Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Með góðu eða illu

Í umræðunni um stjórnlagabreytingarnar, sem minnihlutastjórnin hefur lagt fram í fullkomnu ósamkomulagi við stærsta þingflokkinn á Alþingi, hefur komið fram að hæstvirtur forsætisráðherra virðist ekki  hafa kynnt sér allar þær umsagnir sem borist hafa. Eru það þó umsagnir frá hluta þjóðarinnar, sem hæstvirtur forsætisráðherra skýlir sér á bak við þegar hún segir nauðsynlegt að knýja breytingarnar fram. Umsagnirnar, sem eru kringum þrjátíu talsins, vara flestar við því að anað sé í stjórnlagabreytingar með þeim hætti sem minnihlutastjórnin ætlar að gera.

En hæstvirtur forsætisráðherra hlustar ekki. Breytinguna skal keyra í gegn.

Sambærileg staða kom upp vorið 2007. Þá ákvað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að leggja fram stjórnlagabreytingu í trássi og án samráðs við þá þingflokka sem þá voru í minnihluta, þ.e. Vinstri græna og Samfylkinguna. Í 1. umræðu kvörtuðu þingmenn VG og Samfylkingarinnar sáran yfir vinnubrögðunum og höfðu uppi stór orð um þau. Þeir töldu þau ólýðræðisleg.

Öll þessi ummæli rifjaði ég upp í morgun í ræðu minni á Alþingi og kallaði eftir skýringum VG og Samfylkingarinnar á því hvað hefði breyst. Það kom mér þó ekki á óvart að engin svör bárust. Það hefur nefnilega ekkert breyst. Athugasemdir minnihlutans þá voru fullkomlega réttmætar líkt og athugasemdir okkar sjálfstæðismanna nú eru.

En 2007 hlustaði ríkisstjórnin á minnihlutann og hætti við að knýja fram stjórnlagabreytinguna. Ríkisstjórnin nú hlustar ekki. Minnihlutastjórnin, í boði Framsóknarflokksins, ætlar að knýja þessa breytingu í gegn. Í fyrsta sinn í hálfa öld. Það er umhugsunarverð vinnubrögð.


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ámátlegt yfirklór

Þessi tilkynning frá FME er ámátlegt yfirklór. Sagan sýnir að stundum þarf kjarkaða blaðamenn til að afhjúpa athæfi, jafnvel þótt þeir viti að þeir séu komnir á grá svæði varðandi trúnað og þagnarskyldu. Hvernig var með Watergate málið í Bandaríkjunum? Þar var opinber starfsmaður sem braut trúnað. Af hverju? Honum ofbauð það sem í gangi var. Sama virðist vera með þær upplýsingar sem með einhverjum hætti var komið til umræddra blaðamanna. Einstaklingar sem vissu af því sem í gangi var ofbauð og þeir komu upplýsingunum áleiðis. Til að um málin yrði fjallað í fjölmiðlum.

Ég treysti því að viðskiptaráðherra, sem virðist ekki sáttur við aðgerðir FME, grípi inn í þannig að blaðamenn geti haldið áfram að afhjúpa það sem öðrum virðist kappsmál að fela.


mbl.is FME telur umræðu ómálefnalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pirringur þingmanna minnihlutastjórnarinnar

Ræða háttvirts þingmanns Katrínar Júlíusdóttur endurspeglar þann pirring sem er í þingmönnum minnihlutastjórnarinnar. Hún var pirruð yfir því að þurfa að vera á staðnum. Pirruð yfir því að geta ekki farið heim eins og allir hinir þingmenn minnihlutastjórnarinnar. Ástæðan fyrir því að þingmaðurinn þurfti að vera á staðnum er sú að hún er formaður iðnaðarnefndar og málin sem til umræðu voru heyra undir þá þingnefnd.

Málið er ekkert flókið. Það er margbúið að bjóða minnihlutastjórninni að sest verði niður og samið um framgang mála þannig að þing geti farið heim og menn einbeitt sér að kosningabaráttunni. Minnihlutastjórnin vill ekki semja. Hún ætlar að gera það sem er nánast fordæmalaust eftir að lýðveldi var stofnað: Að knýja fram breytingu á stjórnarskránni án þess að þverpólitísk samstaða sé um breytinguna. Flestir umsagnaraðilar vara þó við þeim breytingum sem þar eru lagðar til og átelja þann asa sem er á málinu. Stjórnarskránni skal breyta, hvað sem tautar og raular.


mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynsla

Það er merkileg reynsla að sitja á Alþingi og verða vitni af þeim yfirgangi sem minnihlutaríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, með stuðningi Framsóknarflokksins, beitir í stjórnarskrármálinu.

Stjórnarskrárbreytingar eru grafalvarlegt mál. Að stjórnarskrárbreytingum á ekki að flana. Því síður á stjórnlagaþing að vera skiptimynt í pólitískum samningum milli minnihlutastjórnar og stjórnmálaflokks sem lofaði að verja minnihlutastjórnina vantrausti. Allt er þetta þó að gerast á Alþingi þessar klukkustundir. Liggur þó fyrir að umsagnaraðilar sem eru kringum þrjátíu talsins telja flestir að skoða þurfi málið betur.

Það er þversagnarkennt að milli kl. 13:30 og 14 stóð Framsóknarflokkurinn að utandagskrárumræðu um atvinnuuppbyggingu og stöðu ríkissjóðs. Fyrirfram hefði því mátt ætla að sá flokkur myndi vilja strax á eftir umræðu um álver í Helguvík. Fyrir liggur að með því álveri skapast þúsundir starfa. Hlýtur það að vera eftirsóknarvert þegar tölur sýna að kringum 18 þús. einstaklingar eru nú á atvinnuleysisskrá og framundan er að 13 þús. nemendur verði atvinnulausir í sumar. En, nei. Framsóknarflokkurinn vill frekar fara í stjórnarskrárumræður sem augljóst er að verður löng og ítarleg.


mbl.is Umræða um stjórnarskipunarlög hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt gengur þetta eftir

Umsóknir um stöðu seðlabankastjóra eru komnar fram. Það heyrðist í aðdraganda lagabreytinganna að minnihlutastjórnin sem nú situr væri búin að ákveða hver skyldi fá starfið. Það kemur því ekki á óvart að sjá þann einstakling meðal þeirra átta sem taldir eru uppgylla skilyrði nýju laganna hvað varðar lágmarksmenntun.

Í fréttinni segir að nú muni sérstök matsnefnd meta hæfi einstaklinganna átta um starf seðlabankastjóra.

Af hverju er verið að setja þetta leikrit á svið? Af hverju sá sem fyrir löngu er búið að ákveða að fái starfið bara skipaður strax?

Ég veit ekki hvort er verra, hrein og klár pólitísk skipun seðlabankastjóra eða falin pólitísk skipun sem reynt er að sveipa einhverjum faglegum hjúp. 


mbl.is Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FME bregst aldrei röngum málstað

Hefur FME ekkert þarfara að gera en að hóta blaðamönnum sem af mikilli elju og dugnaði reyna að upplýsa almenning, þjóðina, um allt það sem aflaga fór hjá bönkunum fyrir hrunið og sem FME horfði framhjá?


mbl.is Brutu þau bankaleynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi

fyrirgreiðsla sambærileg þeirri sem ríkissjóður hefur veitt tveimur fjárfestingabönkum hafa getað bjargað þessu gamalgróna fyrirtæki? Það væri fróðlegt að vita það. Talsmaður fyrirtækisins kvartar yfir óviðráðanlegu vaxtastigi á skuldbindingum félagsins. Ætla má því að 2% verðtryggðir vextir hefðu getað skipt sköpum fyrir framhaldið og jafnvel forðað gjaldþrotinu. Þarna eru 22 störf sem glatast.
mbl.is Ævistarfið farið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

Ef þetta var eins og hinn finnski sérfræðingur lýsir þá vaknar spurning um það af hverju FME um miðjan ágúst 2008 sagði alla viðskiptabankana fjóra standast álagspróf FME. 

Skýrsla Finnans bendir til að stjórnvöld hafi vitað miklu meir en maður gerði sér grein fyrir. Og gerðu samt ekkert, eða a.m.k. lítið. Í Fréttablaðinu í dag er skýrt frá því hvernig lánveitingar bankanna til fyrirtækja í eigu bankaráðsmanna, þ.e. eigenda, stórjukust á árinu 2008. Það bendir til að eigendur hafi vitað hvert stefndi og notfærðu sér óspart.

Það er eins gott að búið er að ráða Evu Jolie hér til verka og að verið er að fjölga starfsmönnum hjá sérstökum saksóknara.


mbl.is Gagnrýnir áhættu bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aprílgabb?

Einhvern veginn virðist þetta gegnsætt aprílgabb. En kannski ekki? Wink
mbl.is Selja húsbúnað úr gömlu bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 392475

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband