Leita í fréttum mbl.is

Þá erum við andstæðingar ...

Prófkjörsframbjóðendur og stuðningsmenn þeirra eru nú komnir á fullt til að afla sér og sínum frambjóðendum fylgis. Eftirfarandi saga er sönn og úr baráttunni. Hún segir, held ég, mikið um það hvað það verður að passa sig í prófkjörsbaráttunni. 

Hringt var í einstakling í austurhluta borgarinnar frá stuðningsmanni eins frambjóðanda. Kynnt var framboð frambjóðandans og skýrt frá því að frambjóðandinn leitaði eftir stuðningi í nánar tilgreind sæti. Einstaklingurinn sem hringt var í skýrði frá því að hann væri búinn að ákveða að kjósa annan frambjóðanda í eitt af þeim sætum sem nefnd voru. Þá voru viðbrögð þess sem hringdi frá frambjóðandanum eftirfarandi: ,,Þá erum við andstæðingar." Það kom á þann sem hringt var í enda taldi viðkomandi að í prófkjörinu væru allir samherjar, að keppast um hylli. Þó hann væri búinn að ákveða að kjósa einstakling í tilgreint sæti útilokaði það ekki stuðning við þann frambjóðanda sem verið var að hringja fyrir. Það þarf jú að kjósa 10, a.m.k. hjá okkur í Sjálfstæðisflokknum. Einhver orðaskipti urðu um þetta sem lyktaði með því að sá sem hringdi frá frambjóðandanum áttaði sig á mistökunum og bað afsökunar á því að hafa talað með þessum hætti. Símtalinu lauk í fullri sátt.

En þetta sýnir hversu mikilvægt það er að við sem erum í framboði pössum upp á það hvernig talað er af okkur sjálfum og stuðningsfólki okkar um aðra frambjóðendur.

Viljum við ekki öll að úr prófkjörunum komi sigurstranglegasti listinn?


mbl.is Sjálfstæðisflokkur opnar prófkjörsvef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta sýnir vel galla prófkjöra. En miðstýrð uppröðun er samt enn verri. Samfylking í Kraganum er með auglýsingabann sem að ég tel vera skynsamlegt.

Samt finnst mér að meira hefði mátt gera af því að draga málefnaáherslur og gildi frambjóðenda fram.

Persónukjör er einnig mjög mikilvæg viðbót í lýðræðið. Þá væri búið að raða lista miðað við forval eða prófkjör en kjósandi hefði möguleika til að breyta þeirri röðun.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 391673

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband