Leita í fréttum mbl.is

Er þetta

alveg sú umfjöllun sem við viljum um Ísland þessa dagana? Umfjöllun af þessu tagi gefur til kynna að hér sé einhvers konar upplausnarástand - sem er auðvita fjarri öllu sanni.

Við kusum í Alþingiskosningum fyrir rösku ári síðan til fjögurra ára. Að afloknum þeim kosningum var mynduð ríkisstjórn tveggja stjórnmálaflokka sem báðir fengu ágætis brautargengi í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ótrúlega góða kosningu, ekki síst í ljósi þess að hann gekk til kosninga eftir að hafa leitt ríkisstjórnir meira og minna síðustu 16 árin. Samfylkingin fékk talsvert lakari kosningu en væntingar stóðu til, lakari en í kosningunum 2003 og lakari en vænta mátti miðað við það að hún var á þeim tíma stjórnarandstöðuflokkur. En niðurstaðan var skýr í Alþingiskosningunum 2007: Þeir flokkar sem standa að sitjandi ríkisstjórn fengu mest fylgi kjósenda. Á þeim tíma treystu flestir kjósendur þessum tveimur stjórnmálaflokkum til að leiða þjóðina í gegnum hvað það sem fram undan væri og takast á við hvern þann vanda sem að höndum bæri.

Ríkisstjórnin er með traustan og mikinn þingmeirihluta. Af hverju er verið að kalla eftir að sitjandi ríkisstjórn flýji af hólmi þó kröfuglega blási á móti? Hvers konar ríkisstjórn og hvers konar stjórnmálamenn flýja af hólmi í mótbyr? Að mínu mati er það algert ábyrgðarleysi að efna til kosninga nú og einhvern veginn fær maður á tilfinninguna að VG kalli eftir kosningum í þeirri veiku von að í kosningum nú tækist þeim loksins að fá upp úr kjörkössunum það sem þeir stundum hafa fengið í skoðanakönnunum. Sagan nefnilega sýnir að VG er miklu betri í að sigra skoðanakannanir en kosningar.

Vera kann að eitthvað geti réttlætt kosningar næsta vor, þó ég setji við það stórt spurningarmerki. Kosningar nú myndu á hinn bóginn einvörðungu auka á þann vanda sem við er að glíma og er hann þó ærinn fyrir.


mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru greinilega

fleiri en Íslendingar búnir að tapa trúnni á gjaldmiðil sinn. Kannski verður það eitt af því jákvæða við fjármálakreppuna að hætt verður að styðja við vonlausa gjaldmiðla.
mbl.is Meirihluti Dana vill nú evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhugsunarefni

Allt sem fram fer á ríkisstjórnarfundum á að vera trúnaðarmál. Það er umhugsunarefni að upplýsingar um þessa bókun, ef réttar eru, skuli hafa lekið í fjölmiðla með þeim hætti sem raun ber vitni.
mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er glasið hálftómt eða hálffullt?

Ekki ætla ég að draga úr þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir. Þeir eru miklir og sennilega höfum við ekki enn fulla yfirsýn yfir þá. Í stöðunni er þó mikilvægt að tala kjark í þjóðina og draga fram það jákvæða. Að bera stöðuna í dag við móðuharðindin er fjarstæðukennt enda um atburði af allt öðrum toga að ræða (hér).

Ég var að glugga í ljóðabók Ólafs Ragnarsson Agnarsmá brot úr eilífð (útg. Veröld 2008), sem kom út í vor, skömmu fyrir andlát hans. Þar er þetta ljóð:

Þitt er valið
Hann er sífellt innan seilingar
þegar syrtir í álinn
kaleikur bölsýni og kjarkleysis,
fleytifullur af myrkri.

Fjær stendur bikar vonar og bjartsýni,
barmafullur af ljósi.
Teygðu þig í hann.

Einhvern veginn finnst mér skilaboðin í þessu ljóði eiga svo vel við nú um stundir. Ég held að við eigum að hafa þennan boðskap ofarlega í huga og fylgja honum í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.


mbl.is Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíkt hafast þeir að

Hér hækkar Seðlabankinn stýrivexti upp í 18%. Við erum þar með með hæstu stýrivexti á byggðu bóli, a.m.k. í hinum vestræna heimi. Á sama tíma keppast aðrir seðlabankar við að lækka stýrivexti, til að hleypa lífi í efnahagslífið ef ég skil röksemdirnar rétt. Ég heyrði einhvers staðar þá skýringu að þessi hækkun hjá okkur væri nauðsynleg til að bjarga krónunni. Heyrði svo viðtal í kvöldfréttunum við Lilju Mósesdóttur hagfræðing sem sagði gjaldmiðilinn í S-Kóreu, minnir mig, hafa fallið um 50% við sambærilegar kringumstæður, þrátt fyrir mikla hækkun stýrivaxta þar. Gott væri nú ef einhver glöggur og skýr maður gæti útskýrt fyrir okkur Íslendingum af hverju hækka þarf stýrivexti hér á sama tíma og þeir eru lækkaðir alls staðar annars staðar. 
mbl.is Vextir lækkaðir í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur þá IMF ekkert lært?

Ef rétt er að  krafa IMF um háa vexti hafi valdið töluverðum skaða í fyrri björgunargerðum sjóðsins, svo sem í Asíukreppunni þá hlýtur maður að spyrja hvort sjóðurinn hafi ekkert lært. Og getum við ekkert sagt við skilyrðum sem allir telja óskynsamleg?


mbl.is Hækkun stýrivaxta mun ekki virka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir í raun

Með þessu sýna Færeyingar að þeir eru vinir í raun. Og þekkja vanda eins og þann sem við stöndum nú í af eigin reynslu.
mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála

hverju orði sem hér kemur fram hjá varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins 2007 segir m.a.:

Ísland er Evrópuríki og saga þjóðarinnar og menning er evrópsk. Í því ljósi og vegna hinna miklu viðskiptahagsmuna er nauðsynlegt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.

Gerbreyttar aðstæður kalla á nýja skoðun - enda ekki hægt að skilja orðalagið "sífellt í skoðun" með öðrum hætti en þeim að sú skoðun geti þurft að fara fram jafnvel milli landsfunda.


mbl.is Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi?

Foreldranefnd félagsmálaráðherra hélt í dag fjölmennt málþing um fjölskyldumál á Íslandi. Þar var fjallað um félagslega, lagalega og fjárhagslega stöðu barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum. Ég var með innlegg í lagapartinum og gerði þar m.a. grein fyrir lagafrumvarpi mínu, sem því miður dagaði uppi á síðasta þingi. Vonandi gefst mér færi á að endurflytja það á komandi vetri.

Að öðrum mjög góðum erindum ólöstuðum (missti raunar af fyrsta partinum vegna annarra starfsskyldna) fannst mér athyglisverðast innlegg Jóhanns Loftssonar sálfræðings, en hann hefur um árabil séð um sáttameðferð hjá sýslumannsembættum. Hann var þar með áhugaverða punkta og dró ábendingar sínar saman í að í framkvæmdinni væri hnefaréttinum umbunað, samningar væru látnir standa þótt annað foreldrið brjóti hann og það vantaði vald til inngrips í erfiðustu málin.

Það jákvæða í þessu öllu er að flestir foreldrar bera gæfu til að leysa mál sín með samkomulagi og hafa hagsmuni barnanna í forgrunni. Það neikvæða er að í erfiðustu deilunum eru við ekki með nein úrræði sem í raun virka. Því þarf að mínu mati að breyta og það sem fyrst. Það er óþolandi að foreldri, í skjóli yfirvalda í raun, af því að þau gera ekkert, brjóti á hinu foreldrinu, algerlega að tilefnislausu.

Og til að forðast misskilning - ég er hér að tala um vanmátt til að taka á tilefnislausum umgengnistálmunum. Umgengnistálmanir geta stundum, í undantekningartilvikum, verið réttlætanlegar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hámark vitleysunnar?

Er nú ekki skynsamlegra hjá Palin að nota fötin fram yfir kosningar? Það er jú búið að borga þau. Ekki sýnist mér hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður ráða för hjá varaforsetaefninu. 
mbl.is Sarah Palin kastar fínu fötunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikskorn

Ég skil vel þá sem eru óhressir með að breskar herflugvélar eigi að koma hingað í desember nk. í loftrýmisgæslu. Sú hugmynd mun hafa verið viðruð að láta bresku herflugvélarnar koma og svo kyrrsetja þær fyrir hugsanlegum kröfum Íslendinga vegna alls tjóns sem Bretar hafa valdið okkur á síðustu vikum. Finnst sú hugmynd eiginlega það eina sem réttlætt geti komu Bretanna. 
mbl.is Móðgun ef Bretarnir koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki

einmitt partur af því sem fara þarf rækilega yfir þegar leitað verður skýringa á því ástandi sem hér er í dag?
mbl.is Baksvið: Viðvörunarljósin leiftruðu í þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband