Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Fíkn spyr hvorki um stétt né stöðu ...

Þetta er þörf herferð á vegum Styrktarsjóðs Susie Rutar. Herferðinni er beint gegn þeim misskilningi að gagnvart fíkninni séu einhverjir óhultir. Staðreyndin er sú að fíkn spyr hvorki um stétt né stöðu, ætt né uppruna. Það geta allir orðið fíkninni að bráð. Það veit enginn hver flækist næstur í hryllingsvef fíknarinnar. Þess vegna er best að prufa aldrei ólögleg fíkniefni.
mbl.is Ég verð ekki fíkill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Það er dýrt, það er skítt, það er óréttlátt ..."

sagði fjármálaráðherra um þá staðreynd að við þurfum að hans mati að efna Icesave-skuldbindingarnar. Athyglisverð var vangavelta fjármálaráðherra um það hvort við sem þjóð yrðum ekki að horfast í augu við það að við bærum ábyrgð vegna athafna eða athafnaleysis stjórnvalda og eftirlitsstofnana. Ég gat ekki öðruvísi skilið orð fjármálaráðherra en svo að þar sem stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hefðu brugðist í eftirliti sínu með Icesave útrás Landsbankans þá yrði íslenska þjóðin að gjalda fyrir þau mistök.

Þetta er vissulega ábending sem erfitt er að andmæla, ekki síst eftir lestur samantektar Morgunblaðsins sunnudaginn fyrir viku á atburðarrásinni í Icesave-málinu í Hollandi. Sú samantekt sýndi svo ekki verður um villst að frá fyrsta degi stofnunar Landsbankans á Icesave reikningum í Hollandi í maí 2008 höfðu þarlend eftirlitsyfirvöld og stjórnvöld miklar áhyggjur af þróun mála. Aftur og aftur snéru þessu sömu stjórnvöld og eftirlitsyfirvöld í Hollandi sér til systurstofnana á Íslandi og fengu alltaf sömu viðbrögðin. Það væri ekkert að óttast, þetta kæmi þeim ekki við. Síðast í september 2008 reyndu hollensk stjórnvöld að vekja athygli á áhyggjum sínum. Hér var sem fyrr skellt skollaeyrum við þessum ábendingum.

Það sem maður veltir fyrir sér er það að Landsbankinn, frá maí til september 2008 safnaði 1,6 milljörðum evra inn á reikninga í Hollandi, að sögn fjármálaráðherra - í samantekt Morgunblaðsins minnir mig að fjárhæðin hafi verið sögð 1,9 milljarðar evra. Landsbankinn fékk þetta í beinhörðum peningum. Hefur af einhverra hálfu verið kortlagt hvert þessir peningar fóru? Hverjum lánaði Landsbanki Íslands þessa miklu fjármuni því ekki voru þeir til staðar þegar bankinn hrundi, ef maður hefur rétt skilið. Sömu spurningar má spyrja um alla milljarðana í pundum sem lagðir voru á Icesave reikningana í Bretlandi. Er búið að kortleggja hverjir fengu þá lánaða? Ef það er svo klárt að við eigum að greiða þetta eigum við þá ekki rétt á því að vita fyrir hverja við erum að greiða? Við hljótum að þurfa að greiða af því að lánin sem þessi peningar voru notuð í eru ekki talin munu skila sér tilbaka nema í mjög litlum mæli.

Einar Már hélt hnyttna ræðu á fundinum en hún var meira á tilfinninganótum en málefnalegum, þó salurinn tæki vel undir. 

Ræða Helga Áss Grétarssonar úr Indefence hópnum var áhugaverð og hann og aðrir Indefence fulltrúar vörpuðu fram spurningum sem við hljótum að eiga rétt á svörum við. Ábending þeirra um að hafna ríkisábyrgð á þessum samningi og leita strax eftir viðræðum um nýjan samning er allrar skoðunar verð og þarflaust að semja við okkur sjálf um það að það sé ekki kostur í stöðunni, eins og  fjármálaráðherra virðist telja.

Ábending Elviru Mendez sérfræðings í Evrópurétti um það hvernig mætti hugsanlega koma deilunni undir Evrópudómstólinn hlýtur að vera eitthvað sem skoða þarf nánar.

Lélegust fundust mér svör aðstoðarmanns fjármálaráðherra þegar hann var spurður út í 9. gr. laganna um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta um heimild til að greiða út í íslenskum krónum. Það voru ekki trúverðug svör sem um það komu.

 


mbl.is Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verk að vinna ...

Þessi svör sýna að ráðherrarnir hafa verk að vinna til að jafna sem mest hlutfall kynjanna í stjórnendastöðum innan sinna ráðuneyta og undirstofnana. Það var svosem fyrirfram vitað.
mbl.is Konur í minnihluta stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjördæmamál?

Er ekki miklu nærtækari skýring á þessu? Vaðlaheiðagöng eru í kjördæmi samgönguráðherrans en það er tvöföldun Suðurlandsvegar ekki.
mbl.is Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki stærra húsnæði?

Mér sýnist þetta vera fundur sem allir þurfa að mæta á. Við verðum að treysta því að fjármálaráðherra geti á fundinum útskýrt fyrir okkur þannig að við skiljum að fyrirliggjandi Icesave-samningur sé sá besti sem við eigum völ á. Ég held hins vegar að Iðnó sé tæpast nægilega stórt, svo fjölmennur hlýtur þessi fundur að verða.
mbl.is Borgarafundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bestu ...

Það er meira en athyglisvert að umboðsmaður AGS hér á landi skuli ekki treysta sér til að fullyrða að Icesave-samningarnir sem náðst hafa séu ,,bestu fáanlegu samningarnir sem fáist".

Með slíkum ummælum er gefið skýrt í skyn að betri samningum hefði mátt ná. En formaður samninganefndarinnar vildi ekki hafa viðfangsefnið sem honum var falið lengur hangandi yfir sér. Hans eigin orð í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu.

Gott væri að fá frekari rökstuðning frá þessum ágæta umboðsmanni AGS um það af hverju hann telur öruggt að Icesave-skuldbindingin muni ekki setja okkur á hliðina.

Einkenni allrar umræðu um Icesave eru fullyrðingar. Hvernig væri nú að stjórnvöld fari að ræða um þetta mál í röksemdum og útskýringum í stað fullyrðinga. Þá er kannski einhver von til þess að við förum að skilja af hverju það er svona nauðsynlegt fyrir okkur að samþykkja þessa Icesave-skuldbindingu. Það er skýrt að meðan þjóðin skilur ekki af hverju við verðum að samþykkja Icesave-skuldbindinguna mun þjóðin ekki sætta sig við hana. Rökstuðning og útskýringar takk. Því fyrr, því betra.


mbl.is Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallærislegar rannsóknir

Skyldi enginn kona eldri en þrítug hafa verið spurð í þessari rannsókn? Eru engin takmörk fyrir hversu hallærislegar rannsóknir áhugi er á að gera?
mbl.is Konur hamingjusamastar 28 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingar?

Halda einstakir stjórnarmenn í stjórn lífeyrissjóðsins því ennþá fram að þeir hafi verið blekktir?
mbl.is „Og þá erum við í vanda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin skilaboð

Á vef mbl.is eru nú tvær fréttir, báðar frá þingmönnum og ráðherrum VG. Annar, fjármálaráðherra, segir ekkert annað standa til boða en að samþykkja Icesave og verði það ekki gert þá séum við komin út í horn. Fjármálaráðherra færir rök fyrir sínu máli. Þau mættu vera enn ítarlegri og gleggri, en þau hljóma trúverðug. Hinn, heilbrigðisráðherrann, segir þetta ekki einu færu leiðina. Aðrar séu í boði. Heilbrigðisráðherra færir hins vegar engin rök fyrir sínu máli, önnur en tilfinningarök.

Hvernig sem á þetta er litið þá eru þessu misvísandi skilaboð frá ráðherrum VG skrýtin. En ég hef tilhneigingu til að taka meira mark á fjármálaráðherra ..., þó ég myndi svo gjarnan frekar vilja taka mark á heilbrigðisráðherra ...


mbl.is Umsátur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera þingmenn VG?

Það hlýtur að þurfa að upplýsa hvað þingmenn VG ætla að gera áður en farið er að ögra þingmönnum stjórnarandstöðunnar um hvað þeir ætla að gera gagnvart Icesave málinu.

Síðan þarf ríkisstjórnin að taka sig saman í andlitinu og útskýra fyrir þjóðinni af hverju við eigum engan annan kost en að borga. En það svosem lítur þannig út að það kunni að vera raunin, því miður.


mbl.is Strandi Icesave, strandar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 392326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband