Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Þarf að skoða

Þetta mál og ýmis fleiri sem Morgunblaðið er greinilega að fara að fjalla um hlýtur að vera meðal þess sem þarf að rannsaka nú.  Ég minnist þess að fjallað var um þessi tilgreindu viðskipti í fjölmiðlum á sínum tíma án þess að nokkuð frekar yrði úr þessari umræðu. Mörgum þóti þetta skrýtið enda, eins og hér er réttilega bent á, menn hringinn í kringum borðið. Alveg ljóst að í þeirri stöðu gætirðu ekki margar hagsmuna í einu.
mbl.is Sami maður beggja vegna borðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagleg vinnubrögð?

Ég hélt að þetta mál snérist um trúverðugleika og geng út frá því sem vísu að öll endurskoðunarfyrirtæki stundi ekkert nema fagleg vinnubrögð. Fagleg vinnubrögð eru að mínu mati því ein og sér ekki rök til stuðnings því að leitað var til KPMG. Fyrirfram hefði ég talið augljóst að tengsl KPMG við stærstu eigendur Glitnis gerðu fyrirtækið sérstaklega óheppilegt til starfa að þessu verkefni.


mbl.is Farið yfir störf KPMG fyrir skilanefnd Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt hljómar

þetta sérkennilega. Má Next í Bretlandi vera nokk sama hverjir reka verslun þeirra hér á landi. Kúnnahópurinn verslar væntanlega í Next eftir vörunni en ekki eftir því hverjir reka. Eða hvað?
mbl.is Next vildi þau eða ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10%?

Það er auðvitað gott að búið er að ákveða 10% lækkun launanna en í ljósi þeirra launa sem æðstu stjórnendur lífeyrissjóðanna eru að þiggja sýnist mér að það hefði verið allt í lagi að lækka þau eitthvað meira.
mbl.is Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðleitni

Þetta frumvarp er góð viðleitni af hálfu ríkisstjórnarinnar til að tryggja að þær launalækkanir sem mörg einkafyrirtæki hafa þurfta að grípa til gangi ekki síður yfir opinbera kerfið.
mbl.is Frumvarp um launalækkun ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðslaun?

Forystumaður VR segist hafa markaðslaun og forseti ASÍ er með laun á við ráðherra. Ég skil vel að fundarmenn í Háskólabíó hafi reiðst þessum upplýsingum um launakjör forystumanna verkalýðsforystunnar.
mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvíkvæni?

Í fréttinni segir:

Hún hefur verið gift manni sínum Bala Ram í fimmtíu ár og hefur þeim ekki orðið barna auðið fyrr en nú. Ram giftist einnig systur Devi eftir tíu ára barnlaust hjónaband þeirra en systurinni varð heldur ekki barna auðið.

Hefur eiginmaðurinn þá verið giftur systrum, annarri í 50 ár og hinni í 40 og átt með hvorugri barn fyrr en núna? Skýrari fréttir takk. 

 


mbl.is Sjötug frumbyrja á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr Kennedy í stjórnmálin?

Það eru athyglisverðar fréttir að Caroline Kennedy hafi gefið til kynna að hún sé tilbúin til að taka skipun í sæti Hillary Clinton í öldungadeild Bandaríkjaþings. Um þetta er fjallað hér. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að hingað til hefur Caroline Kennedy litíð haft sig í frammi opinberlega og frekar haldið sig tilbaka. En sjálfsagt er hún með stjórnmál í genunum eins og fleiri í Kennedyfjölskyldunni.


mbl.is Kennedy „allir vegir færir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónóg gæsla

Mér sýnist að það að atburður af þessu tagi geti gerst sýni að öryggisgæslu Alþingis þarf að efla. Vissulega eru þingpallar opnir fyrir borgara sem vilja fylgjast með þingfundum. En einstaklingar sem koma í þeim tilgangi einum að trufla störf þingsins eiga ekki að eiga jafn greiða leið á þingpalla og raun ber vitni.
mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það

aðgerð að boða til kosninga og kjörtímabilið ekki hálfnað? VG heldur það greinilega því skv. fréttinni er það efst á blaði hjá VG yfir "aðgerðir" flokksins. Hvað meina þeir með að stöðva nauðungaruppboð næstu 2-3 mánuði? Af hverju þá ekki í lengri tíma?

Í Silfri Egils fullyrti einhver að ríkisstjórnin hefði ekki umboð til að vinna þau verk sem nú er verið að vinna. Þetta er óskiljanleg umræða. Það er kosið til fjögurra ára í senn. Sú ríkisstjórn sem mynduð er að kosningum loknum hefur meirihlutastuðning á Alþingi og hefur þar með umboð kjósenda til að vinna öll verk sem þarf að vinna á kjörtímabilinu. Sama þó enginn hafi séð fyrir hvað fyrir gæti komið. Og sama þó skoðanakannanir sýni dvínandi fylgi. 

Þetta er óskiljanleg túlkun á lýðræðinu og kosningafyrirkomulaginu að halda þessu fram. Og svo eru þeir sem halda að kjósa eigi eftir því hvernig skoðanakannanir blása. VG eru í þeim hópi enda ala þeir þá von í brjósti að einhvern tíma uppskeri þeir í kosningum það sama og stundum hefur fengist í skoðanakönnunum.


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 392476

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband