Leita í fréttum mbl.is

Kynjaskipting

Það er sérlega ánægjulegt að af 15 bankaráðsmönnum eru sjö konur og 8 karlar. Kom að því að stefnuyfirlýsingum er hrundið í framkvæmd. Hefði að vísu kosið að sjá 2-3 konur í hverju bankaráði en ekki svona skrítna skiptingu, eina í bankaráði Glitnis, tvær í bankaráði Landsbankans og fjórar í bankaráði Kaupþings og sjálfsagt er einhver skynsamleg skýring á þessu. En þetta er jákvætt skref. Ekki er heldur annað séð en að vel hafi verið vandað til vals í bankaráðin og þar séu einstaklingar með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu. Jafnframt sýnist það skynsamlegt að í ráðin hafi verið valið í samráði við stjórnarandstöðuna.
mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigið fé Íbúðalánasjóðs

Jóhanna segir erfitt að frysta verðtrygginguna á lánum eða binda verðtrygginguna við ákveðið verðbólgustig sem var fyrir hrundið enda myndi slíkt myndi þurrka út allt eigið fé Íbúðalánasjóðs á tveimur mánuðum.

En ég leyfi mér þá að spyrja? Er allt í lagi að meira og minna allt eigið fé allra íbúðaeigenda í landinu hefur þurrkast út? Hjá mjög mörgum er staðan sú að allur höfuðstóll sem lagður var fram við íbúðarkaup er uppurinn vegna verðbólgunnar eða vegna gífurlegrar hækkunar fasteignalána í erlendri mynt. Veruleiki mjög margra er því sá að sitja uppi með fasteignir þar sem söluverðmæti (ef þær seljast) er minna en andvirði áhvílandi skulda. Íbúðaeigendur, sem eru í raun almenningur í landinu, hafa vegna bankahrunsins misst mikið af sparnaði sínum, a.m.k. þann sparnað sem var í hlutabréfaeign í bönkunum. Hluti séreignalífeyrissparnaðar hefur tapast. Fyrirsjáanlegt er, og raunar skýrt sagt af félags- og tryggingaráðherra, að skatta þurfi að hækka. Atvinnuleysi stefnir í áður óþekktar stærðir. Kaupmáttur launa fer hratt minnkandi.

Af hverju er erfiðara að þurrka út allt eigið fé Íbúðalánasjóðs en þurrka út allt eigið fé íbúðareigenda?


mbl.is Jóhanna: Mun reyna á ríkisstjórnarflokkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverðar hugmyndir

Það er gott að heyra að efnahags- og skattanefnd Alþingis er að skoða tillögur Gylfa og Jóns. Þær eru um margt áhugaverðar og sýnast skynsamlegar. Því fyrr sem gripið er til aðgerða af þessum toga, fyrir einstaklinga og fyrirtæki, því betra. Spá Seðlabankans frá því í gær, svo svört sem hún er, sýnist æpa á að til aðgerða verði gripið núna, ekki einhvern tímann. Þá kannski verður það of seint, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
mbl.is Ræða alvarlega efnahagsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturhvarf til fortíðar?

Það er hið besta mál og raunar fagnaðarefni að nýtt vefrit skuli vera í burðarliðnum. Björg Eva er reyndur fréttamaður sem vænta má góðs af. En mér og sjálfsagt fleirum er það umhugsunarefni að styrktaraðili vefritsins sé VG. Ég hélt að tími miðla sem stjórnmálaflokkar styrkja væri löngu liðinn.
mbl.is Smuga á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt

Það er hárrétt lýsing þingmanna á veikri stöðu Alþingis. En þingmenn sjálfir verða að axla sína ábyrgð á þessu. Það eru engir nema þingmenn sjálfir sem t.d. standa fyrir því að þingmannafrumvörp eru nánast aldrei afgreidd útúr nefndum. Það eru þingmenn en ekki ráðherrar sem stjórna því. Ekki eru ráðherrar í þingnefndum. Þingmenn sjálfir eru því í kjörstöðu til að breyta þessu, sýnist mér. 
mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Losna þá ekki allir undan persónulegum ábyrgðum?

Í þessari ákvörðun fyrrum forstjóra, sem fyrrum stjórn staðfesti, felst að starfsmenn bankans voru losaðir undan persónulegum ábyrgðum sem augljóst var að þeir gætu ekki staðið undir. Við hljótum að reikna með því að allir aðrir sem skulda Kaupþingi verði losaðir undan persónulegum ábyrgðum á skuldum sínum við Kaupþing. Sama hlýtur að eiga yfir alla að ganga.
mbl.is Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegur sigur

Sigur Obama er sögulegur fyrir margra hluta sakir, en þó einkum þeirrar að hann er af afrískum uppruna. Ég fylgdist stutta stund í morgun með umfjöllun SKY um kosningarnar og úrslitin. Því var haldið fram af stjórnmálaskýrendum að efnahagsástandið í heiminum og Bandaríkjunum hafi í raun skipt sköpum fyrir sigur Obama. Stjórnmálaskýrendur telja sem sé að ef fjármálakerfi heimsins hefði ekki laskast með þeim hætti sem raun ber vitni þá hefði Obama hugsanlega ekki haft það. Krafan um breytingar hefði ekki verið nægilega þung. Mér finnst þetta athyglisverð vangavelta. En eitt er víst að stuðningsmenn Obama vænta mikils af kjöri hans og treysta því að honum fylgi ferskir og nýir vindar í Hvíta Húsið. 
mbl.is Obama: Þetta er ykkar sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit ekki af hverju

en þegar ég las þessa frétt rifjaðist upp samtal sem ég átti við konu fyrir skömmu. Hún sagði Bandaríkjamenn segja: The best way to rob a bank is to own one.
mbl.is Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísbending?

Það er spurning hvort þessi niðurstaða sé vísbending um hver niðurstaða forsetakosninganna verði. Hún er a.m.k. í samræmi við skoðanakannanir. Þegar ég var í Bandaríkjunum í febrúar sl. höfðu ýmsir sem ég talaði við áhyggjur af því að skoðanakannanir yrði ekki alveg að marka þar sem margir þættust styðja Obama en myndu þegar í kjörklefann væri komið kjósa McCain. En í þessu þorpi hefur demókrati ekki unnið frá 1968, eða í 40 ár. Kannski það sé vísbending um að almennt í Bandaríkjunum vill fólk þá nýju tíma sem Obama boðar.
mbl.is Obama sigraði í Dixville
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærum af reynslu annarra

Af reynslu Finna má ráða að það versta sem við gerum í stöðunni nú sé að halda stýrivöxtum háum. Vonandi verður þessi reynsla Finna skoðuð af þeim sem stjórna hér og af henni lært.


mbl.is Varar við háum stýrivöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál fyrir fjölmiðla að kanna

Milli manna gengur nú tölvupóstur um það að afskrifaðar hafi verið umtalsverðar fjárhæðir sem starfsmenn bankanna hafi skuldað. Um sé að ræða skuldir sem starfsmennirnir hafi stofnað til til að kaupa hlutabréf og margt fleira. Skuldirnar hafi verið afskrifaðar svo þessir sömu starfsmenn gætu komið til starfa hjá nýju ríkisbönkunum. Rökin fyrir afskriftunum séu þau að yfirmannsstöðurnar í nýju bönkunum sé ekki hægt að manna nema þetta sé gert því gjaldþrota einstaklingur má ekki starfa fyrir banka.

Ekki veit ég hvað satt er í þessu, en ef rétt reynist, verður ekki betur séð en að hér hafi verið markað ákveðið fordæmi sem aðrir viðskiptamenn bankanna hljóta að gera ráð fyrir að beitt verði á grundvelli jafnræðisreglu. Mismunun í þessu efni gæti haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

 


I told you so ...

Þeir eru margir erlendu sérfræðingarnir sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum þessa daga af "ánægju" yfir því að hafa reynst hafa rétt fyrir sér. En auðvitað liggur í augum uppi að fullyrðingar af þessu tagi, frá þessum manni, sem og öðrum sem segjast hafa séð hrunið fyrir, þarf að skoða. Ég treysti því að þeir sem nú fá það verkefni að fara yfir hvað fór úrskeiðis skoði vandlega allar þær aðvaranir sem settar voru fram á síðustu misserum, hvort við þeim var brugðist og þá hvernig og ef ekki, af hverju ekkert var gert. Og síðan þarf að tryggja að þeir axli ábyrgð, í öllum skilningi þess orðs, sem ábyrgð eiga að axla.

Ég furða mig hins vegar á ummælum mannsins um að Norðmenn hafi takmarkaðan áhuga á að taka á sig byrðar vegna íslenska efnahagshrunsins. Höfum við eitthvað beðið þá um það? Ég veit ekki betur en að við höfum leitað eftir lánafyrirgreiðslu, hjá Norðmönnum og ýmsum öðrum. Höfum við beðið þá um að gefa okkur eitthvað? Ekki minnist ég þess.


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband