Leita í fréttum mbl.is

Ólíkt hafast þeir að

Hér hækkar Seðlabankinn stýrivexti upp í 18%. Við erum þar með með hæstu stýrivexti á byggðu bóli, a.m.k. í hinum vestræna heimi. Á sama tíma keppast aðrir seðlabankar við að lækka stýrivexti, til að hleypa lífi í efnahagslífið ef ég skil röksemdirnar rétt. Ég heyrði einhvers staðar þá skýringu að þessi hækkun hjá okkur væri nauðsynleg til að bjarga krónunni. Heyrði svo viðtal í kvöldfréttunum við Lilju Mósesdóttur hagfræðing sem sagði gjaldmiðilinn í S-Kóreu, minnir mig, hafa fallið um 50% við sambærilegar kringumstæður, þrátt fyrir mikla hækkun stýrivaxta þar. Gott væri nú ef einhver glöggur og skýr maður gæti útskýrt fyrir okkur Íslendingum af hverju hækka þarf stýrivexti hér á sama tíma og þeir eru lækkaðir alls staðar annars staðar. 
mbl.is Vextir lækkaðir í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Afhverju gilda allt önnur lögmál hér en annars staðar?

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Johnny Bravo

Þesso lögfræðings kona er með 2 dæmi annarsvegar Suður Kóreu sem átti í mjög ólíkum vandræðum og spurning hvort að það hefði ekki bara farið ver ef ekki hefði verið gripið til þess að hækka.

Og svo Noreg fyrir 11árum og ef ég man rétt eru þeir búnir að vera ríkasta norðurlandið síðustu 8, þannig að sú kreppa var bara 3ár þar lol

Bandaríkjarmenn eru í allt annari stöðu en við og ég vill ekki skipta og ég er nokkuð viss um að þeir myndu ekki hika við að skipta við okkur.

Þá vantar verðbólgu og núna geta þeir ekki lækkað vexti meira og þá er eina leiðinn að láta skrímslið vera í mínus, það er ríkið og það er búið að nota það ráð of mikið síðustu 10ár að núna eru þeir að verða jafn ráðalausir og Japanir. Fastir í Liquidity trap:

http://en.wikipedia.org/wiki/Liquidity_trap

Gaman hvað margir hafa áhuga á hagfræði þessa dagana, spurning hvort það sé grundvöllur fyrir því að vera með kvöldskóla í þessu.

Johnny Bravo, 29.10.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ástæðan er að Íslendingar eru mestu lána og eiðsluseggir í allri evrópu og þótt víða væri leitað. Miðað við þau laun sem Íselndingar hafa haft á síðustu árum ættu Íslendingar að eiga dygra og góða sjóði til þess að mæta erfiðum tímum sem þessum á þeim 40 árum sem tildæmis íbúðalánin eru. 18% stýrivextir er lámarks bremsa til þess að stöðva þetta fyrirbæri sem Íslendingar upp til hópa eru í peningamálum. IMF hefur aldrei séð annað eins bruðl hjá einni þjóð.

Jón V Viðarsson, 29.10.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Dögg!...en held að Lilja hafi mikið til síns máls (því miður!)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.10.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Hagbarður

Sæl Dögg

Aðrar þjóðir leggja meiri áherslu á að örva atvinnulífið og innlenda eftirspurn með því að slaka vöxtunum niður. Fórna "prinsippinu" tímabundið um að nota stýrivexti til að reyna að hemja verbólgu enda er fylgifiskur samdráttar oftast verðhjöðnun. Á einföldu máli er þetta að grunnstoðir atvinnulifsins, fyrirtækin og starfsemi þeirra, er talin vera mikilvægari en verðbólga eða verðbólguskot. Hér er þessu öðruvísi farið. Það er ekki verið að reyna að hafa áhrif á heildar eftirspurnina heldur er þetta örvæntingarfull tilraun til að halda í og draga að erlendan gjaldeyri til að styrkja við krónuna. Þetta er mjög áhættusöm aðgerð og alveg óvíst að hún takist. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það séu meiri líkur á því að gengið lækki vegna þessara aðgerða og aðgerðin hafi því verið röng. T.d. eru vegna kreppunnar á alþjóðamörkuðum yfirgnæfandi líkur á því að fiskverð lækki á komandi mánuðum. Gerist það getum við hugsanlega farið inn í spíral þar sem vextir hækka, atvinnuleysi eykst og verðbólga gæti jafnframt vaxið. Hjálpi okkur allar vættir ef það gerist og við missum grunnstoðirnar, þá verður þetta fyrst erfitt.

Hagbarður, 30.10.2008 kl. 09:04

6 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er bara allt vonlaust og það er rétt að byrja.

Heidi Strand, 30.10.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 389902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband