Leita í fréttum mbl.is

Og tilgangurinn er?

Það er með ólíkindum að ríkisstjórninni telji það við hæfi nú að stofna nýja opinbera stofnun. Einhvern veginn hélt maður að skilaboð dagsins væru niðurskurður og samdráttur starfsemi á vegum hins opinbera. Fram kemur að kostnaðurinn við þessa stofnun sé 70-80 milljónir á ári. Hvar á að skera niður til viðbótar fyrir þeim kostnaði? Þessari ríkisstjórn er einfaldlega ekki sjálfrátt.


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?

Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935) 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Góður alltaf Guðbjörn. Hann eins og ég minnist kommúnismans sem margir töldu einu sinni að væri mannúðarstefna. Við héldum seinna að frjálshyggjan leiddi alltaf til hinnar réttustu niðurstöðu. Sú niðurstaða verður ekki rétt nema  rétt sé um hugsað.

Þess vegna verður að stofna Bankaumsýslu Ríkisins.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.6.2009 kl. 11:43

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Halldór:

Já, sem barn og unglingur var ég sósíalisti, enda alinn upp í því umhverfi. Síðan byrjaði ég að kynna mér lesefni andstæðingana og varð frjálshyggjumaður. Undanfarin 10-15 ár hef ég verið hófsamur hægri maður. Færist maður ekki maður ekki til hægri með aldrinum?

„Any man who is under 30, and is not a liberal, has not heart; and any man who is over 30, and is not a conservative, has no brains.”

Winston Churchill
 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Dögg:

Gleymdi að senda þér þessa lesningu:

Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?

Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935)
 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 12:09

5 Smámynd: Dúa

Ný einkavæðingarnefnd?

Dúa, 20.6.2009 kl. 12:20

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tilgangur: að eyða meiri peningum.  Þá kemur þjóðargjaldþrotið fyrr.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.6.2009 kl. 12:44

7 identicon

Guðbjörn fer mikinn hér og fer með kvæðastúf eftir Jóhannes úr Kötlum: "Sovét Ísland hvenær kemur þú"

Þetta kyrjuðu sanntrúaðir kommúnistar í þá tíð.

Nú kyrja sanntrúaðir ESB sinnar þennan sama söng.

"ESB- Íslands hvenær kemur þú"

Bæði þessi allt um vefjandi kerfi áttu að bæta mannlífið og helst útrýma öllum vandamálum mannlegs samfélags, með tilskipunum og áætlunaráráttu, sérfræðingaráðum og nefndum og ráðum og öflugri miðstýringu í þágu fólksins auðvitað..

Báðum þessum kerfum hefur mistekist hrapalega og nú er ESB- VALDIÐ mesta ógnun við opið og frjálst vestrænt lýðræði.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 14:47

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnlaugur:

Ég minni þig á að VG eru algjörlega andsnúnir ESB, á meðan stór hluti sjálfstæðismanna - sérstaklega í þéttbýli - sér þetta sem einu lausnina.

Það er ekki hægt að bera Sovétríkin og ESB saman, bara ekki hægt! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 21:01

9 identicon

Guðbjörn.

Ég held nú að áætluð fylgispekt Sjálfstæðismanna við ESB sé stórlega ofmetinn hjá þér. Það er klárlega stór meirhluti Sjálfstæðismanna algerlega andvígur ESB aðild og margir þar meðal al hörðustu andstæðinganna ESB.

Það má glögglega sjá að Sovétríkin gömlu og ESB APPARATIÐ eins og það er að þróast eru systur á sama meyði.

Kerfislæg apparöt sem byggja á samþjöppun valds og miðstýringu með óskeikulu andlitslausu sérfræðingaveldi sem nýtur valda og forréttinda á kostnað lýrðæðisins.

Bæði kerfin ala af sér spillingu og sóun. 

Þetta ESB kerfi og valdaapparat eins og það er að þróast er ógnvænlegt og hreint tilræði við opin og frjáls lýðræðiskerfi vesturlanda.

Þess vegna eigum við íslendingar að hafna þessu nú þegar.

Ég og margir fleiri munum alvarlega íhuga að berjast gegn þessu ómanneskjulega apparati með vopnum ef annað dugar ekki.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 391618

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband