Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Skiljanlegt

og í samræmi við það að öll erum við, hver með okkar hætti, í einhvers konar Pollýönnuleik. En svo var þetta bara svo frábær bók að ég skil vel að allar ömmur og allir afar hafa drifið sig að kaupa bókina fyrir barnabörnin.


mbl.is Pollýanna uppseld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heil atvinnugrein að þurrkast út?

Vissulega mátti fækka í hópi fasteignasala því í góðærinu fjölgaði verulega fasteignasölum mikið. En það er slæmt ef niðurstaðan verður sú að allar fasteignasölur loka. Með sama áframhaldi er hins vegar vandséð hvað annað gerist.


mbl.is Um 80% hafa misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil vel

óánægju starfsmanna Ríkisútvarpsins og bendi á blogg mitt í síðustu viku (hér) þar sem ég m.a. bendi á að ég teldi að útvarpsstjóri hefði átt að byrja á að lækka meira launin hjá sjálfum sér. Hugsanlega þarf hagræðingaraðgerðir hjá Ríkisútvarpinu eins og annars staðar en allt er þetta spurning um hvernig hlutirnir eru gerðir.
mbl.is Óréttlætanleg ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr takt við samfélagið?

Það vantar í fréttina rökstuðning kjararáðs fyrir þessari niðurstöðu. Hann verður fróðlegur. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem kjararáð kemur á óvart með niðurstöðu sinni. Gott að heyra að ríkisstjórnin ætli að leita annarra lausna.

Viðbót: Nú er fréttin orðin nákvæmari - og kjararáð segist ekki eiga að vera mótandi um kjaraþróun í landinu. Ég skil nú bara ekki þetta kjararáð. Hefur það ekki fylgst með síðustu vikurnar. Fyrirtæki á einkamarkaði eru að lækka laun, draga úr starfshlutfalli, segja upp fólki. Kjaraþróunin er skýrt komin fram. Kjararáð myndi ekkert móta þótt það hefði fallist á tilmæli forsætisráðherra.


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningur en ...

Það hafa flestir fullan skilning á því að einhvers konar hömlur þurfti að setja til að styðja við krónuna þegar hún verður sett á flot. En þessi frétt og aðrar af sama toga benda til að of langt hafi verið gengið með því regluverki sem sett var með stoð í lögum um um breytingu á lögum um gjaldeyrismál. Reglurnar, sumar hverjar, virðast snúnar í andhverfu sína og til þess var leikurinn ekki gerður. Því fyrr sem allir agnúar eru sniðnir af, því betra.
mbl.is Lífsspursmál að breyta reglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara þarf varlega

Hugmyndin hljómar áhugaverð en fara þarf ofurvarlega. Lífeyrissjóðirnir hafa þegar tapað miklu fé á hruni bankanna. Séreignasparnaður okkar hefur líka tapast að hluta. Lífeyrissjóðirnir mega ekki við því að tapa mikið meir.
mbl.is Vilja endurreisa fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott val

Þá er það orðin staðreynd. Hillary Clinton verður næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún á ugglaust eftir að standa sig með stakri prýði í því embætti. Flott val hjá Obama og styrkir án efa ríkisstjórn hans.
mbl.is Obama útnefnir Clinton sem utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bágt

á ég að trúa því að VG fengi svona fylgi í kosningum. Það er nefnilega einfalt að vera fúll í skoðanakönnunum en kjósendur eru þegar í kjörklefann kemur bæði skynsamir og ábyrgir. Og það er ekki, að mínu mati, ábyrgt að kjósa VG. Enda hvaða lausnir er VG með núna? Engar. Ögmundi vafðist tunga um höfuð þegar hann var fyrir viku spurður um það hvaða lausnir VG væri með vegna ástandsins. Hann átti engin svör.
mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrílslæti?

Einhvern veginn virðist eins og hópur atvinnumótmælenda hafi tekið yfir þau mótmæli sem í gangi eru og breytt friðsömum mótmælum í skrílslæti og vitleysu, sem engum er sómi að. Vonandi lætur lögreglan þá sem sletta málningu og eggjum borga kostnaðinn af hreinsun svo skattgreiðendur sitji ekki uppi með þann kostnað.
mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband