gegn, vonandi fyrir kosningar.
mbl.is Frumvarp um hópmálsókn lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að þessu

Dagpeningum er ætlað að greiða útlagðan kostnað. Það er auðvitað skrítið ef ráðamenn hafa verið að fá dagpeninga þó allt sé greitt fyrir þá á ferðalögum. Allt aðhald á þessu sviði er af hinu góða.
mbl.is Steingrímur sker í dagpeninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef mikla fyrirvara

Ég hef áður bloggað um tillögur um stjórnlagaþing. Það er búið að fækka þingmönnunum og þar með lækkar kostnaðurinn eitthvað. En ég hef engu að síður enn mikla fyrirvara við skynsemi þess að setja hér á laggirnar stjórnlagaþing. Mér finnst umhugsunarefni þessi forgangsröðun takmarkaðra fjármuna á krepputímum.
mbl.is Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýtur að vera ólöglegt

Fyrir stuttu bloggaði ég að í Bandaríkjunum er sagt: The best way to rob a bank is to own a bank. Mér sýnist þessi frétt sýna að það er mikill sannleikskjarni í því. Þetta getur ekki verið löglegt


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá erum við andstæðingar ...

Prófkjörsframbjóðendur og stuðningsmenn þeirra eru nú komnir á fullt til að afla sér og sínum frambjóðendum fylgis. Eftirfarandi saga er sönn og úr baráttunni. Hún segir, held ég, mikið um það hvað það verður að passa sig í prófkjörsbaráttunni. 

Hringt var í einstakling í austurhluta borgarinnar frá stuðningsmanni eins frambjóðanda. Kynnt var framboð frambjóðandans og skýrt frá því að frambjóðandinn leitaði eftir stuðningi í nánar tilgreind sæti. Einstaklingurinn sem hringt var í skýrði frá því að hann væri búinn að ákveða að kjósa annan frambjóðanda í eitt af þeim sætum sem nefnd voru. Þá voru viðbrögð þess sem hringdi frá frambjóðandanum eftirfarandi: ,,Þá erum við andstæðingar." Það kom á þann sem hringt var í enda taldi viðkomandi að í prófkjörinu væru allir samherjar, að keppast um hylli. Þó hann væri búinn að ákveða að kjósa einstakling í tilgreint sæti útilokaði það ekki stuðning við þann frambjóðanda sem verið var að hringja fyrir. Það þarf jú að kjósa 10, a.m.k. hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum. Einhver orðaskipti urðu um þetta sem lyktaði með því að sá sem hringdi frá frambjóðandanum áttaði sig á mistökunum og bað afsökunar á því að hafa talað með þessum hætti. Símtalinu lauk í fullri sátt.

En þetta sýnir hversu mikilvægt það er að við sem erum í framboði pössum upp á það hvernig talað er af okkur sjálfum og stuðningsfólki okkar um aðra frambjóðendur.

Viljum við ekki öll að úr prófkjörunum komi sigurstranglegasti listinn?


mbl.is Sjálfstæðisflokkur opnar prófkjörsvef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 392218

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband