Leita í fréttum mbl.is

Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi?

Foreldranefnd félagsmálaráðherra hélt í dag fjölmennt málþing um fjölskyldumál á Íslandi. Þar var fjallað um félagslega, lagalega og fjárhagslega stöðu barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum. Ég var með innlegg í lagapartinum og gerði þar m.a. grein fyrir lagafrumvarpi mínu, sem því miður dagaði uppi á síðasta þingi. Vonandi gefst mér færi á að endurflytja það á komandi vetri.

Að öðrum mjög góðum erindum ólöstuðum (missti raunar af fyrsta partinum vegna annarra starfsskyldna) fannst mér athyglisverðast innlegg Jóhanns Loftssonar sálfræðings, en hann hefur um árabil séð um sáttameðferð hjá sýslumannsembættum. Hann var þar með áhugaverða punkta og dró ábendingar sínar saman í að í framkvæmdinni væri hnefaréttinum umbunað, samningar væru látnir standa þótt annað foreldrið brjóti hann og það vantaði vald til inngrips í erfiðustu málin.

Það jákvæða í þessu öllu er að flestir foreldrar bera gæfu til að leysa mál sín með samkomulagi og hafa hagsmuni barnanna í forgrunni. Það neikvæða er að í erfiðustu deilunum eru við ekki með nein úrræði sem í raun virka. Því þarf að mínu mati að breyta og það sem fyrst. Það er óþolandi að foreldri, í skjóli yfirvalda í raun, af því að þau gera ekkert, brjóti á hinu foreldrinu, algerlega að tilefnislausu.

Og til að forðast misskilning - ég er hér að tala um vanmátt til að taka á tilefnislausum umgengnistálmunum. Umgengnistálmanir geta stundum, í undantekningartilvikum, verið réttlætanlegar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Gott málþing og niðurstaðan að núverandi kerfi er handónýtt og þarf að breyta hið snarasta. Ég reikna því með að Jóhanna leggi fram frumvarp nú í vetur þegar nefndin hefur skilað af sér.

Ársæll Már Arnarsson var líka með áhugaverðar niðurstöður um líðan barna eftir skilnað miðað við umgengni foreldra. Þeim börnum sem eru viku og viku hjá hvoru foreldri líður mun betur en þeim sem eru minna hjá öðru foreldrinu.

Niðurstaðan er sú að best er að foreldrar hafi sem jafnasta ábyrgð á börnum eftir skilnað og sem jafnastar samvistir.

Sigurður Haukur Gíslason, 28.10.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband