Leita í fréttum mbl.is

Hef mikla fyrirvara

Ég hef áður bloggað um tillögur um stjórnlagaþing. Það er búið að fækka þingmönnunum og þar með lækkar kostnaðurinn eitthvað. En ég hef engu að síður enn mikla fyrirvara við skynsemi þess að setja hér á laggirnar stjórnlagaþing. Mér finnst umhugsunarefni þessi forgangsröðun takmarkaðra fjármuna á krepputímum.
mbl.is Telur stjórnlagaþing kosta meira en milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágæta Dögg, og aðrir sjálfstæðismenn. Milljarður er upphæðin sem t.d. Framsóknarmenn lofuðu þjóðinni í forvarnir gegn fíkniefnum, sem síðan aldrei varð, enda þótt Halldór hafi barið í borðið í sjónvarpsauglýsingum og heitið þessari upphæð í málið. En kannski hefur samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gert það að verkum að þessi upphæð kom hvergi fram. Svo nú hafa Sjálfstæðismenn tækifæri til að skila þessum milljarði, ef svo má komast að orði, með því að vera ekki að fjasa um kostnað við stjórnlagaþing, sem er lífsnauðsyn þjóðinni eftir 18 ára helför flokksins gegn fólkinu í landinu. Geir, Dögg og aðrir Sjálfstæðismenn; verið ekki að leika "virka stjórnarandstöðuleikinn". Það fer ykkur illa, þið kunnið það ekki og það er ekki það sem þjóðin hefur þörf fyrir. Þjóðin (og nú tala ég að sjálfsögðu fyrir hennar hönd, líkt og Sjálfstæðismenn gera gjarnan) þjóðin hefur þörf fyrir að Sjálfstæðismenn af ykkar kaliberi sjái sóma sinn í að þegja og standa ekki í vegi fyrir ræstingarfólkinu sem er að reyna að þrífa upp eftir ykkur.

Friðrik Erlingsson, rithöfundur 

Friðrik Erlingsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvaðan fékk Geir þessa tölu? Er ekki bara verið að búa til óþarfa moldrok? Koma höggi á stjórnina með því að hræða fólk?

Steini Briem reiknar það út á bloggi Ómars að þetta þyrfti ekki að kosta meira en 384 milljónir. Klink miðað við margt annað sem ríkið hefur verið að gera.

Villi Asgeirsson, 6.3.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Friðrik. Mér þykir þú stóryrtur í garð Sjálfstæðisflokksins. Helför er hugtak sem notað hefur verið yfir aðgerðir nasista gegn gyðingum. Finnst þér við hæfi að nota það um stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og lengst af Framsóknarflokksins þó þú sért greinilega á annarri pólitískri skoðun? Stóryrði fara engum vel, síst af öllu ef maður vill láta taka mark á orðum sínum. Og svo segirðu fólki að þegja? Ertu á móti málfrelsi? Ég hélt að rithöfundar bæru mikla virðingu fyrir málfrelsi og teldu síst við hæfi að segja öðrum að þegja, jafnvel þótt þeir væru ekki sammála þeim. Ég virði þínar skoðanir Friðrik. Ég ætlast til að þú virðir mínar. Við þurfum aldrei að verða sammála en þú segir mér ekki að þegja. Kv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 6.3.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Skaz

Eh, ég leyfi mér stórlega að efast um það að þetta muni kosta meira en milljarð. Miðað við núverandi þingfararkaup þá ná árslaun ekki einu sinni 300 milljónum. Til þess að koma 2 ára vinnu + launum þá þyrfti að eyða 400 milljónum... hvernig Geir hefur íhugað sér að þeim fjármunum yrði ráðstafað er mér óskiljanlegt. Heilu ráðuneytin eyða ekki svo miklu í sérfræðiþjónustu eða skrifstofubúnað á tveim árum...

En er þörf á stjórnlagaþingi? Í hreinskilni, já. Það er búið að vera þörf á því í fleiri áratugi. Núverandi stjórnarskrá var ávallt hugsuð sem tímabundin redding frá 1944. Alltaf stóð til að semja alíslenska stjórnarskrá. En það eina sem hefur verið átt við af nokkru ráði eru kosninga- og kjördæmareglur og ávallt hefur flokksræðinu verið haldið við. 

Forgangsröðun á krepputímum. Áhugavert hugtak hjá þér. Hvað er mikilvægara en að ákveða nú loksins að breyta kerfi sem gerði þessar hamfarir og það aðgerðarleysi í raun kleift að gerast hérlendis? Þjóðin er loksins tilbúin að fara í ítarlega naflaskoðun á lýðræðinu og hvernig það skuli vera framkvæmt hér á landi. Og maður kastar aldrei slíku tækifæri á glæ, sama í hvaða flokki maður er. Það mikilvægasta sem fólk gerir er að fara viljugt í svona pælingar. Og það er mjög mikilvægt að þeir sem framkvæma þessar reglur séu alls ekki þeir sem þurfa svo að leika eftir þeim. 

Gott dæmi um þá hugsun er einmitt þrískipting valdsins. Maður lætur ekki framkvæmdarvaldið setja lög og reglur. En það virðist sem svo að sumir þingmenn vilji að sá hátturinn verði á. Að Alþingi og ríkisstjórnin fái að setja þær reglur sem þau eigi svo að fara eftir.

Stjórnarskráin er æðsta valdið hér á landi á eftir almenningi. Ekki Alþingi, ekki ríkisstjórnin og ekki Hæstiréttur. Stjórnarskráin er æðst vegna þess að hún er tilskipun frá fólkinu í landinu um hvernig þessar stofnanir hafi hátt á því að stjórna landinu í þeirra umboði. Og það að fólkið fái loksins að setja fram þessa tilskipun í staðinn fyrir þá dönsku sem Alþingi og ráðamenn standsettu 1944. Er langbest gert þegar fólki er fullt þeirrar alvöru sem það er á krepputímum. 

Skaz, 7.3.2009 kl. 02:41

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Varðhundar valdsins sjá sér engan hag í því að skerpa á aðgreiningu framkvæmda, löggjafar og dómsvalds.  Það eina sem það gæti leitt af sér er að gera þeim erfiðara um vik við að skipa ættingja sína, vini og flokksfélaga í dómarastöður og önnur valdamikil embætti hjá ríkinu.

Þeir verða líklega að sætta sig við þessar væntanlegu breytingar á stjórnarskránni en Þeir munu eftir sem áður reyna að hanga á sínum völdum og sérhagsmunum eins og hundar á roði.   Það er það stór hluti af þeirra pólitíska tilgangi.

Guðmundur Pétursson, 7.3.2009 kl. 13:56

6 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Guðmundur. Þú vísar almennt til "varðhunda valdsins". Til að hafa það á hreinu þá tel ég mikilvægt að skerpa á aðgreiningu milli dómsvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Ég vil að löggjafarvaldið geri sig virkara gagnvart framkvæmdavaldinu og tel jafnvel koma til greina að breyta stjórnarskránni þannig að alþingismaður verði að segja af sér þingmennsku verði hann ráðherra. En þurfum við heilt stjórnlagaþing til að gera slíkar breytingar? Bkv. Dögg

Dögg Pálsdóttir, 7.3.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband