Leita í fréttum mbl.is

Gott framtak

Mér finnst til stakrar fyrirmyndar hjá hinum ýmsu kirkjum og trúfélögum að taka sig saman með þessum hætti og biðja fyrir landi og þjóð. Ráðamönnum þjóðarinnar er eflaust styrkur í því að fyrir þeim sé beðið, enda er það gert í öllum kirkjum, a.m.k. þeim sem tilheyra þjóðkirkjunni, á hverjum sunnudegi, jafnt í góðæri sem kreppu. Ég veit að daglega leita margir stuðnings, og finna, í æðruleysisbæninni: 

Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.


mbl.is Báðu fyrir landi og þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar var guð þegar kreppan reið yfir? Ég hef heldur ekki orðið var við það að guð hafi nokkuð með það að gera hvort óhamingja eða óhöpp dynji yfir og ef við feit og fín ætlumst til þess að einhver ímyndaður guð fari að hjálpa okkur á meðan börn svelta í Simbabve þá er eitthvað að þessu kristilega siðgæði okkar.

Valsól (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 15:37

2 identicon

Guð var yfir og allt um kring þegar kreppan reið yfir.

Hann starfaði í mínu lífi fyrir kreppuna og í miðri kreppunni. Valsól, gleymdir þú ekki bara að biðja hann að vera með þér í kreppunni? :)

Andri (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta var a.m.k. geðslegra en í fyrra þegar þunglyndi og glæpum var blandað í sama pott til að biðja fyrir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.12.2008 kl. 21:24

4 identicon

Það er full þörf á að biðja fyrir ástandinu eins og það er í dag.Ekki veitir okkur af styrk til að komast heil í gegnum þessar þrengingar.Í fyrra var beðið GEGN þunglyndi meðal annars.Það er að það fari þar sem það er.Bara jákvætt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Árni þór

Það eru ill öfl sem vilja taka yfir líf fólks, þegar þrengir að þá eiga þau greiðari aðgang en ella ef ekki er beðið en þetta skilja ekki allir, áður en þetta kom í fréttum með bankahrunið þá vakti Drottinn mig um miðja nótt til að biðja í gegn engli dauðans sem vildi fara um landið og herja á fólk að það tæki líf sitt. Einhver gerir kannski grín að þessu en mér er ekki hlátur í hug

Árni þór, 9.12.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 391657

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband