Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Tómur pakki?

Miðað við málflutning VG verður hin meinta aðgerðaráætlun VG ekki merkilegt plagg - inniheldur tæpast annað en að vera á móti. VG eru góðir, ef ekki bestir, í því.
mbl.is VG halda aukafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Mér finnst til stakrar fyrirmyndar hjá hinum ýmsu kirkjum og trúfélögum að taka sig saman með þessum hætti og biðja fyrir landi og þjóð. Ráðamönnum þjóðarinnar er eflaust styrkur í því að fyrir þeim sé beðið, enda er það gert í öllum kirkjum, a.m.k. þeim sem tilheyra þjóðkirkjunni, á hverjum sunnudegi, jafnt í góðæri sem kreppu. Ég veit að daglega leita margir stuðnings, og finna, í æðruleysisbæninni: 

Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.


mbl.is Báðu fyrir landi og þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nákvæmlega

Það er nákvæmlega með þessum hætti sem nálgast þarf EB umræðuna. Ákveða að óska eftir aðildarviðræðum með samningsumboð í hendi um það hvað við teljum að þurfi að taka tillit til í samningi, út frá okkar forsendum. Hvað eru ófrávíkjanleg skilyrði samnings af okkar hálfu og hvað má ræða nánar. Síðan er það þjóðin sem á endanum segir já eða nei við hverjum þeim samningsdrögum sem nást. En við komumst ekki að því hvort EB er tilbúið til að semja við okkur á okkar forsendum nema með því að ræða við EB. Við getum ekki fyrirfram gefið okkur að þeir hafni algerlega okkar forsendum fyrir aðild.
mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Frábært framtak hjá Hvöt. Fréttir herma að mikill fjöldi fólks telji sig þurfa á ráðgjöf að halda  vegna stöðu mála. Innan vébanda Hvatar starfar fjöldi kvenna með fjölbreytta sérfræðiþekkingu. Þær bjóða þessa sérfræðiþekkingu nú fram til allra þeirra sem til ráðgjafastofu Hvatar leita. Ég tek að sjálfsögðu þátt í þessu framtaki Hvatar - og verð á ráðgjafarstofunni á morgun.
mbl.is Ókeypis ráðgjöf vegna efnahagsástandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsamlegt

Er þetta ekki bara vinarbragð af hálfu Finna? Ekkert að því að gera allt klárt - ef við náum samningum í samræmi við það sem við viljum og þjóðin  samþykkir í þjóðaratkvæðagreiðslu? Ágætt að gagnaðilinn láti þá ferlið ganga fljótt og vel sín megin.
mbl.is Biður ESB að undirbúa aðild Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi

heldur þessi styrking krónunnar áfram. Allt eru þetta þó hænuskref í rétta átt. Treystum því að þau verði fleiri og smátt og smátt stærri.
mbl.is Krónan styrkist áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillögur frá VG?

VG eru samir við sig. Bara á móti og engar aðrar tillögur settar fram. Það er eins gott að Steingrímur Joð er í stjórnarandstöðu.


mbl.is „Ekkert má út af bera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt hjálpar þetta

fyrirtækjum í þeim lausafjárvanda sem nú ríkir. Tekjur koma mun hægar inn, um það ber öllum saman - og því er kærkominn viku frestur á að skila innheimtum virðisaukaskatti án  álags. Í tvígang hefur sambærilegum heimildum verið beitt, í október og nóvember, vegna skila á staðgreiðslu og öðrum launatengdum gjöldum. Ég fullyrði að þetta eru aðgerðir sem gera reksturinn örlítið skárri fyrir fyrirtækin í landinu. Þær í mörgum tilvikum stytta þann tíma sem allt er rekið á yfirdrættinum, með öllum þeim vaxtakostnaði sem honum fylgir, hafi yfirdráttur á annað borð fengist.
mbl.is Vikufrestur til að greiða vsk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Vonandi heldur þessi styrking áfram. Krónan og við þurfum á því að halda.
mbl.is Krónan styrkist um 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru

ungliðarnir að reyna að bæta fyrir hve harkalega þeir gagnrýndu forystuna á fundinum um daginn? Ein fréttaskýring taldi ástæðu óvæntrar og fyrirvaralausrar afsagnar Guðna vera óvægna gagnrýni ungliðanna í Framsókn. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir einhvers staðar. Kannski ungliðarnir séu strax farnir að sakna Guðna?
mbl.is SUF ályktar um Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 392476

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband