Leita í fréttum mbl.is

Í orði og verki

Ríkisstjórnin setti metnaðarfull markmið í jafnréttismálum vorið 2007 þegar hún tók við stjórnartaumunum. Atvik hafa nú háttað því svo til að þrír bankar eru aftur orðnir ríkisbankar. Fyrirfram hefði maður því haldið að þar fengist óvenjulega kjörið tækifæri fyrir ríkið til að sýna framkvæmd jafnréttisstefnunnar í verki, enda hygg ég að allir bankarnir séu yfirfullir af mjög hæfum stjórnendum, konum jafnt sem körlum. Skipurit allra bankanna ætti því að geta sýnt nokkuð jöfn hlutföll karla og kvenna í æðstu stjórnendastöðum.

Reyndin er önnur: Af ellefu stjórnendum nýja Landsbankans eru tvær konur og er önnur þeirra bankastjórinn, Elín Sigfúsdóttir (skipurit nýja Landsbankans er hér). Af 12 stjórnendum nýja Glitnis eru fjórar konur, þ.á m. bankastjórinn Birna Einarsdóttir(skipurit nýja Glitnis er hér). Skipurit nýja Kaupþings var birt í gær og enn birtist sama mynd. Af 11 stjórnendum eru tvær konur (skipurit nýja Kaupþings er hér). 

Ég hef margsinnis sagt: Ef ríkið gengur ekki á undan með góðu fordæmi í jafnréttismálum er ekki hægt að ætlast til að aðrir geri það. Eftir höfðinu dansa limirnir. Við endurskipulagningu bankanna undir forystu ríkisins gafst óvenjulega kjörið tækifæri til að jafna kynjahlutföllin í æðstu stjórnunarstöðum. Bágt á ég með að trúa því að í öllum þessum stóra hópi starfsmanna bankanna þriggja hafi ekki verið unnt að finna fleiri konur til að skipa æðstu stöðurnar. Og svo er auðvitað umhugsunarefni að bankastjóri nýja Kaupþings, sem er karlmaður, skuli vera með 200 þús. kr. hærri laun en konan sem skipar bankastjórastólinn í nýja Glitni. Einhverja skýringu hljótum við að þurfa á því.


mbl.is Vöxtur síðustu þriggja ára horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurómun almenningsálitsins

Ég hygg að félags- og tryggingamálaráðherra sé hér að segja upphátt það sem þorri almennings er að hugsa. Viðfangsefni bankastjóra nýju bankanna eru gríðarleg og flókin, ekki ætla ég að gera lítið úr því. En launakjör þeirra hljóta að eiga að vera í takt við launakjör hjá ríkinu. Ég veit ekki betur en að fjöldi embættismanna sé nú að glíma líka við gríðarleg og flókin viðfangsefni vegna stöðu mála. Í sjónvarpsfréttum í gær kom fram að uppgefin laun bankastjóra Nýja Kaupþings eru hærri en laun forseta Íslands og tæplega tvöföld laun ráðherra. Einhvern veginn held ég að flestum finnist það ekki eðlilegt.
mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla hægt að

þakka sérstaklega fyrir þetta. Landsbanki Íslands átti aldrei að vera á þessum lista. Bendi á heimasíðuna www.indefense.is og hvet alla til að skrá sig þar.
mbl.is Landsbankinn af hryðjuverkalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verður það?

Varaformaður Framsóknarflokksins leggur til Alþingiskosningar þegar þjóðin verði komin framúr verstu erfiðleikunum. En ég spyr? Höfum við yfirsýn yfir umfang erfiðleikanna sem við stöndum frammi fyrir? Ekki hef ég orðið vör við það. Ýmsir spá því að ástandið eigi eftir að versna talsvert áður en það batnar. Og eftir að landið fer að rísa á ný, sem það gerir örugglega, þó við vitum ekki hvenær,  hvað eigum við að nota sem mælikvarða á hið batnandi ástand? Á að setja eitthvað viðmið? Gengisvísitölu? Verðbólgustig? Atvinnuleysisstig? Svartsýnustu menn eru ekki viss um að kjörtímabilið endist til þess að hlutirnir byrji að skána. Umræða um að flýta næstu Alþingiskosningum tel ég óskynsamlega og ekki það sem við þurfum á að halda núna.


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og heldur hann

að afsökunarbeiðnin sé nóg? Það er hárrétt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun hafa veigamiklu hlutverki að gegna í því ástandi sem nú er í heiminum. Einhvern veginn finnst manni verra að framkvæmdastjórinn sé á sama tíma grunaður um að hafa hyglað ástkonu sinni. Allt slíkt dregur úr trúverðugleika sjóðsins og það ætti framkvæmdastjórinn að sjá sjálfur. Gerðist ekki eitthvað svipað hjá Alþjóðabankanum í fyrra?
mbl.is Strauss-Kahn biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri taktur

Ekki veit ég hvernig staðan var metin í upphafi en sjálf hef ég talið að staðan hafi verið og sé afar slæm og hef áhyggjur af að hún eigi eingöngu eftir að versna, áður en hún batnar. Og það er augljóst að veturinn í vetur verður okkur Íslendingum erfiður. Og næstu misseri geta orðið erfið líka. En það er ekkert annað að gera en að halda áfram, byrja uppbyggingarstarfið og læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Við megum ekki láta áföllin leggja okkur í vol, víl og framtaksleysi. Mér finnst gott að formaður Samfylkingarinnar er um það bil að koma til starfa á ný. Ég treysti því að því muni fylgja að meiri taktur verði í því sem heyrist frá a.m.k. þingmönnum stjórnarflokkanna, en verið hefur. 
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhvers staðar

leynast ennþá peningar á þessum síðustu og verstu.
mbl.is Málverk seldist á milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg yfirlýsing

Þessi stuðningsyfirlýsing er örugglega mjög mikilvæg fyrir Obama og hlýtur að vera allmikið áfall fyrir McCain og repúblikana. Og yfirlýsing Powell um að Palin sé vanhæf er afdráttarlaus. En skoðanakannanir virðast sýna að McCain sé í sókn. Út á hvað áttar maður sig ekki á. Þær rúmu tvær vikur sem eru að forsetakosningarnar stefna í að verða spennandi.
mbl.is Powell styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ískalt hagsmunamat

Þetta er athyglisverð niðurstaða. Greinilegt er að kjósendur vilja fá að lýsa afstöðu sinni til næstu skrefa í þessu mikilvæga máli. Ég var gestur í þættinum Í vikulokin í morgun (hér).  Eins og þar kom fram hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að hefja aðildarviðræður við ESB. Ískalt hagsmunamat er framundan. Hvar er framtíðarhagsmunum Íslands best borgið? Það er erfitt að meta það nema vita hvað er í ESB-pakkanum. Að því komumst við ekki nema með því að fara í aðildarviðræður.


mbl.is 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmýkjandi ósigur?

Ég er búin að tjá mig um afstöðu mína til ósigursins í kosningunni til öryggisráðs SÞ og þarf ekki að endurtaka það. Ég hafna því þó algerlega að í ósigrinum hafi falist einhver auðmýking fyrir Íslendinga eða íslenska þjóð. 

Umfjöllun af þessu tagi er virðulegum breskum fjölmiðli til lítils sóma. Í mótlæti uppgötva bæði einstaklingar og þjóðir best hverjir eru vinir í raun. Bresk stjórnvöld og breskir fjölmiðlar eru það svo sannarlega ekki. Þessi umfjöllun The Times er skýrt dæmi um það.


mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hart í bak

Leikrit Jökuls Jakobssonar, Hart í bak, var frumsýnt í kvöld í Þjóðleikhúsinu. Eins og alltaf, valinn maður í hverju hlutverki. Sérstaklega leyfi ég mér þó að nefna Gunnar Eyjólfsson í hlutverki skipstjórans Jónatans, Elvu Ósk Ólafsdóttur sem var dóttir hans Áróra, Þóru Karítas Árnadóttur sem var sveitarstúlka að austan og Þóri Sæmundsson, son Áróru.

Það er djúp undiralda í þessu verki. Syndir feðranna bitna á börnunum. Athafnamenn láta peningana tala,  kaupa fólk og pota gamalmennum sem eru fyrir þeim á elliheimili. Lokasenan er mögnuð og að mínu mati með ólíkindum sú skírskotun sem hún hefur til atburða síðustu daga og vikna. Gamli skipstjórinn, sem treyst var fyrir "óskabarni þjóðarinnar", fyrsta skipinu sem keypt var til landsins, rifjar upp ferðina þegar hann strandaði skipinu. Til kaupa skipsins hafði öll þjóðin lagt eitthvað af mörkum, allt sem þeir gátu, meira að segja börnin. Skipstjórinn gaf skipunina "Hart í bak", of seint, með afdrifaríku afleiðingum. Hann strandaði óskafleyinu fyrir þjóðinni. Það var þjóðarsorg í landinu.

Skyldi mega segja að óskafleyið hafi verið útrásin?


Kannski ekki

það versta að svona fór. Við getum núna einbeitt okkur ennþá betur að öðrum og mikilvægari málum.
mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband