Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Föstudagur, 26. júní 2009
Kjarni málsins
Í Icesave málinu er þetta kjarni málsins. Ber okkur í raun að borga? Það vantar í alla umræðuna um þetta mál skýrari upplýsingar og útskýringar af hálfu ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar á því að við eigum ekki annarra kosta völ en að borga. Virtir lögfræðingar hafa komið fram og fullyrt að við eigum ekki að borga. Þeirra rök hafa verið sannfærandi. Minna hefur farið fyrir rökum fyrir því að okkur beri að borga. Þau rök hafa verið frekar tilfinningaleg en nokkuð annað. Grannþjóðir hafi hótað okkur, okkur verði ekki stætt í samfélagi þjóðanna o.s.frv.
Upplýsingalega hefur ríkisstjórnin haldið illa á þessu máli. Það var ekki til þess fallið að auka tiltrú þjóðarinnar á þörfinni að borga að lesa viðtal við formann samninganefndarinnar þar sem eina skýringin sem hann gaf á því af hverju samið var á þessum tímapunkti var sú að hann hefði ekki viljað hafa þetta verkefni hangandi yfir sér lengur. Ekki jók sú fullyrðing tiltrú þjóðarinnar á því að bestu samningum hefði verið náð fyrir okkar hönd.Ef ríkisstjórninni tekst ekki að útskýra fyrir þjóðinni og sannfæra hana um að okkur beri að borga er hætt við að þjóðin muni aldrei sætta sig við að greiða þessa skuld, sem enginn getur sagt okkur hvað er há, fari svo að meirihluti Alþingis samþykki Icesave samninginn.
Ber okkur í raun að borga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Gott að fá niðurstöðu
Sigríður ekki vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Athyglisvert
Það er greinilegt af þessari umsögn nefndarinnar um umsækjendur að eina starfsreynslan innanlands sem nefndin telur máli skipta er starfsreynsla í Seðlabanka Íslands. Þá heldur varla vatni rökstuðningur nefndarinnar fyrir því að sami maðurinn geti talist mjög vel hæfur í starfaðstoðarseðlabankastjóra en ekki í starf seðlabankastjóra þó hæfnisskilyrðin séu þau sömu.
Nefndin staðfestir að við engan umsækjanda hafi verið rætt heldur einvörðungu aðila sem umsækjendur hafi bent á. Það er óskiljanlegt að ekki skuli talin ástæða til að ræða við umsækjendur og fráleitt að taka gild þau rök að það hefði orðið of tímafrekt. Er eitthvað tímafrekara að ræða við umsækjendur en umsagnaraðila?
Mat á umsækjendum birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Turn í Macau
Hvað skyldu Sjóvá Almennar sem er, eftir því sem best er vitað, vátryggingafélag á Íslandi, hafa ætlað að gera við þennan turn í Macau?
Til eru lög um vátryggingastarfsemi nr. 60/1994. Í þeim segir m.a. í 9. gr. að vátryggingafélag megi ekki reka aðra vátryggingastarfsemi nema annað leiði af ákvæðum 11. gr. laganna. Í umræddri 11. gr. er síðan tilgreind sú hliðarstarfsemi sem vátryggingafélagi er heimilt að reka. Þar er talað um að reisa, eiga og reka fasteignir sem lið í fjárfestingu til ávöxtunar á fjármunum félagsins til lengri tíma, sbr. 2. tölul. 11. gr. Í 12. gr. laganna er síðan áréttað að vátryggingastarfsemi og hliðarstarfsemi skv. 11. gr. skuli rekin í samræmi við góða viðskiptahætti og venjur í vátryggingaviðskiptum og með hag vátryggingataka og vátryggðra fyrir augum. Verði misbrestur á skal Fjármálaeftirlitið gefa fyrirmæli um að ráðin verði bót á því sem úrskeiðis hefur farið.
Ætla verður að fjárfesting Sjóvá Almennra í umræddum turni hafi þannig verið liður í fjárfestingu til ávöxtunar á fjármunum félagsins til lengri tíma. Fróðlegt væri að vita hvernig gengið var úr skugga um það að hagur vátryggingataka og vátryggðra hafi verið hafður fyrir augum við ákvörðun fjárfestingarinnar. Jafnframt væri fróðlegt að vita hvort FME hafi eitthvað haft um þessa fjárfestingu Sjóvá Almennra að segja eða jafnvel gert athugasemdir við hana.
Í annarri frétt á mbl.is í dag kemur fram að á fjárfestingunni er Sjóvá Almennar búið að tapa liðlega þremur milljörðum íslenskra króna. Af 30 milljónum dollara sem félagið var búið að setja í ævintýrið eru 25 milljónir dollara tapaðar. Engu að síður lýsir forstjóri félagsins ánægju yfir niðurstöðunni. Hvað skyldi hafa þurft til að hann væri óánægður? Og verktakinn virðist brosa hringinn því fram kemur að hann hagnist umtalsvert á ævintýri Sjóvá Almennra í Macau.
Rifta kaupum á húsi í Macau | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Blandaða leiðin?
Allt bendir til að hin svokallaða blandaða leið ríkisstjórnarinnar sé í raun að mestu skattahækkanaleið. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að hafa þor í þann niðurskurð á ríkisútgjöldum og þá uppstokkun á ríkisrekstrinum sem við blasir að ráðast þarf í.
Einblíni meira á niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Áfallahjálp?
Er ekki lífið samsett af hæðum og lægðum, gleði og vonbrigðum? Það er hluti af þroskaferli hvers einstaklings að takast á við vonbrigði líkt og það er hluti af sama ferli að læra að höndla velgengni.
Skilgreiningin á áfallahjálp er: Skammvinn, fyrirbyggjandi íhlutun sem veitt er þeim sem orðið hafa fyrir hættu sem ógnar lífi eða limum og þeim sem verða vitni að ofbeldi, líkamsáverkum eða dauða (sjá greinMargrétar Blöndal hjúkrunarfræðings um Áföll, áfallastreitu, áfallahjálp, sorg og sorgarstuðning). Það er því ótrúlegt að láta sér detta í hug að segja að nemendur sem komast ekki í þann framhaldsskóla sem þeir settu nr. 1 þurfi áfallahjálp.
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22. júní 2009
Þjóðstjórn
Því fyrr sem þessi ríkisstjórn fellur, því betra. Þá verður kannski loksins möguleiki á því að mynda þjóðstjórn, sem hefði átt að gera strax sl. haust.
Staðan er orðin sú að Samfylkingin treystir á stuðning stjórnarandstöðunnar í tveimur málum sem hún telur veigamikil, Icesave málinu og EB málinu. Á samstarfsflokkinn getur Samfylkingin ekki treyst. Það liggur fyrir.
Því verður ekki trúað að stjórnarandstöðunni detti í hug að styðja Icesave málið. Það eru allt of margar vísbendingar á lofti um það að Icesave samningurinn sé okkur svo óhagstæður að hann sé ekki hægt að samþykkja.
Icesave gæti fellt stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 21. júní 2009
Efasemdir
Eignaumsýslufélag tekur hamskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 20. júní 2009
Og tilgangurinn er?
Það er með ólíkindum að ríkisstjórninni telji það við hæfi nú að stofna nýja opinbera stofnun. Einhvern veginn hélt maður að skilaboð dagsins væru niðurskurður og samdráttur starfsemi á vegum hins opinbera. Fram kemur að kostnaðurinn við þessa stofnun sé 70-80 milljónir á ári. Hvar á að skera niður til viðbótar fyrir þeim kostnaði? Þessari ríkisstjórn er einfaldlega ekki sjálfrátt.
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 20. júní 2009
Mikilvæg skilaboð Obama
Það er ekki nóg að hvetja feður. Það þarf líka að hvetja mæður til að viðurkenna enn betur mikilvægi feðra og hleypa feðrum í enn ríkari mæli að uppeldi barna. Enn eru alltof margir feður í þeirri stöðu að fá ekki nema takmarkað tækifæri til að koma að uppeldi barna sinna. Þá er ég að tala um þá feður sem vilja og geta. Ég er ekki að tala um þá feður sem hvorki nenna né geta. Ég hef margsinnis sagt að vannýttasta auðlind samfélagsins þegar kemur að uppeldi og umönnun barna er tími feðra.
Staðreyndin er sú að að uppeldi barna þurfa báðir foreldrar að koma með virkum hætti, hvort sem foreldrar búa saman eða ekki. Eru ekki einhver skilaboð í því að til að til verði barn þurfa bæði kynin að koma að máli? Þýðir það ekki líka að bæði kynin þurfa og eiga að koma að uppeldi þessara sömu barna? Og svo ekki verði snúið út úr orðum mínum, eins og svo rík tilhneiging er til að gera þegar þessi mál ber á góma, þá er ég ekki að tala um vanhæfa foreldra, feður eða mæður. Ég er að tala um þau tilvik þegar báðir foreldrar eru hæfir og góðir foreldrar sem vilja sinna foreldrahlutverki sínu af samviskusemi og alúð.
Sem betur fer er skilningur samfélagsins á mikilvægi feðra þegar kemur að uppeldi og umönnun barna smátt og smátt að aukast. Sífellt fleiri foreldrar gera sér grein fyrir mikilvægi beggja þegar kemur að uppeldi barnanna. Viðhorf þjóðfélagsins er að þessu leyti að taka breytingum, í rétta átt. Það skiptir miklu að forystumenn eins og Obama veki máls á réttarstöðu feðra og aðkomu þeirra að uppeldi barna sinna. Það hjálpar þróuninni.
Obama hvetur feður til að standa sig í stykkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Útvarp
Bloggvinir
- addabogga
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- andriheidar
- gumson
- audbergur
- abg
- axelaxelsson
- armannkr
- arniarna
- asabjorg
- arh
- aslaugfridriks
- astamoller
- astar
- kaffi
- birgir
- launafolk
- bjarnimax
- borgar
- braskarinn
- gattin
- bryndisharalds
- brandarar
- carlgranz
- rustikus
- deiglan
- draumur
- einarbb
- ekg
- jaxlinn
- elinora
- ellasprella
- ellyarmanns
- erla
- erlaosk
- erna-h
- fsfi
- fhg
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisligislason
- neytendatalsmadur
- grazyna
- gudni-is
- gelin
- gudbjorng
- fasteignir
- gudfinna
- lucas
- gudmundurmagnusson
- gudrunshil
- gudruntora
- gunnaraxel
- gunnargunn
- laugardalur
- gylfithor
- hallarut
- heidistrand
- heidathord
- jarnskvisan
- heimirhilmars
- hehau
- helgi-sigmunds
- herdis
- himmalingur
- hjaltisig
- disdis
- holmfridurge
- tulinius
- idno
- ingabesta
- ingisund
- golli
- ibb
- astromix
- johannalfred
- stjornun
- jonmagnusson
- jonsnae
- juliusvalsson
- kolbrunb
- kristinhrefna
- lara
- lotta
- nytjagardar
- altice
- matarbitinn
- maggaelin
- martagudjonsdottir
- mal214
- morgunbladid
- olavia
- olinathorv
- olofnordal
- omarbjarki
- huldumenn
- otti
- publicservant
- iceland
- pjeturstefans
- ragnar73
- ragnheidurrikhardsdottir
- ragnhildur
- rannveigmst
- runirokk
- rynir
- trumal
- salvor
- sirrycoach
- sigurbjorns
- sv11
- sighauk
- sij
- sigurdurir
- ohyes
- sigurdurkari
- siggisig
- siggith
- sigurjonsigurdsson
- zunzilla
- sms
- 1301493169
- stefaniasig
- stebbifr
- brv
- sveinni
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- grasteinn
- ubk
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- va
- villidenni
- thorbjorghelga
- steinibriem
- thorsteinnhelgi
- thoragud
- thorasig
- tbs
- thorhallurheimisson
- iceberg
- toddi