Leita í fréttum mbl.is

Það var eins gott

að páfinn sagði á undan hverri jólakveðju á hvaða tungumáli hin næsta væri. Annars er ekki alveg víst að við hefðum skilið hver var sú íslenska og líklegt að eins sé farið um jólakveðjuna á fleiri tungumálum. Páfinn á þó þakkir skildar fyrir viðleitnina. Gleðileg jól.


mbl.is Páfi sagði „Gleðileg jól"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól

Mér sýnist margir hafa sleppt jólakortunum þessi jól og senda jólakveðjurnar frekar með nýtískulegri aðferðum eins og sms-skilaboðum eða tölvupósti. Af fréttinni má ráða að útvarpskveðjunum hafi fjölgað frá síðasta ári. Gegnum facebook.com og bloggið á mbl.is berst einnig ógrynni jólakveðja til þeirra sem á þessum miðlum eru.

Sjálf sleppti ég jólakortunum þetta árið og gaf í staðinn andvirði jólakortanna og kostnaðar við sendingu þeirra til innanlandsstarfs Hjálparstofnunar kirkjunnar.

En jólakveðjunum vil ég ekki sleppa. Því sendi ég hugheilar jólakveðjur til allra, nær og fjær með von um að jólin verði friðsæl, falleg og ánægjuleg hjá okkur öllum. Gleðileg jól.


mbl.is Nærri 3.000 jólakveðjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má örugglega endurskoða

Spurningin er hvort fulltrúar verkalýðsfélaganna séu eitthvað meiri fulltrúar sjóðfélaga en fulltrúar atvinnurekenda. Eðlilegast væri að fulltrúar sjóðfélaga sjálfra sitji í stjórnum lífeyrissjóða. Engir hafa meiri hagsmuna að gæta en þeir varðandi ávöxtun sjóðanna og kostnað við rekstur þeirra.
mbl.is Vilja atvinnurekendur úr stjórnum lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjuleg stund

Þetta var sannarlega ánægjuleg stund á skrifstofu rektors Háskóla Íslands í dag (mánudag) þegar formlega var gengið frá stofnun Minningarsjóðs Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar bónda. Það var vel við hæfi að til stofnfundar valdist sá dagur, þegar dag tekur að lengja á ný - dimmasti tími ársins að baki og vonandi allt bjartara framundan. Rausnarlegur arfur Soffíu Þ. Magnúsdóttur tryggir a.m.k. nokkrum námsmönnum árlega styrk til framhaldsnáms í ljósmóður- eða hjúkrunarfræðum.
mbl.is Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar styrktir til framhaldsnáms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Reykjavíkurborg

Það er greinilegt að margt hefur breyst hjá Reykjavíkurborg eftir að nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við stjórnartaumum í ágúst sl. Það er sérstaklega jákvætt að hvorki eigi að hækka fasteignagjöld né útsvar og fjölga eigi gjalddögum fasteignagjalda. Allt sýnir þetta skilning á aðstæðum borgarbúa. Þá er greinilegt að tekin hafa verið upp ný vinnubrögð - sem einkennast af meiri samvinnu milli meirihluta og minnihluta en áður hefur þekkst. Það er auðvitað sérstaklega eftirtektarvert að frumvarp að fjárhagsáætlun skuli vera afrakstur samvinnu aðgerðarhóps borgarráðs sem skipaður er fulltrúum meirihluta og minnihluta. Allt þetta sýnir hvað hægt er að gera með breyttum áherslum og vinnubrögðum.
mbl.is Borgarsjóður verði rekinn hallalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá forseta Íslands

Það er gott hjá forseta Íslands að óska eftir því að hans laun sæti sömu lækkunum og laun ráðherra og alþingismanna. Stjórnarskrárákvæði eru á þann veg að breyting kjara forseta Íslands á kjörtímabili eru óheimil. Ekkert kemur þó í veg fyrir að kjörunum sé breytt, óski forsetinn eftir því sjálfur. Með þessu frumkvæði er forseti Íslands að tryggja að laun hans lækki, væntanlega frá 1. janúar nk. Mér finnst fráleitt að kalla þetta frumkvæði forsetans hræsni, eins og mér sýnist að sumir bloggarar eru að gera. Þvert á móti sýnir frumkvæðið að forsetinn er meðvitaður um það sem í gangi er og vill að yfir hann gangi það sama og ýmsa aðra embættismenn.

Svo þarf auðvitað að taka umræðuna um hvort embættið er nauðsynlegt eða ekki. Boðað hefur verið að fjárlög 2010 þurfi að sýna enn meira aðhald en fjárlög 2009. Við hljótum því að þurfa að fara ítarlega yfir alla starfsemi sem fjármögnuð er með skattfé. Forsetaembættið er þar ekki undanskilið og tengist ekki þeim einstaklingi sem í embættinu situr.


mbl.is Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á maður að trúa þessu?

Mér finnst lágmark að aðilar sem eru með hótanir af þessu tagi sýni þann kjark að koma fram undir nafni.
mbl.is Auglýsendum DV hótað með válista?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað meinar þessi maður?

Það þarf ekki þennan mann til að segja okkur að árið 2009 verði mjög erfitt ár. Ég held að við Íslendingar a.m.k. séum algerlega búnir að ná því.  Og við erum líka búin að fatta að árið 2010 verður að öllum líkindum einnig mjög erfitt.

En það er sérkennilegt að heyra frá þessum manni að það sé nauðsynlegt að auka útgjöld hins opinbera. Ég hef skilið það svo að við værum að gera hið gagnstæða nú í fjárlagafrumvarpi 2009, að kröfu stofnunarinnar sem þessi maður stýrir. Einhvern veginn finnst mér ekki að orð þessa manns og kröfur AGS fari saman.

Og í framhjáhlaupi: Prófarkales mbl.is ekki fréttir sínar? Það eru meiri villur í þessari frétt en boðlegt er fyrir jafn ágætan miðil og mbl.is er.


mbl.is Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom að því

að alþingmenn áttuðu sig á því að þeir fara með löggjafarvaldið. Alþingismenn þurfa ekki að bíða eftir lagafrumvörpum frá framkvæmdavaldinu. Þeir geta einfaldlega samið lagafrumvörpin sjálfir (hugsanlega með utanaðkomandi aðstoð eins og í þessu tilviki) og síðan unnið þeim brautargengi í gegnum Alþingi. Þetta mál er gott mál og til hreinnar fyrirmyndar. Vonandi koma fram eftir áramót fleiri þingmannafrumvörp sem fá jafn skjóta og góða afgreiðslu í gegnum hið háa Alþingi og þetta frumvarp fékk. Það er nóg af þörfum og brýnum málum sem alþingismenn geta með þessum hætti látið til sín taka og afgreitt. Sigurður Kári á hrós skilið fyrir frumkvæðið ásamt þeim sem frumvarpið fluttu með honum.
mbl.is Fé til málshöfðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfti vísindamann til?

Ég skil nú ekki að heilan vísindamann hafi þurft til að staðfesta að þetta væri bull. Shocking
mbl.is Kók er ekki góð getnaðarvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski ekki alveg

sú alþjóðlega athygli sem við viljum. En miðað við þær efnahagshamfarir sem yfir okkur hafa dunið frá mánaðarmótum september / október, og sú alþjóðlega athygli sem þær hafa fengið, er sjálfsagt ekki við öðru að búast en að íslensku efnahagshamfarirnar skori hátt á einhverjum áramótauppgjörslistum af þessu tagi.
mbl.is Íslenski skellurinn í 10. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst

að útvarpsstjóri hefði átt að taka forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna sér til fyrirmyndar og lækka laun sín um 25% eins og hann gerði. Þrátt fyrir slíka lækkun heldur útvarpsstjóri áfram að vera með algerlega bærilega góð laun.
mbl.is Laun lækka tímabundið um 6-15% hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband