Leita í fréttum mbl.is

Að mótmæla

Ég skil vel þá sem vilja lýsa andúð sinni á FME og kerfinu í heild. Margt hefur farið úrskeiðis og ýmislegt bendir til að stofnun eins og FME hafi ekki staðið sig sem skyldi í þeim eftirlitsverkefnum sem henni er trúað fyrir.

En ég leyfi mér að spyrja: Þarf í leiðinni að valda skemmdum og kasta eggjum í viðkomandi stofnanir? Hvaða tilgangi þjónar að brjóta rúður og kasta eggjum? Er ekki hægt að lýsa andúð sinni án skemmdarverka?


mbl.is Rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já er það?

Algerlega hafði það farið fram hjá mér að þessi ágæta kona væri á allra vörum. En það er sjálfsagt ekki að marka - ég er ekki með stöð 2 þar sem hin áberandi varabirting birtist. Og fyrir okkur sem af misstum þá fáum við ítarlegar leiðbeiningar á bloggsíðu konunnar. Eitthvað til að dunda sér við í jólafríinu - því aðferðin virðist í meira lagi tímafrek, auk þess sem ekki verður betur séð en að hún kalli á talsverð fjárútlát í snyrtivörum. Wink
mbl.is Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í baráttu um forystusæti í eigin flokki

Heldur þingmaðurinn virkilega að hluti Sjálfstæðisflokksins sé skjálfandi á hnjánum vegna meintra hótana formanns Samfylkingarinnar? Þetta er náttúrulega svo ótrúlegur málflutningur að það hálfa væri nóg. Ég bloggaði fyrr í vikunni um þessa meintu hótun - og benti á að það væri fráleitt að líta á ummælin sem slík. Enda hefur forsætisráðherra öll völd í hendi sér í þessum efnum. Greinilegt að sumir eru komnir í kosningabaráttu vegna varaformannsslags og því vænlegt að vera með stórorðar yfirlýsingar sem grípa fjölmiðlamenn til uppsláttar. Góð ókeypis auglýsing. Og ummælin látin falla í þeim tilgangi.
mbl.is Formaðurinn með stálhnefann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarlausar yfirlýsingar

Það er ábyrgðarhluti af formanni stórs félags heilbrigðisstéttar að koma með upphrópanir, órökstuddar, af þessu tagi. Það er vissulega ekki gott að það efnahagshrun sem við blasir verði til þess að auka þurfi gjaldtökur í heilbrigðiskerfinu. En eru gjaldtökur ekki skárri en  niðurfelling þjónustu? Þegar staðið er andspænis slíkum veruleika eru fáir kostir góðir. En ég fullyrði að enginn fótur er fyrir fullyrðingum að þessi breyting setji okkur 60 ár aftur í tímann. Enda reynir formaðurinn ekki einu sinni að rökstyðja þessa fullyrðngu með neinu öðru en upphrópuninni. Trúverðuleiki yfirlýsinga af þessu tagi er enginn.
mbl.is Kastað 60 ár aftur í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru

almennir starfsmenn bankans þeir sem mótmælendur vilja beina spjótum sínum að? Ég átta mig ekki alveg á hvaða tilgangi þessi mótmæli þjóna og einhvern veginn virðast þau beinast í rétta átt. 
mbl.is Mótmælendur skiptu um útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamblað með lífeyrissjóð og ævisparnað?

Það var þéttsetinn salurinn á Grand Hótel í gærkvöldi þegar forsvarsmenn Íslenska lífeyrissjóðsins kynntu niðurstöðu um stöðu sjóðsins eftir hrun bankanna. Og þær eru fjarri því að vera glæsilegar. Öruggasta ávöxtunarleiðin af séreignasjóðaleiðum sjóðsins hefur tapað mest. Af hverju? Jú, hún fjárfesti mest í innlendum skuldabréfum, m.a. skuldabréfum banka og fyrirtækja. Þá virðist sparnaði okkar til elliáranna hafa mikið verið beint í peningamarkaðssjóði hjá umsýslubankanum. Það fór kliður um salinn þegar birtur var listi yfir "öruggu" fyrirtækin sem fyrirtækjaskuldabréf höfðu verið keypt af.

Enda stóð upp einstaklingur, sem fyrr á árum var sjóðstjóri hjá sjóðnum, og sem vinnur enn í bankageiranum. Hann sagði það óskiljanlegt hvernig forsvarsmönnum sjóðsins skyldi detta það í hug að þessi fyrirtækjaskuldabréf væru örugg fjárfesting. Bankakerfið væri lengi búið að vita að þessi skuldabréf væru áhættufjárfesting. Upplýsingarnar á fundinum vöktu fleiri spurningar en þær svöruðu, enda kölluðu fundarmenn eftir nánari skýringum.

Á sama tíma og sparnaðarleiðir þessa sjóðs eru að tapa umtalsverðum fjárhæðum eru flestar sparnaðarleiðir Frjálsa lífeyrissjóðsins engu að tapa. Hvað veldur? Það má segja forsvarsmönnum sjóðsins til hróss að þeir seldu hlutabréf, innlend og erlend á hárréttum tíma. En því miður ákváðu þeir að setja andvirðið í skuldabréf fyrirtækja sem ég helda að litla spekinga hafi þurft til að vita að voru mjög vafasamar fjárfestingar. Og þannig virðist purkunarlaust hafa verið gamblað með peningana okkar með hagsmuni umsýsluaðilans meira í huga en hagsmuni okkar lífeyriseigendanna. 

Það verður fróðlegt að fá þær frekari skýringar á málum, sem kallað var eftir á fundinum. Það var að heyra að því fer fjarri að sjóðsfélagar hafi sagt sitt síðasta orð um þetta mál.


mbl.is Sjóðirnir í skoðun Fjármálaeftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins ...

er þetta frumvarp komið fram eftir langar fæðingarhríðir. Ég treysti því að frumvarpið verði samþykkt áður en þingheimur fer í jólaleyfi. Það er ekki eftir neinu að bíða, svo umdeild hafa lög nr. 141/2003 verið. 

Ég velti fyrir mér gildistökutíma breytingarfrumvarpsins, sem á að vera 1. júlí 2009. Í skýringum með lagafrumvarpinu segir:

Í samræmi við sjónarmið um meðalhóf er gert ráð fyrir því að ákvæði frumvarpsins taki ekki gildi fyrr en 1. júlí 2009. Er þeim hópum sem falla undir lög nr. 141/2003 þannig veittur ákveðinn aðlögunartími.

Aðlögunartíma fyrir hvað þurfa þeir sem falla undir lög nr. 141/2003? Ég vænti þess að svör við þessu komi fram við meðferð málsins á Alþingi.


mbl.is Eftirlaunafrumvarp komið fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágæt hugmynd en ...

Það er góð hugmynd að skipa nefnd til að fara yfir lög á sviði fjármálamarkaðar í ljósi reynslunnar af bankahruninu. En ég set spurningamerki við að í nefndinni séu þeir sem hugsanlega hafa gengið á svig við þessi lög með þeirri framkvæmd sem var beitt og vísa ég þá til Samtaka fjármálafyrirtækja. Ég set líka spurningamerki við að í nefndinni séu fulltrúar eftirlitsaðila sem litlar eða engar athugasemdir virðast hafa haft við þá framkvæmd laganna sem við lýði var. Vísa ég þar til FME sem hlýtur að hafa vitað með hvaða hætti bankarnir voru að beita lögunum. Ég tel eðlilegt að fulltrúi Samtaka fjárfesta sé í nefndinni og síðan eiga þar að vera aðrir svipaðir utanaðkomandi aðilar. Í nefndina eiga ekkert erindi fulltrúar þeirra sem voru að framkvæma lögin og þeirra sem virðast hafa blessað framkvæmdina. Hvaða athugasemdir ætla þeir að gera núna?


mbl.is Fara á yfir lög á sviði fjármálamarkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hulið andlit?

Að mótmæla eru sjálfsögð mannréttindi. Það kemur á óvart að sumir mótmælendur skuli vera með andlit sín hulin. Af hverju er það? Vilja þessir mótmælendur ekki láta sjá til sín í mótmælunum? Skammast þeir sín fyrir að vera þarna? Eða telja þeir sig þurfa að vera hrædda?
mbl.is Hávær mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraði snigilsins?

Það er ánægjulegt að heyra að það er lífsmark með FME þegar kemur af meintum afbrotum af þessu tagi. En óskiljanlegt er hvernig rannsókn FME getur tekið á annað ár þar, áður en stofnunin vísar málinu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Greinilegt er að taka þarf allt þetta verklag upp í tengslum við þær rannsóknir sem framundan eru hjá sérstökum saksóknara og sem tengjast hugsanlegum misferlum í tengslum við hrun bankanna. Vinnuhraða sem þennan er ekki hægt að líða. 
mbl.is Grunur um ólögleg verðbréfaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvitnilegt

Það verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi þessara málaferla í Bandaríkjunum. Réttarkerfi þeirra virðist gefa neytendum meira svigrúm til málsókna á hendur framleiðenda en víða þekkist annars staðar. Vandséð er hvernig merkingin "light" eigi að geta gefið reykingamönnum í skyn að þar séu á ferð "hollari" sígarettur en ella. Langt er síðan að rannsóknir staðfestu að reykingar eru krabbameinsvaldandi. En vera kann að í tóbaksauglýsingum, sem mig minnir að séu leyfðar í Bandaríkjunum, sé þetta gefið í skyn - í staðinn fyrir hin réttu skilaboð sem eru að "light" sígarettur eru "minna óhollar" en venjulegar sígarettur. Venjulegar sígarettur og "light" sígarettur eiga það báðar sameiginlegt að vera óhollar.  Einhvern veginn finnst manni það liggja svo í augum uppi.
mbl.is Hæstiréttur BNA dæmir gegn tóbaksframleiðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð?

Í þessu felast kannski þau skilaboð að forsetaembættið eigi að hætta að gefa einstaklingum gjafir þó þeir komi í heimsókn til forseta Íslands. Ef fréttin er rétt þá bendir hún til að gjafirnar séu ekki mikils metnar.


mbl.is Gjöf forseta til Hillary Clinton á Ebay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband